Í lífshættu á Jökulsárlóni vopnaður selfie-stöng og myndavél Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. mars 2018 20:15 Ungur ferðamaður frá Kanada komst í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka á lóninu síðdegis í dag, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér. Leiðsögumaður sem varð vitni að athæfi mannsins segir að ferðamaðurinn hafi með þessu sett sjálfan sig í stórhættu.Rúv greindi fyrst fráen í samtali við Vísi segir Páll Jónsson, leiðsögumaður sem var við Jökulsárlón í dag og tók myndskeið af athæfi mannsins, að maðurinn hafi verið kominn töluvert langt út lónið. Fjöldi ferðamanna varð vitni að atvikinu.„Já, það var fólk þarna skelfingu lostið, aðrir leiðsögumenn og Íslendingar. Svo var hann þarna með þessa flottu „selfie-stöng“ og myndavél,“ segir Páll og bætir við að ferðamennirnir hafi klappað fyrir honum og ekki gert sér grein fyrir hættunni sem skapaðist.Rann til en náði að rétta sig afÁ myndbandi sem Páll tók og sjá má hér að ofan og neðan sést hvernig hann stekkur á milli ísjaka til þess að komast aftur í land. Segir Páll að ferðamaðurinn hafi farið lengra út á lónið en sést í myndböndunu. Í myndbandinu hér að neðan sést hvernig honum skrikar fótur og litlu megi muna að hann detti í lónið. Segir Páll að hefði það gerst hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum, enda Jökulsárlón jú jökulkalt, auk þess sem að ísinn var á töluverðri hreyfingu.„Þetta íshröngl þarna, þó að þetta séu engin ísbjörg, þá eru þetta flekar og sjórinn ýtir á þetta. Þetta kemur og þó að menn verði ekki að pönnuköku þá hefði hann getað beinbrotnað. Ef hann hefði dottið þarna niður á milli þá hefði það berið verið endirinn á þessu. Hann hefði ekki getað komið upp sjálfur. Það hefði enginn náð honum upp aftur.“ segir Páll.Sagðist vera „ís-sérfræðingur“ Þegar ferðamaðurinn komst í land labbaði hann fram hjá Páli sem ræddi stuttlega við hann og reyndi að útskýra fyrir honum hversu hættulegt athæfi hans hafi verið. Ferðamaðurinn afsakaði sig með því að segjast hafa mikla reynslu af ís frá Kanada. „Ég sagði við hann að hann væri heppnasti maðurinn í heiminum í dag. Hann skýrði það út fyrir mér að svo væri ekki þar sem hann væri frá Kanada. Hann væri vanur ís í Kanada. Ég sagði að það gæti vel verið að hann væri frá Kanada en að hann væri einnig mannlegur.“ Á svæðinu er viðvörunarskilti sem varar viðstadda við að fara út á ísilagt lónið. Reglulega koma þó upp atvik þar sem ferðamenn hunsa skiltið og fara út á ísinn. Eru dæmi þess að börn hafi farið eftirlitslaus út á ísinn. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögregla þurfti að reka ferðamenn af ísnum á Jökulsárlóni Fjöldi ferðamanna fór út á ísinn á Jökulsárlóni fyrr í dag. 26. nóvember 2017 18:34 Ferðamenn hættu sér út á ótryggan ís á Jökulsárlóni Telur lögreglan að það hefði geta reynst erfitt um vik með björgun ef einhver hefði farið ofan í lónið. 18. apríl 2016 11:22 Ferðamenn leggja mikið á sig fyrir hjónavígslur á Íslandi Árlega færist það í vöxt að erlendir ferðamenn kjósi að gifta sig hér á landi. Þá er náttúran í forgrunni og athafnir ýmist úti eða í kirkjum á fallegum stað. Hjón geta gefið fé til kirkjunnar sem það giftir sig í. 8. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Ungur ferðamaður frá Kanada komst í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka á lóninu síðdegis í dag, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér. Leiðsögumaður sem varð vitni að athæfi mannsins segir að ferðamaðurinn hafi með þessu sett sjálfan sig í stórhættu.Rúv greindi fyrst fráen í samtali við Vísi segir Páll Jónsson, leiðsögumaður sem var við Jökulsárlón í dag og tók myndskeið af athæfi mannsins, að maðurinn hafi verið kominn töluvert langt út lónið. Fjöldi ferðamanna varð vitni að atvikinu.„Já, það var fólk þarna skelfingu lostið, aðrir leiðsögumenn og Íslendingar. Svo var hann þarna með þessa flottu „selfie-stöng“ og myndavél,“ segir Páll og bætir við að ferðamennirnir hafi klappað fyrir honum og ekki gert sér grein fyrir hættunni sem skapaðist.Rann til en náði að rétta sig afÁ myndbandi sem Páll tók og sjá má hér að ofan og neðan sést hvernig hann stekkur á milli ísjaka til þess að komast aftur í land. Segir Páll að ferðamaðurinn hafi farið lengra út á lónið en sést í myndböndunu. Í myndbandinu hér að neðan sést hvernig honum skrikar fótur og litlu megi muna að hann detti í lónið. Segir Páll að hefði það gerst hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum, enda Jökulsárlón jú jökulkalt, auk þess sem að ísinn var á töluverðri hreyfingu.„Þetta íshröngl þarna, þó að þetta séu engin ísbjörg, þá eru þetta flekar og sjórinn ýtir á þetta. Þetta kemur og þó að menn verði ekki að pönnuköku þá hefði hann getað beinbrotnað. Ef hann hefði dottið þarna niður á milli þá hefði það berið verið endirinn á þessu. Hann hefði ekki getað komið upp sjálfur. Það hefði enginn náð honum upp aftur.“ segir Páll.Sagðist vera „ís-sérfræðingur“ Þegar ferðamaðurinn komst í land labbaði hann fram hjá Páli sem ræddi stuttlega við hann og reyndi að útskýra fyrir honum hversu hættulegt athæfi hans hafi verið. Ferðamaðurinn afsakaði sig með því að segjast hafa mikla reynslu af ís frá Kanada. „Ég sagði við hann að hann væri heppnasti maðurinn í heiminum í dag. Hann skýrði það út fyrir mér að svo væri ekki þar sem hann væri frá Kanada. Hann væri vanur ís í Kanada. Ég sagði að það gæti vel verið að hann væri frá Kanada en að hann væri einnig mannlegur.“ Á svæðinu er viðvörunarskilti sem varar viðstadda við að fara út á ísilagt lónið. Reglulega koma þó upp atvik þar sem ferðamenn hunsa skiltið og fara út á ísinn. Eru dæmi þess að börn hafi farið eftirlitslaus út á ísinn.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögregla þurfti að reka ferðamenn af ísnum á Jökulsárlóni Fjöldi ferðamanna fór út á ísinn á Jökulsárlóni fyrr í dag. 26. nóvember 2017 18:34 Ferðamenn hættu sér út á ótryggan ís á Jökulsárlóni Telur lögreglan að það hefði geta reynst erfitt um vik með björgun ef einhver hefði farið ofan í lónið. 18. apríl 2016 11:22 Ferðamenn leggja mikið á sig fyrir hjónavígslur á Íslandi Árlega færist það í vöxt að erlendir ferðamenn kjósi að gifta sig hér á landi. Þá er náttúran í forgrunni og athafnir ýmist úti eða í kirkjum á fallegum stað. Hjón geta gefið fé til kirkjunnar sem það giftir sig í. 8. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Lögregla þurfti að reka ferðamenn af ísnum á Jökulsárlóni Fjöldi ferðamanna fór út á ísinn á Jökulsárlóni fyrr í dag. 26. nóvember 2017 18:34
Ferðamenn hættu sér út á ótryggan ís á Jökulsárlóni Telur lögreglan að það hefði geta reynst erfitt um vik með björgun ef einhver hefði farið ofan í lónið. 18. apríl 2016 11:22
Ferðamenn leggja mikið á sig fyrir hjónavígslur á Íslandi Árlega færist það í vöxt að erlendir ferðamenn kjósi að gifta sig hér á landi. Þá er náttúran í forgrunni og athafnir ýmist úti eða í kirkjum á fallegum stað. Hjón geta gefið fé til kirkjunnar sem það giftir sig í. 8. ágúst 2017 06:00