Engin próf í nýjum lýðháskóla Sunna Sæmundsdóttir og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 31. mars 2018 13:15 Ýmislegt er hægt að finna sér til dundurs við Flateyri. Mynd/lýðháskólinn á flateyri Lýðháskólinn á Flateyri tekur til starfa næsta haust og tekið verður á móti tuttugu til þrjátíu og fimm nemendum. Skólinn er ætlaður fyrir stúdenta og fólk sem hefur flosnað upp úr menntaskóla. Starfsemin er að mestu leyti fjármögnuð af Ísafjarðarbæ. Skólinn hefur verið í undirbúningi undanfarin tvö ár og er starfsemin að mestu leyti fjármögnuð með styrkjum frá Ísafjarðarbæ, Uppbyggingasjóði Vestfjarða, jöfnunarsjóði sveitarfélaga, Vinnumálastofnun og fleiri sveitarfélögum, ráðuneytum og fyrirtækjum. Runólfur Ágústsson, stjórnarmaður hjá lýðháskólanum segir sérstöðu skólans liggja í því að nemendur þurfa ekki að þreyta próf. Námið verður einn skólavetur, eða tvær annir. „Við munum bjóða upp á spennandi og áhugaverða menntun sem fólk sækir sér menntunarinnar vegna. Í þessum skóla verða engin próf, engar gráður og engar einkunnir,“ segir Runólfur. Hann telur mikla eftirspurn eftir slíku námi á Íslandi. „Það eru núna í vetur á annað hundrað Íslendingar til að mynda sem stunda slíkt nám í Danmörku og við teljum að þetta sé tímabær valkostur í íslensku menntakerfi,“ segir Runólfur.Markhópurinn er tvískiptur Runólfur segir að markhópur skólans sé í raun tvískiptur. „Annars vegar fólk sem er nýlega útskrifað úr framhaldsskóla og svona vill aðeins fá tíma til að átta sig á sjálfum sér og lífinu og hvert það vill stefna. Hins vegar fólk sem hefur fallið úr framhaldsskóla og er kannski síðar, 25, 30 ára að leita að leiðum inn í nám aftur að þá er þetta kjörin vettvangur til þess. Við erum að horfa til þess að taka á bilinu 20 til 35 nemendur,“ segir Runólfur. Verið að ganga frá ráðningum þessa dagana „Við erum að reikna með tveimur til þremur fastráðnum starfsmönnum og framkvæmdastjórinn tók til starfa núna í lok febrúar. Við erum að ganga frá ráðningum á starfsfólki núna þessa dagana. Þetta verða svona mótorar eða lotubundin kennsla þar sem hver áfangi verður kenndur í tvær vikur. Það verða þarna 15 til 20 kennarar sem koma að málinu,“ segir Runólfur. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Lýðháskólinn á Flateyri tekur til starfa haustið 2018 Starfsemi skólans verður auglýst og kynnt 15.apríl. 31. mars 2018 10:15 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Sjá meira
Lýðháskólinn á Flateyri tekur til starfa næsta haust og tekið verður á móti tuttugu til þrjátíu og fimm nemendum. Skólinn er ætlaður fyrir stúdenta og fólk sem hefur flosnað upp úr menntaskóla. Starfsemin er að mestu leyti fjármögnuð af Ísafjarðarbæ. Skólinn hefur verið í undirbúningi undanfarin tvö ár og er starfsemin að mestu leyti fjármögnuð með styrkjum frá Ísafjarðarbæ, Uppbyggingasjóði Vestfjarða, jöfnunarsjóði sveitarfélaga, Vinnumálastofnun og fleiri sveitarfélögum, ráðuneytum og fyrirtækjum. Runólfur Ágústsson, stjórnarmaður hjá lýðháskólanum segir sérstöðu skólans liggja í því að nemendur þurfa ekki að þreyta próf. Námið verður einn skólavetur, eða tvær annir. „Við munum bjóða upp á spennandi og áhugaverða menntun sem fólk sækir sér menntunarinnar vegna. Í þessum skóla verða engin próf, engar gráður og engar einkunnir,“ segir Runólfur. Hann telur mikla eftirspurn eftir slíku námi á Íslandi. „Það eru núna í vetur á annað hundrað Íslendingar til að mynda sem stunda slíkt nám í Danmörku og við teljum að þetta sé tímabær valkostur í íslensku menntakerfi,“ segir Runólfur.Markhópurinn er tvískiptur Runólfur segir að markhópur skólans sé í raun tvískiptur. „Annars vegar fólk sem er nýlega útskrifað úr framhaldsskóla og svona vill aðeins fá tíma til að átta sig á sjálfum sér og lífinu og hvert það vill stefna. Hins vegar fólk sem hefur fallið úr framhaldsskóla og er kannski síðar, 25, 30 ára að leita að leiðum inn í nám aftur að þá er þetta kjörin vettvangur til þess. Við erum að horfa til þess að taka á bilinu 20 til 35 nemendur,“ segir Runólfur. Verið að ganga frá ráðningum þessa dagana „Við erum að reikna með tveimur til þremur fastráðnum starfsmönnum og framkvæmdastjórinn tók til starfa núna í lok febrúar. Við erum að ganga frá ráðningum á starfsfólki núna þessa dagana. Þetta verða svona mótorar eða lotubundin kennsla þar sem hver áfangi verður kenndur í tvær vikur. Það verða þarna 15 til 20 kennarar sem koma að málinu,“ segir Runólfur.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Lýðháskólinn á Flateyri tekur til starfa haustið 2018 Starfsemi skólans verður auglýst og kynnt 15.apríl. 31. mars 2018 10:15 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Sjá meira
Lýðháskólinn á Flateyri tekur til starfa haustið 2018 Starfsemi skólans verður auglýst og kynnt 15.apríl. 31. mars 2018 10:15