Guardiola boðið að kaupa Pogba í janúar Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. apríl 2018 21:30 Er Guardiola að hrista upp í herbúðum United? vísir/afp Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að honum hafi verið boðið að kaupa Paul Pogba og Henrikh Mkhitaryan frá Manchester United í janúar. Guardiola var á blaðamannafundi fyrir leik Manchesterliðanna í ensku úrvalsdeildinni á morgun þegar hann sagði Mino Raiola, umboðsmanninn umdeilda sem sér um mál beggja leikmanna, hafi haft samband við sig í janúar og látið vita af því að leikmennirnir tveir væru falir. BBC leitaði eftir viðbrögðum Raiola og hann neitaði því að hafa haft samband við Guardiola, en ekki að hafa látið City vita af möguleikanum á að kaupa leikmennina. Heimildarmaður innan United segir að Pogba hafi ekki verið til sölu í janúar og hvorugur hefði mátt fara til City. Mkhitaryan var seldur til Arsenal í janúarglugganum. Guardiola vildi ekki gefa neitt út um það hvort hann hafi haft áhuga á því að kaupa Pogba en lýsti honum sem „frábærum leikmanni.“ Pogba virðist ekki hafa haft neina vitneskju um þetta mál, en hann setti mynd á Twitter síðu sína þegar fréttir bárust af ummælum Guardiola þar sem hann segir einfaldlega: „Hvað sagðir þú?“Say what? pic.twitter.com/FGCGFqAe64 — Paul Pogba (@paulpogba) April 6, 2018 Það hefur farið mikinn í umræðunni á nýju ári að ósætti sé milli Pogba og Jose Mourinho, stjóra United. Fréttir hafa farið fram og til baka með það hvort í raun sé eitthvað ósætti, en Pogba hefur þurft að sitja þó nokkuð á varamannabekknum það sem af er ári. Leikur Manchester City og Manchester United verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun, laugardag, klukkan 16:20. Enski boltinn Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að honum hafi verið boðið að kaupa Paul Pogba og Henrikh Mkhitaryan frá Manchester United í janúar. Guardiola var á blaðamannafundi fyrir leik Manchesterliðanna í ensku úrvalsdeildinni á morgun þegar hann sagði Mino Raiola, umboðsmanninn umdeilda sem sér um mál beggja leikmanna, hafi haft samband við sig í janúar og látið vita af því að leikmennirnir tveir væru falir. BBC leitaði eftir viðbrögðum Raiola og hann neitaði því að hafa haft samband við Guardiola, en ekki að hafa látið City vita af möguleikanum á að kaupa leikmennina. Heimildarmaður innan United segir að Pogba hafi ekki verið til sölu í janúar og hvorugur hefði mátt fara til City. Mkhitaryan var seldur til Arsenal í janúarglugganum. Guardiola vildi ekki gefa neitt út um það hvort hann hafi haft áhuga á því að kaupa Pogba en lýsti honum sem „frábærum leikmanni.“ Pogba virðist ekki hafa haft neina vitneskju um þetta mál, en hann setti mynd á Twitter síðu sína þegar fréttir bárust af ummælum Guardiola þar sem hann segir einfaldlega: „Hvað sagðir þú?“Say what? pic.twitter.com/FGCGFqAe64 — Paul Pogba (@paulpogba) April 6, 2018 Það hefur farið mikinn í umræðunni á nýju ári að ósætti sé milli Pogba og Jose Mourinho, stjóra United. Fréttir hafa farið fram og til baka með það hvort í raun sé eitthvað ósætti, en Pogba hefur þurft að sitja þó nokkuð á varamannabekknum það sem af er ári. Leikur Manchester City og Manchester United verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun, laugardag, klukkan 16:20.
Enski boltinn Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira