Segir það galið að gefa eftir tekjustofna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. apríl 2018 16:54 Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar segir að ríkisstjórnin hefði þurft að forgangsraða betur. Vísir/ernir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir ríkisstjórnina hafa gleymt hópum eins og ungum foreldrum, öldruðum og öryrkjum þegar hún ráðstafaði fjármunum þjóðarinnar í fjármálaáætlun til næstu fimm ára. „Þeir [hóparnir] eru alveg gleymdir í þessu plaggi og það er það sem við erum að gagnrýna; í fyrsta lagi að það sé ekki aflað tekna til að ráðast í þær nauðsynlegu framkvæmdir og aðgerðir sem þarf að fara í og öðru lagi er forgangsröðunin ekki í þágu þeirra sem mest þurfa á að halda í dag,“ segir Logi. Logi var, auk Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra, og Þorsteins Víglundssonar, varaformanns Viðreisnar, gestur Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni. Nýkynnt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára rædd í þaula. Þingmennirnir höfðu skiptar skoðanir á ágæti hennar. Logi vekur athygli á hópum sem bera skarðan hlut frá borði. „Við erum með fimmtíu prósent allra launamanna sem eru undir sex hundruð þúsund krónum á mánuði, við erum með þrettán, fjórtán, prósent sem eru með undir þrjú hundruð þúsund krónum á mánuði,“ sagði Logi sem var þess fullviss að þingmennirnir sem sátu við hlið væru ekki færir um að lifa á þrjú hundruð þúsund krónum á mánuði. „Við erum að horfa upp á harðduglegar, venjulegar fjölskyldur, venjulegt fólk sem er í tveimur, til þremur vinnum til að reyna að ná endum saman. Þetta fólk má ekki við minnstu áföllum að þá lendir það inn í vítahring og á endanum jafnvel í ógöngum. Það er galið í rauninni að gefa eftir tekjustofna núna með þeim hætti sem er verið að gera,“ segir Logi sem hefði heldur kosið að fjármunum hefði verið ráðstafað með þeim hætti að að hækka barna-og/eða vaxtabætur, grunnlífeyri aldraða og öryrkja.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni. Víglínan Tengdar fréttir Segir fjármálaáætlunina með öllu óraunhæfa Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, var afar gagnrýninn á fjármálaáætlunar næstu fimm ára. 7. apríl 2018 15:02 Öryrkjar segja fjármálaáætlun ávísun á fátækt og eymd Þuríður Harpa segir nýja fjármálaáætlun halda við og búa til félagsleg vandamál. 5. apríl 2018 10:44 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir ríkisstjórnina hafa gleymt hópum eins og ungum foreldrum, öldruðum og öryrkjum þegar hún ráðstafaði fjármunum þjóðarinnar í fjármálaáætlun til næstu fimm ára. „Þeir [hóparnir] eru alveg gleymdir í þessu plaggi og það er það sem við erum að gagnrýna; í fyrsta lagi að það sé ekki aflað tekna til að ráðast í þær nauðsynlegu framkvæmdir og aðgerðir sem þarf að fara í og öðru lagi er forgangsröðunin ekki í þágu þeirra sem mest þurfa á að halda í dag,“ segir Logi. Logi var, auk Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra, og Þorsteins Víglundssonar, varaformanns Viðreisnar, gestur Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni. Nýkynnt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára rædd í þaula. Þingmennirnir höfðu skiptar skoðanir á ágæti hennar. Logi vekur athygli á hópum sem bera skarðan hlut frá borði. „Við erum með fimmtíu prósent allra launamanna sem eru undir sex hundruð þúsund krónum á mánuði, við erum með þrettán, fjórtán, prósent sem eru með undir þrjú hundruð þúsund krónum á mánuði,“ sagði Logi sem var þess fullviss að þingmennirnir sem sátu við hlið væru ekki færir um að lifa á þrjú hundruð þúsund krónum á mánuði. „Við erum að horfa upp á harðduglegar, venjulegar fjölskyldur, venjulegt fólk sem er í tveimur, til þremur vinnum til að reyna að ná endum saman. Þetta fólk má ekki við minnstu áföllum að þá lendir það inn í vítahring og á endanum jafnvel í ógöngum. Það er galið í rauninni að gefa eftir tekjustofna núna með þeim hætti sem er verið að gera,“ segir Logi sem hefði heldur kosið að fjármunum hefði verið ráðstafað með þeim hætti að að hækka barna-og/eða vaxtabætur, grunnlífeyri aldraða og öryrkja.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni.
Víglínan Tengdar fréttir Segir fjármálaáætlunina með öllu óraunhæfa Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, var afar gagnrýninn á fjármálaáætlunar næstu fimm ára. 7. apríl 2018 15:02 Öryrkjar segja fjármálaáætlun ávísun á fátækt og eymd Þuríður Harpa segir nýja fjármálaáætlun halda við og búa til félagsleg vandamál. 5. apríl 2018 10:44 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Segir fjármálaáætlunina með öllu óraunhæfa Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, var afar gagnrýninn á fjármálaáætlunar næstu fimm ára. 7. apríl 2018 15:02
Öryrkjar segja fjármálaáætlun ávísun á fátækt og eymd Þuríður Harpa segir nýja fjármálaáætlun halda við og búa til félagsleg vandamál. 5. apríl 2018 10:44