Gerði Golden State greiða en var síðan sparkað rétt fyrir úrslitakeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2018 17:45 Omri Casspi. Vísir/Getty Ísraelsmaðurinn Omri Casspi dreymdi um að vinna NBA-titilinn með liði Golden State Warriors og síðsta haust fórnaði hann betri samningum frá liðum í NBA-deildinni í körfubolta til að komast þangað. Omri Casspi samdi við Golden State á „lágmarkslaunum“ þegar mun betri tilboð buðust frá öðrum félögum í NBA-deildinni. Hann gerði ríkjandi NBA-meisturum þann „greiða“ og sá fyrir möguleika á að vinna loksins NBA-titilinn. Forráðamenn Golden State Warriors fóru hinsvegar afar illa með Casspi. Það er ekki nóg með að félagið sagði upp samningnum við hann áður en tímabilinu lauk þá gerðu þeir það svo seint að Casspi má ekki spila með öðru félagi í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í ár.Very harsh numbers game catches up to Omri Casspi, who league sources say turned down more lucrative interest last summer from Brooklyn to go for a ring on a minimum deal in Golden State, only to be forced out when the Warriors had to manufacture a roster spot by Sunday for Cook — Marc Stein (@TheSteinLine) April 8, 2018 Golden State sagði upp samninginum við Omri Casspi viku fyrir úrslitakeppnina svo félagið gæti búið til pláss fyrir Quinn Cook í leikmannahópnum. Quinn Cook hefur verið að leysa af Steph Curry en Curry hefur verið mikið meiddur á þessu tímabili.Because he was not waived by March 1, Omri Casspi is ineligible to appear in the playoffs for any other team this season — Marc Stein (@TheSteinLine) April 8, 2018The Warriors, I'm told, badly wanted to avoid this outcome but also felt that they need to keep all of their bigs (Zaza, West, JaVale, Looney and Damion Jones) for the postseason grind to come — Marc Stein (@TheSteinLine) April 8, 2018 Omri Casspi spilaði 53 leiki með Golden State Warriors á leiktíðinni og var með 5,7 stig, 3,8 fráköst og 1,0 stoðsendingu að meðaltali í leik. Hann hitti líka úr 45,5 prósent þriggja stiga skota sinna. Besti leikur hans var í sigurleik á móti Phoenix Suns þar sem hann skorað 19 stig og tók 10 fráköst. NBA-deildin í dag er harður og miskunnarlaus viðskiptaheimur eins og sést vel á meðferð Golden State Warriors á þessum 29 ára gamla Ísraelsmanni sem mun nú líklega aldrei upplifa það að verða NBA-meistari í körfubolta. NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Ísraelsmaðurinn Omri Casspi dreymdi um að vinna NBA-titilinn með liði Golden State Warriors og síðsta haust fórnaði hann betri samningum frá liðum í NBA-deildinni í körfubolta til að komast þangað. Omri Casspi samdi við Golden State á „lágmarkslaunum“ þegar mun betri tilboð buðust frá öðrum félögum í NBA-deildinni. Hann gerði ríkjandi NBA-meisturum þann „greiða“ og sá fyrir möguleika á að vinna loksins NBA-titilinn. Forráðamenn Golden State Warriors fóru hinsvegar afar illa með Casspi. Það er ekki nóg með að félagið sagði upp samningnum við hann áður en tímabilinu lauk þá gerðu þeir það svo seint að Casspi má ekki spila með öðru félagi í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í ár.Very harsh numbers game catches up to Omri Casspi, who league sources say turned down more lucrative interest last summer from Brooklyn to go for a ring on a minimum deal in Golden State, only to be forced out when the Warriors had to manufacture a roster spot by Sunday for Cook — Marc Stein (@TheSteinLine) April 8, 2018 Golden State sagði upp samninginum við Omri Casspi viku fyrir úrslitakeppnina svo félagið gæti búið til pláss fyrir Quinn Cook í leikmannahópnum. Quinn Cook hefur verið að leysa af Steph Curry en Curry hefur verið mikið meiddur á þessu tímabili.Because he was not waived by March 1, Omri Casspi is ineligible to appear in the playoffs for any other team this season — Marc Stein (@TheSteinLine) April 8, 2018The Warriors, I'm told, badly wanted to avoid this outcome but also felt that they need to keep all of their bigs (Zaza, West, JaVale, Looney and Damion Jones) for the postseason grind to come — Marc Stein (@TheSteinLine) April 8, 2018 Omri Casspi spilaði 53 leiki með Golden State Warriors á leiktíðinni og var með 5,7 stig, 3,8 fráköst og 1,0 stoðsendingu að meðaltali í leik. Hann hitti líka úr 45,5 prósent þriggja stiga skota sinna. Besti leikur hans var í sigurleik á móti Phoenix Suns þar sem hann skorað 19 stig og tók 10 fráköst. NBA-deildin í dag er harður og miskunnarlaus viðskiptaheimur eins og sést vel á meðferð Golden State Warriors á þessum 29 ára gamla Ísraelsmanni sem mun nú líklega aldrei upplifa það að verða NBA-meistari í körfubolta.
NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira