Sport

Holloway hefur ekki heilsu í að berjast | Stígur Conor inn?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Max Holloway fékk ekki að stíga á vigtina í dag. Niðurskurðurinn var of erfiður.
Max Holloway fékk ekki að stíga á vigtina í dag. Niðurskurðurinn var of erfiður. vísir/getty
Áföllin halda áfram að dynja á UFC í aðdraganda UFC 223 en nú er ljóst að ekkert verður af aðalbardaga kvöldsins á milli Khabib Nurmagomedov og Max Holloway um titilinn í léttvigt.

Holloway fékk bardagann með sex daga fyrirvara og strax var það gefið út að hann ætti í vændum mjög erfiðan niðurskurð. Sá niðurskurður reyndist honum um megn og læknar hafa úrskurðað að hann hafi ekki heilsu í að berjast um helgina. Hann steig aldrei á vigtina í dag en Khabib náði vigt.





Gríðarlegur skellur fyrir UFC en þegar þurfti að hætta við þrjá bardaga út af látunum í Conor McGregor í gær.

Ný spyrja menn sig að því hvort Conor hreinlega stígi inn í búrið og berjist við Khabib á morgun? Það væri ótrúleg atburðarrás og frekar ólíkleg. Menn höfðu þegar stungið upp á því að það væri réttmæt refsing fyrir hegðun hans í gær. Hann er í það minnsta í borginni. Miðað við hvernig Conor hagar sér er ekki hægt að útiloka samt neitt í þeim efnum.

UFC er sagt vera að skoða að láta Anthony Pettis berjast við Khabib en Pettis á enn eftir að ná vigt. Hann missti sinn bardaga þar sem Conor slasaði Michael Chiesa.

Eins og stendur verður aðalbardagi kvöldsins á milli Rose Namajunas og Joanna Jedrzejczyk um strávigtartitil kvenna.

MMA

Tengdar fréttir

Fimmta lotan: Yrði stærsti sigur Gunna á ferlinum

Í nýjasta þætti Fimmtu lotunnar, sem er Vísisútgáfa af Búrinu á Stöð 2 Sport, er meðal annars rætt um komandi bardaga Gunnars Nelson og einnig hvort það sé sérstaklega vond lykt af Gunnari.

Búið að ákæra Conor McGregor

Lögreglan í New York hefur haft hraðar hendur í máli Conor McGregor sem gekk berserksgang í Brooklyn í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×