Fyrrverandi forseti Suður-Afríku ákærður fyrir spillingu
Ákæran var lesin upp fyrir dómi í Durban í morgun. Hlé var síðan gert á réttarhöldunum þar til í júní, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Zuma neitar allri sök en hann hrökklaðist frá völdum í febrúar.
Ásakanirnar varða vopnakaup suður-afrískra stjórnvalda árið 1999 þegar Zuma var nýorðinn varaforseti. Hann er sakaður um að hafa þegið mútur frá frönskum vopnaframleiðanda í gegnum fjármálaráðgjafa sinn. Sá var fangelsaður árið 2005 fyrir að hafa falast eftir mútum.
Málið gegn Zuma var látið niður falla fyrir forsetakosningarnar árið 2009 en var tekið aftur upp árið 2016. Vantrauststillögur höfðu ítrekað verið lagðar fram gegn honum áður en hann lét loks af embætti í vetur.
Tengdar fréttir
Ríkissaksóknari tætir teflonið utan af Zuma
Fyrrverandi forseti Suður-Afríku dreginn fyrir dóm. Ákærður fyrir fjárdrátt, spillingu, fjársvik og peningaþvætti. Zuma neitar þó sök og mun væntanlega verjast með kjafti og klóm þótt hann geti ekki lengur treyst á stuðning ríkisins.
Zuma sagði af sér í skugga vantrausts
Jakcob Zuma, forseti Suður-Afríku, sagði af sér í gærkvöld. Atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu var yfirvofandi í dag. Líklegt að leiðtogi Afríska þjóðarráðsins taki við af Zuma.
Fjöldi spillingarmála varð „Teflonforsetanum“ að falli
Jacob Zuma sagði af sér forsetaembætti Suður-Afríku í vikunni, flæktur í fjölda spillingarmála. Cyril Ramaphosa tók við af honum. Var áður ræðismaður Íslands í Jóhannesarborg.