Tyrkir hafna boði Frakklandsforseta Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. mars 2018 10:01 Emmanuel Macron, forseti Frakklands. Vísir/Getty Tyrkir hafa hafnað boði Frakklandsforseta, Emmanuel Macron, um að hann hafi milligöngu um viðræður þeirra og hersveita Kúrda í Sýrlandi. Talsmaður tyrkneska forsetaembættisins sagði að frekar ætti að taka „skýra afstöðu gegn allri hryðjuverkastarfsemi.“ Í gær var tilkynnt um að Frakkar hyggist senda herlið til norður-Sýrlands til þess að hefta sókn Tyrkja gegn Kúrdum. Tyrkir hafa undanfarna mánuði sótt hart að Kúrdum við landamæri Sýrlands og Tyrklands. Þá lýsti Macron yfir stuðningi Frakka við SDF, hersveit Kúrda og Araba, og kvaðst vonast til þess að geta haft milligöngu um friðarviðræður milli Tyrkja og kúrdísku þjóðvarðarsveitarinnar YPG, sem er hluti af SDF. Tyrkir vilja meina að um sé að ræða hernaðararm Verkamannaflokks Kúrda en flokkurinn er skráður sem hryðjuverkasamtök í Tyrklandi. Ibrahim Kalin, talsmaður tyrkneska forsetaembættisins, hafnaði boði Macron um milligöngu og sagði Tyrki hafna öllum tillögum um viðræðum við hryðjuverkasamtök. Þá sagði hann að ríkisstjórnir landa, sem Tyrkir teldu vini sína og bandamenn, þyrftu að taka skýra afstöðu gegn allri hryðjuverkastarfsemi.1/Turkey's position on PKK/PYD/YPG, which seeks to legitimize itself as SDF, is perfectly clear. We reject as frivolous any efforts to suggest 'dialogue', 'contact' or 'mediation' between Turkey and those terrorist organizations.— Ibrahim Kalin (@ikalin1) March 30, 2018 2/Instead of taking steps which could be construed as legitimizing terrorist organizations, the countries we consider friends and allies must take a clear stand against all forms of terrorism. Different names and disguises cannot hide the true identity of terrorist organizations.— Ibrahim Kalin (@ikalin1) March 30, 2018 Macron fundaði með fulltrúum Kúrda í gær en hann hefur verið harðlega gagnrýndur heima fyrir vegna skorts á viðbrögðum við sókn Tyrkja inn í norður-Sýrland, en Frakkar hafa YPG og nú SDF í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS. Það hafa Bandaríkjamenn einnig gert. Sýrland Tengdar fréttir Frakkar senda herlið til að hefta sókn Tyrkja í Sýrlandi Frakkar hyggjast senda herlið til norður-Sýrlands til þess að hefta sókn Tyrkja gegn Kúrdum. 29. mars 2018 21:15 Fordæma árásir Tyrkja á Kúrda í Norður-Sýrlandi Píratar hvetja ríkisstjórnina til að taka undir fordæminguna. 22. mars 2018 19:23 Grísk samtök birta myndband af Hauki Hilmarssyni Gríski anarkistahópurinn RUIS hefur birt myndband af Hauki Hilmarssyni, sem talinn er hafa fallið í átökum í Afrin-héraði í Sýrlandi í lok febrúar. 29. mars 2018 16:04 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Tyrkir hafa hafnað boði Frakklandsforseta, Emmanuel Macron, um að hann hafi milligöngu um viðræður þeirra og hersveita Kúrda í Sýrlandi. Talsmaður tyrkneska forsetaembættisins sagði að frekar ætti að taka „skýra afstöðu gegn allri hryðjuverkastarfsemi.“ Í gær var tilkynnt um að Frakkar hyggist senda herlið til norður-Sýrlands til þess að hefta sókn Tyrkja gegn Kúrdum. Tyrkir hafa undanfarna mánuði sótt hart að Kúrdum við landamæri Sýrlands og Tyrklands. Þá lýsti Macron yfir stuðningi Frakka við SDF, hersveit Kúrda og Araba, og kvaðst vonast til þess að geta haft milligöngu um friðarviðræður milli Tyrkja og kúrdísku þjóðvarðarsveitarinnar YPG, sem er hluti af SDF. Tyrkir vilja meina að um sé að ræða hernaðararm Verkamannaflokks Kúrda en flokkurinn er skráður sem hryðjuverkasamtök í Tyrklandi. Ibrahim Kalin, talsmaður tyrkneska forsetaembættisins, hafnaði boði Macron um milligöngu og sagði Tyrki hafna öllum tillögum um viðræðum við hryðjuverkasamtök. Þá sagði hann að ríkisstjórnir landa, sem Tyrkir teldu vini sína og bandamenn, þyrftu að taka skýra afstöðu gegn allri hryðjuverkastarfsemi.1/Turkey's position on PKK/PYD/YPG, which seeks to legitimize itself as SDF, is perfectly clear. We reject as frivolous any efforts to suggest 'dialogue', 'contact' or 'mediation' between Turkey and those terrorist organizations.— Ibrahim Kalin (@ikalin1) March 30, 2018 2/Instead of taking steps which could be construed as legitimizing terrorist organizations, the countries we consider friends and allies must take a clear stand against all forms of terrorism. Different names and disguises cannot hide the true identity of terrorist organizations.— Ibrahim Kalin (@ikalin1) March 30, 2018 Macron fundaði með fulltrúum Kúrda í gær en hann hefur verið harðlega gagnrýndur heima fyrir vegna skorts á viðbrögðum við sókn Tyrkja inn í norður-Sýrland, en Frakkar hafa YPG og nú SDF í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS. Það hafa Bandaríkjamenn einnig gert.
Sýrland Tengdar fréttir Frakkar senda herlið til að hefta sókn Tyrkja í Sýrlandi Frakkar hyggjast senda herlið til norður-Sýrlands til þess að hefta sókn Tyrkja gegn Kúrdum. 29. mars 2018 21:15 Fordæma árásir Tyrkja á Kúrda í Norður-Sýrlandi Píratar hvetja ríkisstjórnina til að taka undir fordæminguna. 22. mars 2018 19:23 Grísk samtök birta myndband af Hauki Hilmarssyni Gríski anarkistahópurinn RUIS hefur birt myndband af Hauki Hilmarssyni, sem talinn er hafa fallið í átökum í Afrin-héraði í Sýrlandi í lok febrúar. 29. mars 2018 16:04 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Frakkar senda herlið til að hefta sókn Tyrkja í Sýrlandi Frakkar hyggjast senda herlið til norður-Sýrlands til þess að hefta sókn Tyrkja gegn Kúrdum. 29. mars 2018 21:15
Fordæma árásir Tyrkja á Kúrda í Norður-Sýrlandi Píratar hvetja ríkisstjórnina til að taka undir fordæminguna. 22. mars 2018 19:23
Grísk samtök birta myndband af Hauki Hilmarssyni Gríski anarkistahópurinn RUIS hefur birt myndband af Hauki Hilmarssyni, sem talinn er hafa fallið í átökum í Afrin-héraði í Sýrlandi í lok febrúar. 29. mars 2018 16:04