Telja árásina ekki hafa verið hryðjuverk Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. apríl 2018 06:00 Eldri konur í Japan eru oft einmana og sækja því í fangelsisvist. Vísir/EPA Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa ekið vöruflutningabíl á hóp fólks í borginni Münster í Þýskalandi á laugardaginn er talinn hafa verið einn að verki. Maðurinn er sagður hafa átt við geðræn vandamál að stríða. Þýsk yfirvöld hafa leitað á fjórum heimilum sem tengjast hinum grunaða og segjast ekki hafa fundið neinar vísbendingar um að maðurinn tengist pólitískum öfgahópum. Tveir létust þegar maðurinn ók bílnum að veitingastað í borginni á laugardaginn. Maðurinn, sem er 48 ára gamall, skaut sjálfan sig til bana eftir að hann hafði ekið á fólkið. Þýska lögreglan segist hafa þekkt til mannsins, sem kallaður er Jens R í þýskum fjölmiðlum. Árið 2015 og 2016 hafði hann sætt ásökunum um eignaspjöll og að hafa í hótunum. Sakarefni voru hins vegar látin niður falla. Þau sem létust í árásinni voru 51 árs gömul kona og 65 ára gamall karlmaður. Um 20 aðrir særðust í árásinni. „Það er ekkert sem bendir til þess að árásin hafi verið gerð af einhverjum pólitískum hvötum,“ segir Elke Adomeit saksóknari hjá lögreglunni. Sjónarvottar segja að bílnum, sem var grár Volkswagen, hafi verið ekið á töluverðum hraða á torginu fyrir framan veitingastaðinn. Hann ók síðan á fólk sem sat fyrir utan veitingastaðinn.Allur akstur bannaður Ljósmyndir frá vettvangi benda til þess að borð og stólar hafi kastast til þegar bíllinn rakst á þau. Starfsmaður á veitingastaðnum sagði að gestir þar hefðu öskrað af skelfingu. Einn þeirra sem komu á vettvang eftir atburðinn sagði við BBC að ökumaðurinn hlyti að hafa haft þann ásetning að ráðast á fólkið þar sem öll bílaumferð á svæðinu er bönnuð. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í yfirlýsingu að sér væri brugðið vegna atburðanna. „Það er verið að gera allt til þess að fá staðreyndir málsins á hreint og styðja við þolendur og aðstandendur þeirra,“ sagði Merkel. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði á Twitter að Frakkar fyndu til með Þjóðverjum vegna atburðarins. Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Þrír látnir eftir árás í Þýskalandi Árásarmaðurinn ók á hóp sitjandi fólks og svipti sig svo lífi með skotvopni. 7. apríl 2018 19:45 Lögreglan leitar að tilefni árásarinnar Lögreglan í Þýskalandi rannsakar nú af hverju hinn 48 ára gamli Jens R., ók VW smávagni sínum inn í hóp fólks sem sat fyrir utan veitingastaðinn Grosser Kiepenkerl í Münster í dag. 7. apríl 2018 22:00 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira
Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa ekið vöruflutningabíl á hóp fólks í borginni Münster í Þýskalandi á laugardaginn er talinn hafa verið einn að verki. Maðurinn er sagður hafa átt við geðræn vandamál að stríða. Þýsk yfirvöld hafa leitað á fjórum heimilum sem tengjast hinum grunaða og segjast ekki hafa fundið neinar vísbendingar um að maðurinn tengist pólitískum öfgahópum. Tveir létust þegar maðurinn ók bílnum að veitingastað í borginni á laugardaginn. Maðurinn, sem er 48 ára gamall, skaut sjálfan sig til bana eftir að hann hafði ekið á fólkið. Þýska lögreglan segist hafa þekkt til mannsins, sem kallaður er Jens R í þýskum fjölmiðlum. Árið 2015 og 2016 hafði hann sætt ásökunum um eignaspjöll og að hafa í hótunum. Sakarefni voru hins vegar látin niður falla. Þau sem létust í árásinni voru 51 árs gömul kona og 65 ára gamall karlmaður. Um 20 aðrir særðust í árásinni. „Það er ekkert sem bendir til þess að árásin hafi verið gerð af einhverjum pólitískum hvötum,“ segir Elke Adomeit saksóknari hjá lögreglunni. Sjónarvottar segja að bílnum, sem var grár Volkswagen, hafi verið ekið á töluverðum hraða á torginu fyrir framan veitingastaðinn. Hann ók síðan á fólk sem sat fyrir utan veitingastaðinn.Allur akstur bannaður Ljósmyndir frá vettvangi benda til þess að borð og stólar hafi kastast til þegar bíllinn rakst á þau. Starfsmaður á veitingastaðnum sagði að gestir þar hefðu öskrað af skelfingu. Einn þeirra sem komu á vettvang eftir atburðinn sagði við BBC að ökumaðurinn hlyti að hafa haft þann ásetning að ráðast á fólkið þar sem öll bílaumferð á svæðinu er bönnuð. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í yfirlýsingu að sér væri brugðið vegna atburðanna. „Það er verið að gera allt til þess að fá staðreyndir málsins á hreint og styðja við þolendur og aðstandendur þeirra,“ sagði Merkel. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði á Twitter að Frakkar fyndu til með Þjóðverjum vegna atburðarins.
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Þrír látnir eftir árás í Þýskalandi Árásarmaðurinn ók á hóp sitjandi fólks og svipti sig svo lífi með skotvopni. 7. apríl 2018 19:45 Lögreglan leitar að tilefni árásarinnar Lögreglan í Þýskalandi rannsakar nú af hverju hinn 48 ára gamli Jens R., ók VW smávagni sínum inn í hóp fólks sem sat fyrir utan veitingastaðinn Grosser Kiepenkerl í Münster í dag. 7. apríl 2018 22:00 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira
Þrír látnir eftir árás í Þýskalandi Árásarmaðurinn ók á hóp sitjandi fólks og svipti sig svo lífi með skotvopni. 7. apríl 2018 19:45
Lögreglan leitar að tilefni árásarinnar Lögreglan í Þýskalandi rannsakar nú af hverju hinn 48 ára gamli Jens R., ók VW smávagni sínum inn í hóp fólks sem sat fyrir utan veitingastaðinn Grosser Kiepenkerl í Münster í dag. 7. apríl 2018 22:00