Aron Einar sagður geta valið úr tilboðum frá fjórum löndum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2018 09:00 Aron Einar Gunnarsson. Vísir/Getty Samningur Arons Einars Gunnarssonar landsliðsfyrirliða hjá Cardiff City rennur út í sumar og Aron hefur ekki viljað skrifað undir nýjan samning við velska liðið. Það streyma nefnilega til hans tilboðin samkvæmt fréttum í enskum fjölmiðlum. Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff, er sagður hafa miklar áhyggjur af því að missa Aron Einar í sumar en íslenski miðjumaðurinn hafnaði samningi við velska félagið og ætlaði að sjá frekar til hvað væri í boði í sumar. Aron Einar er á leiðinni með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi og þar fær hann stóran glugga til að sýna sig og sanna. Samkvæmt frétt í The Sun er fyrirliði íslenska landsliðsins með tilboð frá fjórum tyrkneskum félögum og þá er líka skrifað þar að búist er við því að lið í Grikklandi, Króatíu og bandarísku MLS-deildinni munu einnig bjóða Aroni Einari samning.Cardiff boss Neil Warnock sweating on Aron Gunnarsson’s future… as four Turkish clubs eye up free transfer NEIL WARNOCK is sweating on Aron Gunnarssons future with Besiktas among the clubs looking to... https://t.co/d9cFRYQNQepic.twitter.com/rY8GJby3JS — Networkofnews UK (@NetworkofnewsUK) April 8, 2018 Aron Einar Gunnarsson er kominn aftur af stað eftir að hafa farið í aðgerða á ökkla í desember en Cardiff liðið er í baráttu um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Aron Einar er sagður vilja fá 40 þúsund pund í vikulaun komist Cardiff upp í deild þeirra bestu en það eru 5,6 milljónir íslenskra króna. Tyrkneska félagið Besiktas er sagt vera tilbúið að bjóða okkar manni slíkan samning en dæmi um önnur áhugasöm félög eru AEK and Olympiacos frá Grikklandi og króatíska félagið Dinamo Zagreb. Bandaríska deildin gæti heillað en eftir EM í Frakklandi 2016 þá var Aron Einar stærri stjarna í Bandaríkjunum en Gylfi Þór Sigurðsson. Víkingurinn vígalegi sem stjórnaði víkingaklappinu fór ekki framhjá Bandaríkjamönnum. Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Samningur Arons Einars Gunnarssonar landsliðsfyrirliða hjá Cardiff City rennur út í sumar og Aron hefur ekki viljað skrifað undir nýjan samning við velska liðið. Það streyma nefnilega til hans tilboðin samkvæmt fréttum í enskum fjölmiðlum. Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff, er sagður hafa miklar áhyggjur af því að missa Aron Einar í sumar en íslenski miðjumaðurinn hafnaði samningi við velska félagið og ætlaði að sjá frekar til hvað væri í boði í sumar. Aron Einar er á leiðinni með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi og þar fær hann stóran glugga til að sýna sig og sanna. Samkvæmt frétt í The Sun er fyrirliði íslenska landsliðsins með tilboð frá fjórum tyrkneskum félögum og þá er líka skrifað þar að búist er við því að lið í Grikklandi, Króatíu og bandarísku MLS-deildinni munu einnig bjóða Aroni Einari samning.Cardiff boss Neil Warnock sweating on Aron Gunnarsson’s future… as four Turkish clubs eye up free transfer NEIL WARNOCK is sweating on Aron Gunnarssons future with Besiktas among the clubs looking to... https://t.co/d9cFRYQNQepic.twitter.com/rY8GJby3JS — Networkofnews UK (@NetworkofnewsUK) April 8, 2018 Aron Einar Gunnarsson er kominn aftur af stað eftir að hafa farið í aðgerða á ökkla í desember en Cardiff liðið er í baráttu um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Aron Einar er sagður vilja fá 40 þúsund pund í vikulaun komist Cardiff upp í deild þeirra bestu en það eru 5,6 milljónir íslenskra króna. Tyrkneska félagið Besiktas er sagt vera tilbúið að bjóða okkar manni slíkan samning en dæmi um önnur áhugasöm félög eru AEK and Olympiacos frá Grikklandi og króatíska félagið Dinamo Zagreb. Bandaríska deildin gæti heillað en eftir EM í Frakklandi 2016 þá var Aron Einar stærri stjarna í Bandaríkjunum en Gylfi Þór Sigurðsson. Víkingurinn vígalegi sem stjórnaði víkingaklappinu fór ekki framhjá Bandaríkjamönnum.
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira