Great Mills, þar sem árásin átti sér stað er í um hundrað kílómetra fjarlægð frá Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna.
Lögreglan sendi frá sér skilaboð á Twitter um leið og tilkynning barst um að foreldrar ættu ekki að fara í skólann. Þá segist lögreglan hafa náð tökum á ástandinu tiltölulega fljótt.
Um 1.600 nemendur eru í skólanum, samkvæmt AP fréttaveitunni.
There has been an incident at Great Mills High School. Parents please DO NOT respond to the school. Report to Leonardtown High School
— St. Mary's Sheriff (@firstsheriff) March 20, 2018
Nú undanfarið hafa nemendur víða um Bandaríkin tekið þátt í kröfugöngum og krefjast þess að lög um eign skotvopna yrðu hert. Það var gert í kjölfar þess að sautján létu lífið í skotárás í skola í Flórída í síðasta mánuði. Næstu helgi stendur til að halda kröfugöngur um öll Bandaríkin.
Uppfært 15:45