Margmenni við jarðarför Stephen Hawking Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 31. mars 2018 16:00 Jarðarför stjarneðlisfræðingsins Stephen Hawking fór fram í dag. Margmenni var við athöfnina sem var haldin í Cambridge í dag. Hawking, sem lést 14.mars síðastliðinn, var 76 ára að aldri og var haldinn hreyfitaugungahrörnun. Áður en athöfnin hófst slógu kirkjuklukkurnar 76 slög, eitt slag fyrir hvert ár sem Hawking lifði. 500 manns var boðið að vera viðstatt útförina og þar á meðal var fjölskylda Hawking, vinir og vinnufélagar hans. Eddie Redmayne sem túlkaði Hawking í Óskarsverðlaunamyndinni The Theory of Everything var einn af þeim sem hélt minningarræðu við athöfnina í dag. Auk Redmayne töluðu Robert elsti sonur Hawking, prófessor Fay Dowker og stjörnufræðingurinn Martin Rees. Ofan á kistu Hawking var krans með hvítum liljum sem tákna háskólann og annar krans með hvítum rósum sem táknar pólstjörnuna. Breski vísindamaðurinn gat sér gott orð fyrir rannsóknir sínar í þyngdarsviðsfræðum, á svartholum og afstæði en eftir hann liggur fjöldi vinsælla bóka. Ein þeirra, Saga Tímans, var til að mynda í 237 vikur á metsölulista Sunday Times, lengst allra bóka. Þegar Hawking var 22 ára gamall var hann greindur með hreyfitaugungahrörnun og töldu læknar að hann ætti þá ekki nema nokkrar vikur eftir ólifaðar. Upp úr 1970 gat hann ekki lengur gengið óstuddur og áttu ókunnugir erfitt með að skilja hann. Á síðustu árum hafði hann ferðast með aðstoð rafmagnshjólastóls og talað í gegnum talgervil.Eddie Redmaye flutti minningarorð við útförinaVísir/AFPLucy Hawking fyrsta eiginkona Stephen var viðstödd útförina.Vísir/AFPKista HawkingVísir/AFP Andlát Tengdar fréttir Stephen Hawking látinn Raunvísindamaðurinn Stephen Hawking er látinn, 76 ára að aldri. 14. mars 2018 04:58 Hawking verður grafinn nærri Newton og Darwin Ösku Stephens Hawking verður komið fyrir í Westminsterklaustri í London síðar á þessu ári. 20. mars 2018 23:09 Hawking glæddi áhuga íslenskra vísindamanna á heimsfræði Tveir íslenskir stjarneðlisfræðingar heilluðust af heimsfræði við lestur bóka Stephens Hawking. Hann lést í morgun, 76 ára að aldri. 14. mars 2018 15:30 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Jarðarför stjarneðlisfræðingsins Stephen Hawking fór fram í dag. Margmenni var við athöfnina sem var haldin í Cambridge í dag. Hawking, sem lést 14.mars síðastliðinn, var 76 ára að aldri og var haldinn hreyfitaugungahrörnun. Áður en athöfnin hófst slógu kirkjuklukkurnar 76 slög, eitt slag fyrir hvert ár sem Hawking lifði. 500 manns var boðið að vera viðstatt útförina og þar á meðal var fjölskylda Hawking, vinir og vinnufélagar hans. Eddie Redmayne sem túlkaði Hawking í Óskarsverðlaunamyndinni The Theory of Everything var einn af þeim sem hélt minningarræðu við athöfnina í dag. Auk Redmayne töluðu Robert elsti sonur Hawking, prófessor Fay Dowker og stjörnufræðingurinn Martin Rees. Ofan á kistu Hawking var krans með hvítum liljum sem tákna háskólann og annar krans með hvítum rósum sem táknar pólstjörnuna. Breski vísindamaðurinn gat sér gott orð fyrir rannsóknir sínar í þyngdarsviðsfræðum, á svartholum og afstæði en eftir hann liggur fjöldi vinsælla bóka. Ein þeirra, Saga Tímans, var til að mynda í 237 vikur á metsölulista Sunday Times, lengst allra bóka. Þegar Hawking var 22 ára gamall var hann greindur með hreyfitaugungahrörnun og töldu læknar að hann ætti þá ekki nema nokkrar vikur eftir ólifaðar. Upp úr 1970 gat hann ekki lengur gengið óstuddur og áttu ókunnugir erfitt með að skilja hann. Á síðustu árum hafði hann ferðast með aðstoð rafmagnshjólastóls og talað í gegnum talgervil.Eddie Redmaye flutti minningarorð við útförinaVísir/AFPLucy Hawking fyrsta eiginkona Stephen var viðstödd útförina.Vísir/AFPKista HawkingVísir/AFP
Andlát Tengdar fréttir Stephen Hawking látinn Raunvísindamaðurinn Stephen Hawking er látinn, 76 ára að aldri. 14. mars 2018 04:58 Hawking verður grafinn nærri Newton og Darwin Ösku Stephens Hawking verður komið fyrir í Westminsterklaustri í London síðar á þessu ári. 20. mars 2018 23:09 Hawking glæddi áhuga íslenskra vísindamanna á heimsfræði Tveir íslenskir stjarneðlisfræðingar heilluðust af heimsfræði við lestur bóka Stephens Hawking. Hann lést í morgun, 76 ára að aldri. 14. mars 2018 15:30 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Stephen Hawking látinn Raunvísindamaðurinn Stephen Hawking er látinn, 76 ára að aldri. 14. mars 2018 04:58
Hawking verður grafinn nærri Newton og Darwin Ösku Stephens Hawking verður komið fyrir í Westminsterklaustri í London síðar á þessu ári. 20. mars 2018 23:09
Hawking glæddi áhuga íslenskra vísindamanna á heimsfræði Tveir íslenskir stjarneðlisfræðingar heilluðust af heimsfræði við lestur bóka Stephens Hawking. Hann lést í morgun, 76 ára að aldri. 14. mars 2018 15:30