Segir það galið að gefa eftir tekjustofna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. apríl 2018 16:54 Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar segir að ríkisstjórnin hefði þurft að forgangsraða betur. Vísir/ernir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir ríkisstjórnina hafa gleymt hópum eins og ungum foreldrum, öldruðum og öryrkjum þegar hún ráðstafaði fjármunum þjóðarinnar í fjármálaáætlun til næstu fimm ára. „Þeir [hóparnir] eru alveg gleymdir í þessu plaggi og það er það sem við erum að gagnrýna; í fyrsta lagi að það sé ekki aflað tekna til að ráðast í þær nauðsynlegu framkvæmdir og aðgerðir sem þarf að fara í og öðru lagi er forgangsröðunin ekki í þágu þeirra sem mest þurfa á að halda í dag,“ segir Logi. Logi var, auk Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra, og Þorsteins Víglundssonar, varaformanns Viðreisnar, gestur Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni. Nýkynnt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára rædd í þaula. Þingmennirnir höfðu skiptar skoðanir á ágæti hennar. Logi vekur athygli á hópum sem bera skarðan hlut frá borði. „Við erum með fimmtíu prósent allra launamanna sem eru undir sex hundruð þúsund krónum á mánuði, við erum með þrettán, fjórtán, prósent sem eru með undir þrjú hundruð þúsund krónum á mánuði,“ sagði Logi sem var þess fullviss að þingmennirnir sem sátu við hlið væru ekki færir um að lifa á þrjú hundruð þúsund krónum á mánuði. „Við erum að horfa upp á harðduglegar, venjulegar fjölskyldur, venjulegt fólk sem er í tveimur, til þremur vinnum til að reyna að ná endum saman. Þetta fólk má ekki við minnstu áföllum að þá lendir það inn í vítahring og á endanum jafnvel í ógöngum. Það er galið í rauninni að gefa eftir tekjustofna núna með þeim hætti sem er verið að gera,“ segir Logi sem hefði heldur kosið að fjármunum hefði verið ráðstafað með þeim hætti að að hækka barna-og/eða vaxtabætur, grunnlífeyri aldraða og öryrkja.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni. Víglínan Tengdar fréttir Segir fjármálaáætlunina með öllu óraunhæfa Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, var afar gagnrýninn á fjármálaáætlunar næstu fimm ára. 7. apríl 2018 15:02 Öryrkjar segja fjármálaáætlun ávísun á fátækt og eymd Þuríður Harpa segir nýja fjármálaáætlun halda við og búa til félagsleg vandamál. 5. apríl 2018 10:44 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir ríkisstjórnina hafa gleymt hópum eins og ungum foreldrum, öldruðum og öryrkjum þegar hún ráðstafaði fjármunum þjóðarinnar í fjármálaáætlun til næstu fimm ára. „Þeir [hóparnir] eru alveg gleymdir í þessu plaggi og það er það sem við erum að gagnrýna; í fyrsta lagi að það sé ekki aflað tekna til að ráðast í þær nauðsynlegu framkvæmdir og aðgerðir sem þarf að fara í og öðru lagi er forgangsröðunin ekki í þágu þeirra sem mest þurfa á að halda í dag,“ segir Logi. Logi var, auk Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra, og Þorsteins Víglundssonar, varaformanns Viðreisnar, gestur Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni. Nýkynnt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára rædd í þaula. Þingmennirnir höfðu skiptar skoðanir á ágæti hennar. Logi vekur athygli á hópum sem bera skarðan hlut frá borði. „Við erum með fimmtíu prósent allra launamanna sem eru undir sex hundruð þúsund krónum á mánuði, við erum með þrettán, fjórtán, prósent sem eru með undir þrjú hundruð þúsund krónum á mánuði,“ sagði Logi sem var þess fullviss að þingmennirnir sem sátu við hlið væru ekki færir um að lifa á þrjú hundruð þúsund krónum á mánuði. „Við erum að horfa upp á harðduglegar, venjulegar fjölskyldur, venjulegt fólk sem er í tveimur, til þremur vinnum til að reyna að ná endum saman. Þetta fólk má ekki við minnstu áföllum að þá lendir það inn í vítahring og á endanum jafnvel í ógöngum. Það er galið í rauninni að gefa eftir tekjustofna núna með þeim hætti sem er verið að gera,“ segir Logi sem hefði heldur kosið að fjármunum hefði verið ráðstafað með þeim hætti að að hækka barna-og/eða vaxtabætur, grunnlífeyri aldraða og öryrkja.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni.
Víglínan Tengdar fréttir Segir fjármálaáætlunina með öllu óraunhæfa Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, var afar gagnrýninn á fjármálaáætlunar næstu fimm ára. 7. apríl 2018 15:02 Öryrkjar segja fjármálaáætlun ávísun á fátækt og eymd Þuríður Harpa segir nýja fjármálaáætlun halda við og búa til félagsleg vandamál. 5. apríl 2018 10:44 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Segir fjármálaáætlunina með öllu óraunhæfa Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, var afar gagnrýninn á fjármálaáætlunar næstu fimm ára. 7. apríl 2018 15:02
Öryrkjar segja fjármálaáætlun ávísun á fátækt og eymd Þuríður Harpa segir nýja fjármálaáætlun halda við og búa til félagsleg vandamál. 5. apríl 2018 10:44