Friðarviðræðum í Austur-Ghouta miðar vel áfram Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. mars 2018 09:15 Douma er í rúst eftir linnulausar loftárásir Assad-liða. Nordicphotos/AFP Friðarviðræðum á milli uppreisnarmanna og Rússa, helstu bandamanna stjórnarhers Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, í Austur-Ghouta miðar vel áfram. Þetta kom fram í tilkynningu frá uppreisnarmönnum í gær en Sameinuðu þjóðirnar hafa milligöngu um viðræðurnar. Mikið mannfall almennra borgara hefur verið í orrustunni um Austur-Ghouta undanfarnar vikur. Talið er að rúmlega 1.600 almennir borgarar hafi fallið. Eftirlitssamtökin Syrian Observatory for Human Rights hafa greint frá því að 144.000 til viðbótar hafi misst heimili sín. Sókn stjórnarliða hefur verið þung og hefur stjórnarherinn endurheimt stærstan hluta svæðisins. Síðasta vígi uppreisnarmanna er bærinn Douma og er hann undir stjórn uppreisnarfylkingarinnar Jaish al-Islam. Jafnt almennir borgarar sem uppreisnarmenn hafa undanfarið flúið aðra bæi Austur-Ghouta. Hafa uppreisnarmenn fengið að fara til Idlib óáreittir. Jaish al-Islam hefur hins vegar hafnað slíkum samkomulögum. Hefur fylkingin sagt að slíkt sé gert til þess að tryggja að almennir borgarar, andvígir Assad, hypji sig frá Austur-Ghouta. Rússneski miðillinn Interfax greindi frá því í gær að samkomulag hefði náðst um rýmingu Douma. Hafði miðillinn það eftir herforingjanum Sergei Rudskoj. Þessu neitaði Hamza Birqdar, talsmaður Jaish al-Islam, þó fljótlega eftir að fréttin birtist. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Fleiri fréttir Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Sjá meira
Friðarviðræðum á milli uppreisnarmanna og Rússa, helstu bandamanna stjórnarhers Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, í Austur-Ghouta miðar vel áfram. Þetta kom fram í tilkynningu frá uppreisnarmönnum í gær en Sameinuðu þjóðirnar hafa milligöngu um viðræðurnar. Mikið mannfall almennra borgara hefur verið í orrustunni um Austur-Ghouta undanfarnar vikur. Talið er að rúmlega 1.600 almennir borgarar hafi fallið. Eftirlitssamtökin Syrian Observatory for Human Rights hafa greint frá því að 144.000 til viðbótar hafi misst heimili sín. Sókn stjórnarliða hefur verið þung og hefur stjórnarherinn endurheimt stærstan hluta svæðisins. Síðasta vígi uppreisnarmanna er bærinn Douma og er hann undir stjórn uppreisnarfylkingarinnar Jaish al-Islam. Jafnt almennir borgarar sem uppreisnarmenn hafa undanfarið flúið aðra bæi Austur-Ghouta. Hafa uppreisnarmenn fengið að fara til Idlib óáreittir. Jaish al-Islam hefur hins vegar hafnað slíkum samkomulögum. Hefur fylkingin sagt að slíkt sé gert til þess að tryggja að almennir borgarar, andvígir Assad, hypji sig frá Austur-Ghouta. Rússneski miðillinn Interfax greindi frá því í gær að samkomulag hefði náðst um rýmingu Douma. Hafði miðillinn það eftir herforingjanum Sergei Rudskoj. Þessu neitaði Hamza Birqdar, talsmaður Jaish al-Islam, þó fljótlega eftir að fréttin birtist.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Fleiri fréttir Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Sjá meira