Brunavarnir Rangárþings og sjúkraflutningamenn á Suðurlandi fengu útkall klukkan 22:25 og sendu mikið björgunarlið á vettvang. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig send á staðinn auk björgunarsveita.

Hann segir björgunaraðgerðina hafa verið nokkuð flókna en kallað hafi verið til öll þau tæki sem hægt hafi verið að kalla til, t il þess að ná manninum undan en hann var með meðvitund alla tímann og furðu lítið slasaður, að sögn Leifs.
Til þess að lyfta gröfunni voru notaðir spilvírar af björgunarsveitarbílum sem komu á vettvang.
Alls tóku á bilinu 30-40 slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, björgunarsveitarmenn og lögreglumenn
þátt í aðgerðum en með samspili allra þessara aðila tókst björgunin vel.
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti svo manninn, eftir að hann náðist undan gröfunni, á slysadeild Landspítalans í Fossvogi til nánari skoðunar.
Tildrög slyssins eru ókunn og eru í rannsókn hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var verið að vinna með vélina á pallinum þegar slysið varð.
