Bónusgreiðslur hjá Landsbankanum brutu gegn lögum um fjármálafyrirtæki Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. apríl 2018 13:56 Vísir/Eyþór Fjármálaeftirlitið telur að kaupaukagreiðslur sem tíðkuðust í Landsbankanum á árunum 2014-2016 hafi brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki þar sem engu kaupaukakerfi hafi verið til að dreifa hjá bankanum. FME mun hins vegar ekki beita viðurlögum þar sem bankinn hefur þegar brugðist við athugasemdum eftirlitsins að mati þess. Upphaf málsins var tilkynning frá Landsbankanum um að til skoðunar væri hjá bankanum hvort aukagreiðslurnar samræmdust reglum um kaupaukakerfi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Athugun Fjármálaeftirlitsins (FME) leiddi í ljós að á árunum 2014 til 2016 greiddi Landsbankinn hluta af starfsmönnum sínum aukagreiðslur sem komu til viðbótar föstum launum. Greiðslurnar féllu til á öllum sviðum bankans og vísaði bankinn til þess að þær væru tilkomnar vegna tímabundins álags í starfi, en hvorki var vísað til umræddra greiðslna í ráðningarsamningum né voru gerðir sérstakir skriflegir viðaukar við ráðningarsamningana vegna þeirra. Alls námu greiðslurnar 85 milljónum króna á þriggja ára tímabili og voru þær greiddar til 76 starfsmanna. Hvorki bankastjóri né framkvæmdastjórar bankans fengu slíkar aukagreiðslur. Fram kemur í tilkynningu frá FME að það hafi verið niðurstaða eftirlitsins að umræddar greiðslur hafi brotið gegn 57. gr. laga um fjármálafyrirtæki og áðurnefndum reglum um kaupaukakerfi. Það var niðurstaða stofnunarinnar að Landsbankinn hefði ekki sýnt fram á að tiltreknar aukagreiðslur gætu talist til fastra starfskjara, þar sem endanleg fjárhæð eða umfang lá ekki fyrir með nákvæmum hætti fyrirfram. Þær hafi því falið í sér kaupauka í skilningi laganna. Brotið hafi falist í því að greiða hluta af starfsmönnum sínum aukagreiðslur sem komu til viðbótar föstum launum þeirra án þess að það hafi verið gert á grundvelli kaupaukakerfis. FME taldi hins vegar ekki ástæðu til að sekta bankann eða beita öðrum viðurlögum vegna málsins. Það var niðurstaða FME að Landsbankinn hefði gert líklegt að aukagreiðslurnar hefðu verið inntar af hendi vegna tímabundins álags í starfi. Þá voru greiðslurnar óverulegar sem hluti af heildarlaunakostnaði bankans á þeim árum sem voru til skoðunar. Ennfremur sýndi bankinn samstarfsvilja og hafði, áður en niðurstaða málsins lá fyrir, horfið frá umræddu fyrirkomulagi við greiðslu álagsgreiðslna og tekið upp vinnureglur sem miða að því að tryggja samræmt verklag og betri skjölun með samþykki starfskjaranefndar og aðkomu innri endurskoðanda að því. Með hliðsjón af þessu var það niðurstaða FME að ekki væri ástæða til að beita viðurlögum en auk þess taldi stofnunin að bankinn hefði þegar gripið til fullnægjandi úrbóta. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Fjármálaeftirlitið telur að kaupaukagreiðslur sem tíðkuðust í Landsbankanum á árunum 2014-2016 hafi brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki þar sem engu kaupaukakerfi hafi verið til að dreifa hjá bankanum. FME mun hins vegar ekki beita viðurlögum þar sem bankinn hefur þegar brugðist við athugasemdum eftirlitsins að mati þess. Upphaf málsins var tilkynning frá Landsbankanum um að til skoðunar væri hjá bankanum hvort aukagreiðslurnar samræmdust reglum um kaupaukakerfi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Athugun Fjármálaeftirlitsins (FME) leiddi í ljós að á árunum 2014 til 2016 greiddi Landsbankinn hluta af starfsmönnum sínum aukagreiðslur sem komu til viðbótar föstum launum. Greiðslurnar féllu til á öllum sviðum bankans og vísaði bankinn til þess að þær væru tilkomnar vegna tímabundins álags í starfi, en hvorki var vísað til umræddra greiðslna í ráðningarsamningum né voru gerðir sérstakir skriflegir viðaukar við ráðningarsamningana vegna þeirra. Alls námu greiðslurnar 85 milljónum króna á þriggja ára tímabili og voru þær greiddar til 76 starfsmanna. Hvorki bankastjóri né framkvæmdastjórar bankans fengu slíkar aukagreiðslur. Fram kemur í tilkynningu frá FME að það hafi verið niðurstaða eftirlitsins að umræddar greiðslur hafi brotið gegn 57. gr. laga um fjármálafyrirtæki og áðurnefndum reglum um kaupaukakerfi. Það var niðurstaða stofnunarinnar að Landsbankinn hefði ekki sýnt fram á að tiltreknar aukagreiðslur gætu talist til fastra starfskjara, þar sem endanleg fjárhæð eða umfang lá ekki fyrir með nákvæmum hætti fyrirfram. Þær hafi því falið í sér kaupauka í skilningi laganna. Brotið hafi falist í því að greiða hluta af starfsmönnum sínum aukagreiðslur sem komu til viðbótar föstum launum þeirra án þess að það hafi verið gert á grundvelli kaupaukakerfis. FME taldi hins vegar ekki ástæðu til að sekta bankann eða beita öðrum viðurlögum vegna málsins. Það var niðurstaða FME að Landsbankinn hefði gert líklegt að aukagreiðslurnar hefðu verið inntar af hendi vegna tímabundins álags í starfi. Þá voru greiðslurnar óverulegar sem hluti af heildarlaunakostnaði bankans á þeim árum sem voru til skoðunar. Ennfremur sýndi bankinn samstarfsvilja og hafði, áður en niðurstaða málsins lá fyrir, horfið frá umræddu fyrirkomulagi við greiðslu álagsgreiðslna og tekið upp vinnureglur sem miða að því að tryggja samræmt verklag og betri skjölun með samþykki starfskjaranefndar og aðkomu innri endurskoðanda að því. Með hliðsjón af þessu var það niðurstaða FME að ekki væri ástæða til að beita viðurlögum en auk þess taldi stofnunin að bankinn hefði þegar gripið til fullnægjandi úrbóta.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira