Hér sjá róbótar um að gefa kúnum, mjólka þær og hreinsa undan þeim Kristján Már Unnarsson skrifar 8. apríl 2018 21:00 Sigurður Baldursson í nýja fjósinu á Páfastöðum. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Nýjasta fjós Skagafjarðar kostaði yfir tvöhundruð milljónir króna og gæti verið það fullkomnasta á landinu. Róbótar sjá um að gefa kúnum, mjólka þær og moka flórinn, og felst starf bóndast núna aðallega í því að fylgjast með því að allt gangi vel. Rætt var við Sigurð Baldursson, bónda á Páfastöðum, í fréttum Stöðvar 2. Kúabændur í Skagafirði eru um fimmtíu talsins. Um tuttugu þeirra standa nú í fjósbyggingum, eru að undirbúa slíkt, eða nýbúnir að reisa fjós. Þeirra á meðal er bóndinn á Páfastöðum. Kunnugir telja að þar sé fullkomnasta fjós Skagafjarðar og jafnvel á öllu landinu.Þessi róbót ekur um fjósið og skammtar fóðrið í kýrnar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Það er ekki nýtt að róbótar sjái um að mjólka kýrnar. Hér hafa vélmenni leyst mannshöndina af við öll helstu erfiðisverk. Þannig sér róbót um heygjöfina. Bóndinn hefði annars þurft að moka sjálfur tveimur tonnum af heyi í kýrnar á hverjum degi. Hann þarf heldur ekki að moka flórinn lengur. Sérstakur róbót sér um að halda fjósinu snyrtilegu. En þetta kostar sitt; 230 milljónir króna kostaði nýju fjósið á Páfastöðum með öllu, segir bóndinn. Hugmyndafræðin er að kúnum líði vel í fjósinu, þannig mjólka þær líka meira, segir hann. Frá Páfastöðum í Skagafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bylgja fjósbygginga gengur nú yfir héraðið. „Það var kominn líka tími á endurnýjun. Við vorum með gömul fjós. Eins og hérna. Þetta voru 30-40-50 ára gömul fjós og það var kominn tími á endurnýjun. Ef maður ætlar að vera í þessu þá þarf maður að endurnýja framleiðsluaðstöðuna, eins og allt annað,” segir bóndinn. Við fjöllum nánar um þetta veglega fjós í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 klukkan 19.25 annaðkvöld, mánudagskvöld. Hér má sjá myndir úr nýja fjósinu og viðtal við Sigurð bónda: Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Áburðarflutningar boða vorkomuna í Skagafirði Bændur eru farnir að huga að vorverkunum. Einn af vorboðunum til sveita eru áburðarflutningar til bænda, sem nú eru hafnir. 23. mars 2018 20:30 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Nýjasta fjós Skagafjarðar kostaði yfir tvöhundruð milljónir króna og gæti verið það fullkomnasta á landinu. Róbótar sjá um að gefa kúnum, mjólka þær og moka flórinn, og felst starf bóndast núna aðallega í því að fylgjast með því að allt gangi vel. Rætt var við Sigurð Baldursson, bónda á Páfastöðum, í fréttum Stöðvar 2. Kúabændur í Skagafirði eru um fimmtíu talsins. Um tuttugu þeirra standa nú í fjósbyggingum, eru að undirbúa slíkt, eða nýbúnir að reisa fjós. Þeirra á meðal er bóndinn á Páfastöðum. Kunnugir telja að þar sé fullkomnasta fjós Skagafjarðar og jafnvel á öllu landinu.Þessi róbót ekur um fjósið og skammtar fóðrið í kýrnar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Það er ekki nýtt að róbótar sjái um að mjólka kýrnar. Hér hafa vélmenni leyst mannshöndina af við öll helstu erfiðisverk. Þannig sér róbót um heygjöfina. Bóndinn hefði annars þurft að moka sjálfur tveimur tonnum af heyi í kýrnar á hverjum degi. Hann þarf heldur ekki að moka flórinn lengur. Sérstakur róbót sér um að halda fjósinu snyrtilegu. En þetta kostar sitt; 230 milljónir króna kostaði nýju fjósið á Páfastöðum með öllu, segir bóndinn. Hugmyndafræðin er að kúnum líði vel í fjósinu, þannig mjólka þær líka meira, segir hann. Frá Páfastöðum í Skagafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bylgja fjósbygginga gengur nú yfir héraðið. „Það var kominn líka tími á endurnýjun. Við vorum með gömul fjós. Eins og hérna. Þetta voru 30-40-50 ára gömul fjós og það var kominn tími á endurnýjun. Ef maður ætlar að vera í þessu þá þarf maður að endurnýja framleiðsluaðstöðuna, eins og allt annað,” segir bóndinn. Við fjöllum nánar um þetta veglega fjós í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 klukkan 19.25 annaðkvöld, mánudagskvöld. Hér má sjá myndir úr nýja fjósinu og viðtal við Sigurð bónda:
Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Áburðarflutningar boða vorkomuna í Skagafirði Bændur eru farnir að huga að vorverkunum. Einn af vorboðunum til sveita eru áburðarflutningar til bænda, sem nú eru hafnir. 23. mars 2018 20:30 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Áburðarflutningar boða vorkomuna í Skagafirði Bændur eru farnir að huga að vorverkunum. Einn af vorboðunum til sveita eru áburðarflutningar til bænda, sem nú eru hafnir. 23. mars 2018 20:30