Dansparið Sölvi Tryggvason og Ástrós Traustadóttir eru úr leik í skemmtiþættinum Allir geta dansað.
Í þætti kvöldsins dönsuðu þau Vínarvals við lagið Iris með hljómsveitinni Goo Goo Dolls. Sölvi og Ástrós hlutu minnsta stigafjölda.
Ebba Guðný Guðmundsdóttir og Javi Valiño voru aftur á móti stigahæst en þau dönsuðu foxtrott við lagið Whatever it Takes með Imagine Dragon.
Í þáttunum Allir geta dansað keppa tíu þjóðþekktir Íslendingar í dansi en þeir dansa við tíu fagdansara og stendur eitt par uppi sem sigurvegari.
