NBA: Gríska fríkið sagðist hafa hugsað um LeBron í sturtunni eftir leik og komist að einu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2018 07:30 Giannis Antetokounmpo og LeBron James í leiknum í nótt. Vísir/Getty LeBron James átti enn einn stórleikinn með liði Cleveland Cavaliers í fyrsta leik liðsins eftir að þjálfari þess tók sér frí vegna veikinda. NBA-meistarar léku án þriggja lykilmanna, misstu þann fjórða meiddan af velli og náðu aðeins að skora 75 stig í tapi. LeBron James var með 40 stig og þrennu þegar Cleveland Cavaliers vann 124-117 sigur á Milwaukee Bucks en Tyronn Lue gat ekki stýrt Cavaliers liðinu vegna veikinda. LeBron James skoraði 17 af stigum sínum í þriðja leikhluta en hann var með 12 fráköst og 10 stoðsendingar sem skiluðu honum sextándu þrennu hans á leiktíðinni. Þetta var ennfremur þriðja þrenna hans í síðustu fjórum leikjum. LeBron James nýtti það á réttan hátt þegar hann fékk ekki dæmdar augljósar villur í byrjun þriðja leikhlutans. Í stað þess að missa sig í mótmælum þá skipti hann í túrbú-gírinn og tók algjörlega yfir leikinn. Kevin Love snéri aftur í Cleveland liðið eftir að hafa verið í sex vikur frá vegna handarbrots. Love stóð sig vel og skoraði 18 stig á 25 mínútum. Gríska fríkið Giannis Antetokounmpo skoraði 37 stig í leiknum en viðurkenndi eitt eftir leik. „Ég var að tala við sjálfan mig í sturtunni eftir leikinn og spyrja hvað ég gerði rangt. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem skorar 40 stig á mig,“ sagði Antetokounmpo og bætti við: „LeBron er besti körfuboltamaður í heimi.“LaMarcus Aldridge skoraði 33 stig og tók 12 fráköst þegar San Antonio Spurs vann 89-75 sigur á meisturum Golden State Warriors. Það fylgir reyndar sögunni að Golden State Warriors lék án þeirra Stephen Curry, Kevin Durant og Klay Thompson auk þess sem Draymond Green meiddist í öðrum leikhlutanum. Spurs hefur leikið án stórstjörnunnar Kawhi Leonard mesta hluta tímabilsins og svo var einnig í nótt. Quinn Cook var stigahæstur hjá Golden State með 20 stig, Kevon Looney skoraði 12 stig og þeir Andre Iguodala og Nick Young voru báðir með 10 stig. James Johnson skoraði 31 stig og Kelly Olynyk kom með 30 stig inn af bekknum þegar Miami Heat vann 149-141 sigur á Denver Nuggets í tvíframlengdum leik. Þetta er það mesta sem lið Miami Heat hefur skorað í einum leik í sögunni og það mesta sem lið hefur skorað í einum leik á tímabilinu. Houston Rockets og Oklahoma City Thunder höfðu skorað mest áður 148 stig. Wayne Ellington skoraði 29 stig fyrir Miami sem lék án bæði Dwyane Wade og Hassan Whiteside. Nikola Jokic skoraði mest fyrir Denver eða 34 stig.Joel Embiid var með 25 stig og 19 fráköst og nýliðinn Ben Simmons var með þrennu (11 stig, 12 fráköst og 15 stoðsendingar) þegar Philadelphia 76ers vann 108-104 sigur á Charlotte Hornets.Úrslitin úr öllum leikjum NBA í nótt: Sacramento Kings - Detroit Pistons 90-106 San Antonio Spurs - Golden State Warriors 89-75 Brooklyn Nets - Memphis Grizzlies 118-115 Miami Heat - Denver Nuggets 149-141 (118 -118) New York Knicks - Chicago Bulls 110-92 Cleveland Cavaliers - Milwaukee Bucks 124-117 Indiana Pacers - Los Angeles Lakers 110-100 Philadelphia 76ers - Charlotte Hornets 108-94 NBA Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Sjá meira
LeBron James átti enn einn stórleikinn með liði Cleveland Cavaliers í fyrsta leik liðsins eftir að þjálfari þess tók sér frí vegna veikinda. NBA-meistarar léku án þriggja lykilmanna, misstu þann fjórða meiddan af velli og náðu aðeins að skora 75 stig í tapi. LeBron James var með 40 stig og þrennu þegar Cleveland Cavaliers vann 124-117 sigur á Milwaukee Bucks en Tyronn Lue gat ekki stýrt Cavaliers liðinu vegna veikinda. LeBron James skoraði 17 af stigum sínum í þriðja leikhluta en hann var með 12 fráköst og 10 stoðsendingar sem skiluðu honum sextándu þrennu hans á leiktíðinni. Þetta var ennfremur þriðja þrenna hans í síðustu fjórum leikjum. LeBron James nýtti það á réttan hátt þegar hann fékk ekki dæmdar augljósar villur í byrjun þriðja leikhlutans. Í stað þess að missa sig í mótmælum þá skipti hann í túrbú-gírinn og tók algjörlega yfir leikinn. Kevin Love snéri aftur í Cleveland liðið eftir að hafa verið í sex vikur frá vegna handarbrots. Love stóð sig vel og skoraði 18 stig á 25 mínútum. Gríska fríkið Giannis Antetokounmpo skoraði 37 stig í leiknum en viðurkenndi eitt eftir leik. „Ég var að tala við sjálfan mig í sturtunni eftir leikinn og spyrja hvað ég gerði rangt. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem skorar 40 stig á mig,“ sagði Antetokounmpo og bætti við: „LeBron er besti körfuboltamaður í heimi.“LaMarcus Aldridge skoraði 33 stig og tók 12 fráköst þegar San Antonio Spurs vann 89-75 sigur á meisturum Golden State Warriors. Það fylgir reyndar sögunni að Golden State Warriors lék án þeirra Stephen Curry, Kevin Durant og Klay Thompson auk þess sem Draymond Green meiddist í öðrum leikhlutanum. Spurs hefur leikið án stórstjörnunnar Kawhi Leonard mesta hluta tímabilsins og svo var einnig í nótt. Quinn Cook var stigahæstur hjá Golden State með 20 stig, Kevon Looney skoraði 12 stig og þeir Andre Iguodala og Nick Young voru báðir með 10 stig. James Johnson skoraði 31 stig og Kelly Olynyk kom með 30 stig inn af bekknum þegar Miami Heat vann 149-141 sigur á Denver Nuggets í tvíframlengdum leik. Þetta er það mesta sem lið Miami Heat hefur skorað í einum leik í sögunni og það mesta sem lið hefur skorað í einum leik á tímabilinu. Houston Rockets og Oklahoma City Thunder höfðu skorað mest áður 148 stig. Wayne Ellington skoraði 29 stig fyrir Miami sem lék án bæði Dwyane Wade og Hassan Whiteside. Nikola Jokic skoraði mest fyrir Denver eða 34 stig.Joel Embiid var með 25 stig og 19 fráköst og nýliðinn Ben Simmons var með þrennu (11 stig, 12 fráköst og 15 stoðsendingar) þegar Philadelphia 76ers vann 108-104 sigur á Charlotte Hornets.Úrslitin úr öllum leikjum NBA í nótt: Sacramento Kings - Detroit Pistons 90-106 San Antonio Spurs - Golden State Warriors 89-75 Brooklyn Nets - Memphis Grizzlies 118-115 Miami Heat - Denver Nuggets 149-141 (118 -118) New York Knicks - Chicago Bulls 110-92 Cleveland Cavaliers - Milwaukee Bucks 124-117 Indiana Pacers - Los Angeles Lakers 110-100 Philadelphia 76ers - Charlotte Hornets 108-94
NBA Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Sjá meira