Segir fjármálaáætlunina með öllu óraunhæfa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. apríl 2018 15:02 Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, var afar gagnrýninn á fjármálaáætlunar næstu fimm ára. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, telur fjármálaáætlunina sem kynnt var á miðvikudag, vera óraunhæfa. Sjálfur hefði hann helst kosið að halda skattstiginu óbreyttu á meðan unnið væri að því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. „Hún [fjármálaáætlunin] gerir ráð fyrir fordæmalausum vexti í ríkisútgjöldum á sama tíma og menn ætli að lækka skatta,“ segir Þorsteinn. Hann telur augljósan sannleik að grípa þurfi til skattahækkana til þess að standa undir vexti í ríkisútgjöldum. Þorsteinn tekur mið af fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar meðal annars í útgjaldaaukningu til heilbrigðismála þegar hann segir: „Ríkissjóður ekki geta staðið undir þessum loforðum nema kannski í besta falli í eitt tvö ár fram í tímann og svo mun það bresta og ætla síðan að lækka skatta ofan í þetta er algjörlega óraunhæft.“ Um fjármálaáætlunina hefur Þorsteinn orðið „draumsýn“ og segir að verið sé að tæma sparibaukinn. „Það er verið að eyða öllu lausafé sem finnst. Það er verið að taka arðgreiðslur út úr bönkunum aukalega og setja það inn í rekstur. Það var dálítið táknrænt að forsætisráðherra gæfi seðlabankastjóra sparibauk á ársfundi seðlabankans því það er kannski það sem þessi ríkisstjórn er að gera, hún er að hrista þennan sparibauk algjörlega galtóman og hún mun ekki getað staðið undir þessum útgjaldaloforðum.“ Þorsteinn Víglundsson var einn gesta Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni í hádeginu en til umfjöllunar var fjármálaáætlun næstu fimm ára en stærstu útgjaldaliðir snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni. Víglínan Tengdar fréttir Öryrkjar segja fjármálaáætlun ávísun á fátækt og eymd Þuríður Harpa segir nýja fjármálaáætlun halda við og búa til félagsleg vandamál. 5. apríl 2018 10:44 Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. 4. apríl 2018 18:09 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, telur fjármálaáætlunina sem kynnt var á miðvikudag, vera óraunhæfa. Sjálfur hefði hann helst kosið að halda skattstiginu óbreyttu á meðan unnið væri að því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. „Hún [fjármálaáætlunin] gerir ráð fyrir fordæmalausum vexti í ríkisútgjöldum á sama tíma og menn ætli að lækka skatta,“ segir Þorsteinn. Hann telur augljósan sannleik að grípa þurfi til skattahækkana til þess að standa undir vexti í ríkisútgjöldum. Þorsteinn tekur mið af fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar meðal annars í útgjaldaaukningu til heilbrigðismála þegar hann segir: „Ríkissjóður ekki geta staðið undir þessum loforðum nema kannski í besta falli í eitt tvö ár fram í tímann og svo mun það bresta og ætla síðan að lækka skatta ofan í þetta er algjörlega óraunhæft.“ Um fjármálaáætlunina hefur Þorsteinn orðið „draumsýn“ og segir að verið sé að tæma sparibaukinn. „Það er verið að eyða öllu lausafé sem finnst. Það er verið að taka arðgreiðslur út úr bönkunum aukalega og setja það inn í rekstur. Það var dálítið táknrænt að forsætisráðherra gæfi seðlabankastjóra sparibauk á ársfundi seðlabankans því það er kannski það sem þessi ríkisstjórn er að gera, hún er að hrista þennan sparibauk algjörlega galtóman og hún mun ekki getað staðið undir þessum útgjaldaloforðum.“ Þorsteinn Víglundsson var einn gesta Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni í hádeginu en til umfjöllunar var fjármálaáætlun næstu fimm ára en stærstu útgjaldaliðir snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni.
Víglínan Tengdar fréttir Öryrkjar segja fjármálaáætlun ávísun á fátækt og eymd Þuríður Harpa segir nýja fjármálaáætlun halda við og búa til félagsleg vandamál. 5. apríl 2018 10:44 Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. 4. apríl 2018 18:09 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Öryrkjar segja fjármálaáætlun ávísun á fátækt og eymd Þuríður Harpa segir nýja fjármálaáætlun halda við og búa til félagsleg vandamál. 5. apríl 2018 10:44
Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. 4. apríl 2018 18:09