Íslenski boltinn

FH semur við miðvörðinn Rennico

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rennico Clarke kominn í FH.
Rennico Clarke kominn í FH. vísir/skjáskot Twitter
FH hefur samið við miðvörðinn Rennico Clarke en hann semur við Hafnarfjarðarliðið til tveggja ára. Þetta staðfesti FH á Twitter en hann var á reynslu hjá félaginu á dögunum og lék meðal annars í æfingarleik gegn Breiðablik.

Rennico er 22 ára gamall miðvörður en hann hefur meðal annars verið á mála hjá Portland Timbers í MLS-deildinni en þar náði hann ekki að brjóta sér leið inn í aðalliðið.

Hann lék marga leiki með varaliði félagsins en hann hefur nú samið við FH sem hefur leitað að miðverði í allan vetur eftir að félagið missti Kassim Doumbia og Bergsvein Ólafsson. Kappinn á sex leiki fyrir U20 ára lið Jamaíku.

Liðinu hefur ekki gengið vel á undirbúningsmótum þennan veturinn en liðið mætir Grindavík í fyrsta leik sumarsins er liðið heimsækir þá grænklæddu í Grindavík í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×