Tyrkir segjast hafa gripið tugi stjórnarandstæðinga erlendis Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2018 11:50 Talsmaður Erdogan Tyrklandsforseta segir að ætlunin sé að taka enn fleiri grunaða stjórnarandstæðinga höndum erlendis. Vísir/AFP Útsendarar tyrkneskra stjórnvalda hafa tekið áttatíu Tyrki sem þau gruna um aðild að valdaránstilraun árið 2016 höndum í átján erlendum ríkjum og flutt þá til Tyrklands. Bekir Bozdag, aðstoðarforsætisráðherra Tyrklands, fullyrti þetta í sjónvarpsviðtali í gær. Þúsundir manna hafa verið handtekin og ákærðir fyrir stuðning við hryðjuverk í kjölfar valdaránstilraunarinnar sem stjórn Receps Erdogan kennir klerknum Fethullah Gulen um. Tugir þúsunda til viðbóta hafa verið hraktir úr störfum fyrir meinta óhollustu við stjórnvöld og herinn. Bozdag sagði ekki hvernig handtökurnar á erlendri grundu hefðu farið fram eða hvar þær hefðu farið fram. Þó hefur komið fram opinberlega að Tyrkir óskuðu eftir framsali einstaklinga í Kosóvó, Búlgaríu og Malasíu, að því er segir í frétt New York Times. Þá hafa verið óstaðfestar fréttir af handtökum í Afganistan, Pakistan og Súdan.Hyggja á frekari handtökur Fullyrti Bozdag að allir einstaklingarnir áttatíu hefðu haft tengsl við Gulen. Talsmaður Erdogan forseta sagði allar handtökurnar og framsöl hafa farið fram löglega. Þá stæði til að handsama fleiri. Gulen hefur neitað allri aðild að valdaránstilrauninni. Hann er búsettur í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Tyrkir hafa krafist framsals hans og kalla hann hryðjuverkamann. Fyrir og eftir valdaránstilraunina hefur Erdogan seilst meir og meir í átt að valdboðsstefnu. Þannig fékk Erdogan völd sín stóraukin í umdeildri þjóðaratkvæðagreiðslu sem fór fram í fyrra. Samþykkt var að legga af þingræði sem stjórnskipun ríkisins og taka í staðinn upp forsetaræði. Búlgaría Kósovó Tyrkland Tengdar fréttir 25 fjölmiðlamenn dæmdir í fangelsi í Tyrklandi Þau sakfelldu eru sögð tengjast klerkinum Fethullah Gulen sem tyrknesk yfirvöld segja hafa verið á bak við valdaránstilraunina. 9. mars 2018 14:31 ESB hvetur Tyrki til að fella niður neyðarlög Segja lögin notuð til að kæfa lögmæta og friðsama andstöðu og frjálsa fjölmiðla. 8. febrúar 2018 23:15 Fjöldi lækna handtekinn fyrir að gagnrýna aðgerðir Tyrklands í Sýrlandi Saksóknari gaf út handtökuskipun á mönnunum í morgun og voru þeir handteknir í átta héruðum Tyrklands í dag. 30. janúar 2018 11:07 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Sjá meira
Útsendarar tyrkneskra stjórnvalda hafa tekið áttatíu Tyrki sem þau gruna um aðild að valdaránstilraun árið 2016 höndum í átján erlendum ríkjum og flutt þá til Tyrklands. Bekir Bozdag, aðstoðarforsætisráðherra Tyrklands, fullyrti þetta í sjónvarpsviðtali í gær. Þúsundir manna hafa verið handtekin og ákærðir fyrir stuðning við hryðjuverk í kjölfar valdaránstilraunarinnar sem stjórn Receps Erdogan kennir klerknum Fethullah Gulen um. Tugir þúsunda til viðbóta hafa verið hraktir úr störfum fyrir meinta óhollustu við stjórnvöld og herinn. Bozdag sagði ekki hvernig handtökurnar á erlendri grundu hefðu farið fram eða hvar þær hefðu farið fram. Þó hefur komið fram opinberlega að Tyrkir óskuðu eftir framsali einstaklinga í Kosóvó, Búlgaríu og Malasíu, að því er segir í frétt New York Times. Þá hafa verið óstaðfestar fréttir af handtökum í Afganistan, Pakistan og Súdan.Hyggja á frekari handtökur Fullyrti Bozdag að allir einstaklingarnir áttatíu hefðu haft tengsl við Gulen. Talsmaður Erdogan forseta sagði allar handtökurnar og framsöl hafa farið fram löglega. Þá stæði til að handsama fleiri. Gulen hefur neitað allri aðild að valdaránstilrauninni. Hann er búsettur í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Tyrkir hafa krafist framsals hans og kalla hann hryðjuverkamann. Fyrir og eftir valdaránstilraunina hefur Erdogan seilst meir og meir í átt að valdboðsstefnu. Þannig fékk Erdogan völd sín stóraukin í umdeildri þjóðaratkvæðagreiðslu sem fór fram í fyrra. Samþykkt var að legga af þingræði sem stjórnskipun ríkisins og taka í staðinn upp forsetaræði.
Búlgaría Kósovó Tyrkland Tengdar fréttir 25 fjölmiðlamenn dæmdir í fangelsi í Tyrklandi Þau sakfelldu eru sögð tengjast klerkinum Fethullah Gulen sem tyrknesk yfirvöld segja hafa verið á bak við valdaránstilraunina. 9. mars 2018 14:31 ESB hvetur Tyrki til að fella niður neyðarlög Segja lögin notuð til að kæfa lögmæta og friðsama andstöðu og frjálsa fjölmiðla. 8. febrúar 2018 23:15 Fjöldi lækna handtekinn fyrir að gagnrýna aðgerðir Tyrklands í Sýrlandi Saksóknari gaf út handtökuskipun á mönnunum í morgun og voru þeir handteknir í átta héruðum Tyrklands í dag. 30. janúar 2018 11:07 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Sjá meira
25 fjölmiðlamenn dæmdir í fangelsi í Tyrklandi Þau sakfelldu eru sögð tengjast klerkinum Fethullah Gulen sem tyrknesk yfirvöld segja hafa verið á bak við valdaránstilraunina. 9. mars 2018 14:31
ESB hvetur Tyrki til að fella niður neyðarlög Segja lögin notuð til að kæfa lögmæta og friðsama andstöðu og frjálsa fjölmiðla. 8. febrúar 2018 23:15
Fjöldi lækna handtekinn fyrir að gagnrýna aðgerðir Tyrklands í Sýrlandi Saksóknari gaf út handtökuskipun á mönnunum í morgun og voru þeir handteknir í átta héruðum Tyrklands í dag. 30. janúar 2018 11:07