Íslenski boltinn

Valur Lengjubikarmeistari

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sigurður Egill var funheitur í kvöld.
Sigurður Egill var funheitur í kvöld. vísir/andri marinó
Valur er Lengjubikarmeistari árið 2018 eftir 4-2 sigur á Grindavík í úrslitaleik Lengjubikarsins en spilað var á Eimskipsvellinum í Laugardal.

Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði, braut ísinn á 37. mínútu eftir hornspyrnu og Valur var mun sterkari aðilinn. Valsmenn skoruðu þá bara eitt mark í fyrri hálfleik.

Sigurður Egill Lárusson tvöfaldaði forystuna í upphafi síðari hálfleiks en Nemanja Latinovic minnkaði muninn fyrir Grindavík á 53. mínútu.

Guðjón Pétur Lýðsson skoraði þriðja mark Vals á 66. mínútu eftir undirbúning frá Sigurði Agli og títt nefndur Sigurður Egill kom Val í 4-1 á 74. mínútu en Gunnar Þorsteinsson minnkaði muninn áður yfir lauk. Lokatölur 4-2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×