Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar 5. nóvember 2024 08:00 Það er forgangsmál Samfylkingar að lækka kostnað heimila og út á það gengur Framkvæmdaplan okkar í húnæðis- og kjaramálum. Það er orðið alltof dýrt að lifa venjulegu lífi á Íslandi. Of dýrt að borga vexti, of dýrt að borga húsnæði og of dýrt að kaupa í matinn. Þessu ætlar Samfylkingin að breyta – fáum við til þess traust í kosningunum 30. nóvember. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hækkað kostnað heimilanna. Með háum vöxtum, mikilli verðbólgu og með því að þyngja skattbyrði vinnandi fólks frá árinu 2013. Það hefur sýnt sig á síðustu árum að Sjálfstæðisflokkurinn kann ekki að fara með fé og forysta flokksins er vanhæf til að stjórna. Bjarni Benediktsson og félagar reyna að beina athyglinni frá þeirra eigin vanhæfni með því að segja að Samfylkingin ætli að hækka skatta á almenning. Það er rangt. Nú skulum við standa saman og svara þeim af festu. Og gleymum ekki hve illa Sjálfstæðisflokkurinn hefur brugðist fólkinu í landinu á liðnu kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn hækkar vexti Fyrir síðustu kosningar lofaði Bjarni lágum vöxtum. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði líka stöðugleika og lægri sköttum. Hvernig hefur gengið? Í stuttu máli: Sjálfstæðisflokkurinn sveik loforðin, og rústaði þannig plönum bæði heimila og fyrirtækja. Í fyrra greiddu heimilin í landinu 40 milljörðum meira í vexti en árið 2021. Greiðslubyrði af meðalláni hefur hækkað um 150 til 350 þúsund krónur í hverjum mánuði, eftir því hvort lánið er verðtryggt eða ekki. Þetta er það sem við í Samfylkingunni höfum kallað ofurskattinn á ungt fólk og alla sem skulda. Sjálfstæðisflokkurinn hækkar verð Verðbólga hefur verið langt yfir markmiði allt kjörtímabilið. Meðalíbúð hefur hækkað úr 50 milljónum króna í 70 milljónir og um leið hefur matarkarfan hækkað. Fjölskylda sem varði 125 þúsund krónum í matarkaup á mánuði árið 2021 þarf nú að borga um 400 þúsund krónum meira á ári fyrir matinn. Ríkisstjórnin reyndist fullkomlega vanhæf til að ná stjórn á stöðunni og lét því Seðlabankann einan sjá um verkið með hækkun vaxta. Þannig var verðbólgan brotin á baki hins almenna launamanns. Sjálfstæðisflokkurinn hækkar skatta Nú gæti einhver haldið að Sjálfstæðisflokkurinn hefði lækkað skatta á almenning. En það er rangt. Þvert á móti: Sjálfstæðisflokkurinn hefur þyngt skattbyrði venjulegs vinnandi fólks frá árinu 2013. Þegar gögn Hagstofu Íslands eru skoðuð kemur á daginn að skattbyrði langflestra tekjuhópa hefur þyngst frá árinu 2013. Samfylkingin ætlar að lækka kostnað heimilanna Við í Samfylkingunni erum með plan til að lækka kostnað heimilanna. Forgangsmál okkar númer 1, 2 og 3 verður að gera það sem þarf til að kveða niður verðbólgu og vexti – með tiltekt í ríkisrekstrinum, bráðaaðgerðum á húsnæðismarkaði, skynsamlegum skattkerfisbreytingum og með því að taka upp stöðugleikareglu í fjármálum ríkisins. Þær tekjutillögur sem við leggjum til eru að loka ehf-gatinu og skrúfa fyrir skattaglufur, draga úr misræmi milli skattlagningar launa og fjármagns og taka upp almenn auðlindagjöld. Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk. Við erum eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur kynnt sitt plan fyrir kosningarnar 30. nóvember – með þremur ítarlegum útspilum sem heita Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum, Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum og Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki með neitt plan um að bæta kjör fólks og endurheimta efnahagslegan stöðugleika. Flokkurinn boðar engar alvöru breytingar en við vitum að hann hefur hækkað vexti, hækkað verð og hækkað skatta á hinn almenna mann. Verður það allt gleymt og grafið þann 30. nóvember – eða munu kjósendur veita Sjálfstæðisflokknum verðskuldaða ráðningu? Þjóðin fær fljótlega tækifæri til að svara fyrir sig með kjörseðlinum. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Skoðun Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Það er forgangsmál Samfylkingar að lækka kostnað heimila og út á það gengur Framkvæmdaplan okkar í húnæðis- og kjaramálum. Það er orðið alltof dýrt að lifa venjulegu lífi á Íslandi. Of dýrt að borga vexti, of dýrt að borga húsnæði og of dýrt að kaupa í matinn. Þessu ætlar Samfylkingin að breyta – fáum við til þess traust í kosningunum 30. nóvember. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hækkað kostnað heimilanna. Með háum vöxtum, mikilli verðbólgu og með því að þyngja skattbyrði vinnandi fólks frá árinu 2013. Það hefur sýnt sig á síðustu árum að Sjálfstæðisflokkurinn kann ekki að fara með fé og forysta flokksins er vanhæf til að stjórna. Bjarni Benediktsson og félagar reyna að beina athyglinni frá þeirra eigin vanhæfni með því að segja að Samfylkingin ætli að hækka skatta á almenning. Það er rangt. Nú skulum við standa saman og svara þeim af festu. Og gleymum ekki hve illa Sjálfstæðisflokkurinn hefur brugðist fólkinu í landinu á liðnu kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn hækkar vexti Fyrir síðustu kosningar lofaði Bjarni lágum vöxtum. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði líka stöðugleika og lægri sköttum. Hvernig hefur gengið? Í stuttu máli: Sjálfstæðisflokkurinn sveik loforðin, og rústaði þannig plönum bæði heimila og fyrirtækja. Í fyrra greiddu heimilin í landinu 40 milljörðum meira í vexti en árið 2021. Greiðslubyrði af meðalláni hefur hækkað um 150 til 350 þúsund krónur í hverjum mánuði, eftir því hvort lánið er verðtryggt eða ekki. Þetta er það sem við í Samfylkingunni höfum kallað ofurskattinn á ungt fólk og alla sem skulda. Sjálfstæðisflokkurinn hækkar verð Verðbólga hefur verið langt yfir markmiði allt kjörtímabilið. Meðalíbúð hefur hækkað úr 50 milljónum króna í 70 milljónir og um leið hefur matarkarfan hækkað. Fjölskylda sem varði 125 þúsund krónum í matarkaup á mánuði árið 2021 þarf nú að borga um 400 þúsund krónum meira á ári fyrir matinn. Ríkisstjórnin reyndist fullkomlega vanhæf til að ná stjórn á stöðunni og lét því Seðlabankann einan sjá um verkið með hækkun vaxta. Þannig var verðbólgan brotin á baki hins almenna launamanns. Sjálfstæðisflokkurinn hækkar skatta Nú gæti einhver haldið að Sjálfstæðisflokkurinn hefði lækkað skatta á almenning. En það er rangt. Þvert á móti: Sjálfstæðisflokkurinn hefur þyngt skattbyrði venjulegs vinnandi fólks frá árinu 2013. Þegar gögn Hagstofu Íslands eru skoðuð kemur á daginn að skattbyrði langflestra tekjuhópa hefur þyngst frá árinu 2013. Samfylkingin ætlar að lækka kostnað heimilanna Við í Samfylkingunni erum með plan til að lækka kostnað heimilanna. Forgangsmál okkar númer 1, 2 og 3 verður að gera það sem þarf til að kveða niður verðbólgu og vexti – með tiltekt í ríkisrekstrinum, bráðaaðgerðum á húsnæðismarkaði, skynsamlegum skattkerfisbreytingum og með því að taka upp stöðugleikareglu í fjármálum ríkisins. Þær tekjutillögur sem við leggjum til eru að loka ehf-gatinu og skrúfa fyrir skattaglufur, draga úr misræmi milli skattlagningar launa og fjármagns og taka upp almenn auðlindagjöld. Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk. Við erum eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur kynnt sitt plan fyrir kosningarnar 30. nóvember – með þremur ítarlegum útspilum sem heita Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum, Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum og Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki með neitt plan um að bæta kjör fólks og endurheimta efnahagslegan stöðugleika. Flokkurinn boðar engar alvöru breytingar en við vitum að hann hefur hækkað vexti, hækkað verð og hækkað skatta á hinn almenna mann. Verður það allt gleymt og grafið þann 30. nóvember – eða munu kjósendur veita Sjálfstæðisflokknum verðskuldaða ráðningu? Þjóðin fær fljótlega tækifæri til að svara fyrir sig með kjörseðlinum. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun