Skyndilausnir.is Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 7. apríl 2018 15:00 Við Íslendingar elskum einfaldar og fljótlegar lausnir. Okkur er næstum því sama hvert vandamálið er. Ef ekki er til einföld og fljótleg lausn þá fyllumst við gjarnan leiða og áhugaleysi. Best er þegar við getum einfaldað málið niður í rifrildi um peninga. Hversu oft höfum við ekki heyrt að hinu og þessu megi bjarga ef við bara setjum meiri peninga í málið. Umræðan um læsi grunnskólabarna er þessu marki brennd. Öðru hvoru koma í fjölmiðla íbyggnar persónur sem hafa einfalda lausn á lestrarvandamálinu. Það vantar bara peninga, einkum er nefnt að það vanti peninga í skólabókasöfn og síðan vantar peninga þannig að rithöfundarnir okkar skrifi fleiri bækur fyrir börn. Sjálfsagt er það rétt að sveitarfélögin mega setja meiri peninga í skólabókasöfn og það á að styðja við rithöfunda til að þeir skrifi fleiri og betri barnabækur. En því miður er þessi einfalda íslenska lausn ekki lausn á lestrarvanda íslenskra barna. Ástæðan er sú að lestrarvandinn er strákavandi. Um þriðjungur drengja getur ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla, en hlutfallið hjá stúlkunum er innan við 15%. Skýringin á vanda drengjanna er ekki peningaleysi skólabókasafna, nema við trúum því að sá vandi komi harðar niður á drengjum en stúlkum. Og varla hafa rithöfundarnir bara skrifað skemmtilegar bækur fyrir stelpur og skilið strákana eftir. Nei, vandinn er flóknari og lausnin því flóknari. Við skulum gæta okkar á einföldu peningalausnunum en muna að frumábyrgð á lestrarkunnáttu barna liggur hjá foreldrunum. Sú ábyrgðartilfinning er mikilvægt fyrsta skref í átt að bættu læsi drengja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar elskum einfaldar og fljótlegar lausnir. Okkur er næstum því sama hvert vandamálið er. Ef ekki er til einföld og fljótleg lausn þá fyllumst við gjarnan leiða og áhugaleysi. Best er þegar við getum einfaldað málið niður í rifrildi um peninga. Hversu oft höfum við ekki heyrt að hinu og þessu megi bjarga ef við bara setjum meiri peninga í málið. Umræðan um læsi grunnskólabarna er þessu marki brennd. Öðru hvoru koma í fjölmiðla íbyggnar persónur sem hafa einfalda lausn á lestrarvandamálinu. Það vantar bara peninga, einkum er nefnt að það vanti peninga í skólabókasöfn og síðan vantar peninga þannig að rithöfundarnir okkar skrifi fleiri bækur fyrir börn. Sjálfsagt er það rétt að sveitarfélögin mega setja meiri peninga í skólabókasöfn og það á að styðja við rithöfunda til að þeir skrifi fleiri og betri barnabækur. En því miður er þessi einfalda íslenska lausn ekki lausn á lestrarvanda íslenskra barna. Ástæðan er sú að lestrarvandinn er strákavandi. Um þriðjungur drengja getur ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla, en hlutfallið hjá stúlkunum er innan við 15%. Skýringin á vanda drengjanna er ekki peningaleysi skólabókasafna, nema við trúum því að sá vandi komi harðar niður á drengjum en stúlkum. Og varla hafa rithöfundarnir bara skrifað skemmtilegar bækur fyrir stelpur og skilið strákana eftir. Nei, vandinn er flóknari og lausnin því flóknari. Við skulum gæta okkar á einföldu peningalausnunum en muna að frumábyrgð á lestrarkunnáttu barna liggur hjá foreldrunum. Sú ábyrgðartilfinning er mikilvægt fyrsta skref í átt að bættu læsi drengja.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar