Bubbi og Gylfi takast á um Séra Davíð Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2018 11:03 Meðan Gylfi finnur Séra Davíð flest til foráttu vill Bubbi koma presti til varnar. Kveðskapur Séra Davíðs Þórs Jónssonar, sóknarprests í Laugarneskirkju, sem væntanlegur er á plötu austfirsku pönkhljómsveitarinnar Austurvígstöðvarnar, ætla heldur betur að draga dilk á eftir sér. En, einkum er það kvæðið „Arnþrúður er full“ þar sem spjótum er beint að Arnþrúði Karlsdóttur og Útvarpi Sögu, sem ýfir öldur.Kæra á borði biskupsFyrir liggur að á annan tug kvartana vegna kvæðisins hafa borist Biskupsstofu auk kæru, að sögn Þorvaldar Víðissonar biskupsritara. „Biskup er þessa dagana að uppfylla rannsóknarskyldu sína samkvæmt stjórnsýslulögum, varðandi innkomið erindi er varðar séra Davíð Þór Jónsson sóknarprest í Laugarneskirkju og Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra. Í því ljósi verður síðan metið hvert framhald málsins verður,“ segir Þorvaldur. Víst er að kirkjunni er nokkur vandi á höndum.Frumstæð skrumskæld mynd af Séra DavíðDeilurnar hafa teygt anga sína inn í hið íslenska tónlistarlíf og takast þeir á um séra Davíð þeir Gylfi Ægisson og Bubbi Morthens.Hin frumstæða mynd Gylfa Ægissonar. Séra Satan Satan.Víst er að Gylfi, sem er mikill aðdáandi Útvarps Sögu og þeirra sjónarmiða sem þar hafa verið viðruð, sjónarmiða sem eru einmitt eitur í beinum Séra Davíðs Þórs og snúa að málefnum innflytjenda, er enginn aðdáandi prests nema síður sé. Hann, eða einhver vinur hans, hefur dundað sér við að skrumskæla mynd Vísis af Davíð á fremur frumstæðan hátt. Búið er að teikna tungu snáks í andlit Séra Davíðs, eiga við augu hans og setja á hann vígtennur. Auk þess er búið að skrifa inná myndina: „Séra Satan Satan“. Þessa mynd birtir Gylfi og segir: „Séra Satan í stuði plata á leiðinni“.Bubbi til varnarVinir Gylfi úthúða Séra Davíð með athugasemdum sem vart er hafandi eftir. Og bent á að bloggsíða Séra Davíðs heiti Silfurgeitin, en geitin sé einmitt merki Kölska. Nema, Bubbi Morthens hættir sér inná þennan vígvöll og reynir að verja Davíð með orðunum: „Davíð Þór Jónson er kjarkaður með hjartað á réttum stað og flottur Prestur“. Þessi orð Bubba hitta menn misvel fyrir, eftir því hvar þeir standa í þessari sérkennilegu deilu. Þannig er víst að hvergi nærri er fyrir endann á þessari deilu séð. Hins vegar hefur hún vakið athygli á fyrirhugaðri plötu Austurvígstöðvarinnar, en tekist hefur að safna fyrir upptökukostnaði á Karlolina Fund. Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Útvarp Satan mun koma út Austurvígstöðvunum tókst að safna fyrir upptökum. 6. apríl 2018 14:50 Hlustendur Útvarps Sögu vilja ekki reka séra Davíð Þór Niðurstöður skoðanakönnunar liggja fyrir. 13. mars 2018 12:30 „Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira
Kveðskapur Séra Davíðs Þórs Jónssonar, sóknarprests í Laugarneskirkju, sem væntanlegur er á plötu austfirsku pönkhljómsveitarinnar Austurvígstöðvarnar, ætla heldur betur að draga dilk á eftir sér. En, einkum er það kvæðið „Arnþrúður er full“ þar sem spjótum er beint að Arnþrúði Karlsdóttur og Útvarpi Sögu, sem ýfir öldur.Kæra á borði biskupsFyrir liggur að á annan tug kvartana vegna kvæðisins hafa borist Biskupsstofu auk kæru, að sögn Þorvaldar Víðissonar biskupsritara. „Biskup er þessa dagana að uppfylla rannsóknarskyldu sína samkvæmt stjórnsýslulögum, varðandi innkomið erindi er varðar séra Davíð Þór Jónsson sóknarprest í Laugarneskirkju og Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra. Í því ljósi verður síðan metið hvert framhald málsins verður,“ segir Þorvaldur. Víst er að kirkjunni er nokkur vandi á höndum.Frumstæð skrumskæld mynd af Séra DavíðDeilurnar hafa teygt anga sína inn í hið íslenska tónlistarlíf og takast þeir á um séra Davíð þeir Gylfi Ægisson og Bubbi Morthens.Hin frumstæða mynd Gylfa Ægissonar. Séra Satan Satan.Víst er að Gylfi, sem er mikill aðdáandi Útvarps Sögu og þeirra sjónarmiða sem þar hafa verið viðruð, sjónarmiða sem eru einmitt eitur í beinum Séra Davíðs Þórs og snúa að málefnum innflytjenda, er enginn aðdáandi prests nema síður sé. Hann, eða einhver vinur hans, hefur dundað sér við að skrumskæla mynd Vísis af Davíð á fremur frumstæðan hátt. Búið er að teikna tungu snáks í andlit Séra Davíðs, eiga við augu hans og setja á hann vígtennur. Auk þess er búið að skrifa inná myndina: „Séra Satan Satan“. Þessa mynd birtir Gylfi og segir: „Séra Satan í stuði plata á leiðinni“.Bubbi til varnarVinir Gylfi úthúða Séra Davíð með athugasemdum sem vart er hafandi eftir. Og bent á að bloggsíða Séra Davíðs heiti Silfurgeitin, en geitin sé einmitt merki Kölska. Nema, Bubbi Morthens hættir sér inná þennan vígvöll og reynir að verja Davíð með orðunum: „Davíð Þór Jónson er kjarkaður með hjartað á réttum stað og flottur Prestur“. Þessi orð Bubba hitta menn misvel fyrir, eftir því hvar þeir standa í þessari sérkennilegu deilu. Þannig er víst að hvergi nærri er fyrir endann á þessari deilu séð. Hins vegar hefur hún vakið athygli á fyrirhugaðri plötu Austurvígstöðvarinnar, en tekist hefur að safna fyrir upptökukostnaði á Karlolina Fund.
Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Útvarp Satan mun koma út Austurvígstöðvunum tókst að safna fyrir upptökum. 6. apríl 2018 14:50 Hlustendur Útvarps Sögu vilja ekki reka séra Davíð Þór Niðurstöður skoðanakönnunar liggja fyrir. 13. mars 2018 12:30 „Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira
Hlustendur Útvarps Sögu vilja ekki reka séra Davíð Þór Niðurstöður skoðanakönnunar liggja fyrir. 13. mars 2018 12:30
„Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09