
Það sem ekki má
Ein hlið þessa máls snýst um þær tekjur sem fjölmiðlar gætu aflað sér yrðu áfengisauglýsingar leyfðar, en þær yrðu allnokkrar og gætu styrkt stöðu einkarekinna fjölmiðla. Í flestum tilvikum veitir sannarlega ekki af því. Það er hins vegar ekki meginatriði málsins heldur hitt að bannið er tilgangslaust og skilar engum árangri. Auk þess felst í því forræðishyggja af allra versta tagi.
Enn sem fyrr sýnir sig að ráðamenn vilja stjórna lífi fólks með boðum og bönnum. Mennta- og menningarmálaráðherra þjóðarinnar, Lilja Alfreðsdóttir, stígur alvöruþrungin fram í fjölmiðlum, upptekin við að leggja þjóðinni lífsreglurnar og segir að lýðheilsustefna muni ráða því hvaða stefna verði tekin í málinu. Allir vita hvað það þýðir. Ráðherrann hefur einfaldlega engan áhuga á að banninu verði aflétt. Afturhald allra stjórnmálaflokka mun vafalítið taka sér varðstöðu við hlið ráðherrans.
Það er sérkennileg þversögn fólgin í því að áfengisauglýsingar skuli vera bannaðar hér á landi en um leið ofur sýnilegar. Nútímamaðurinn er hluti af alþjóðasamfélaginu, er á samfélagsmiðlum, á vefnum, horfir á erlendar sjónvarpsstöðvar og les erlend blöð og tímarit. Þar blasa áfengisauglýsingar frá erlendum framleiðendum við hverjum sem þær vill sjá. Íslenskir áfengisframleiðendur og innflytjendur eiga ekki kost á því að auglýsa vöru sína hér á landi, sem er fáránlegt. Þeir hafa brugðið á það ráð að fara á svig við lögin með auglýsingum þar sem léttöl er auglýst í stað bjórs. Eitthvað mun svo um að þeir hafi farið nýja og óhindraða leið og birt áfengisauglýsingar á samfélagsmiðlum.
Engar sérstakar fréttir berast af því að áfengisauglýsingar hafi illilega afvegaleitt þá einstaklinga sem þær sjá. Síst er ástæða til að ætla að Íslendingar muni umbreytast í brennivínsóða berserki verði áfengisauglýsingar heimilaðar hér á landi og sýnilegar í fjölmiðlum. Ekki frekar en gerðist á Íslandi þegar banni var aflétt af sölu á áfengu öli. Fjölmennur grátkór mátti engan veginn til þess hugsa að landsmenn gætu keypt sér bjór og þuldi spádóma sína um stanslausa dag- og næturdrykkju landsmanna með tilheyrandi hörmungum eins og börnum ráfandi um á vergangi meðan foreldrarnir lægju einhvers staðar afvelta vegna áfengisdrykkju. Raunveruleikinn reyndist allt annar. Í ljós kom að þjóðinni var treystandi til að drekka bjór.
Allir vita af áfengisauglýsingum en samt kjósa ráðamenn að láta sem þær séu ekki til. Þeir trúa á bann sem hefur samt alls enga þýðingu því það sem er bannað er öllum sýnilegt. Þetta má með sanni kallast að stinga höfðinu í sandinn. Er ekki kominn tími til að ranka við sér og lifa í samtímanum?
Skoðun

Þau eru fá en þörfin er stór
Sif Huld Albertsdóttir skrifar

Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri
Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar

Leiðin til helvítis
Jón Pétur Zimsen skrifar

Eitruð kvenmennska
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Hinn nýi íslenski aðall
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri
Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar

Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað
Sæþór Randalsson skrifar

Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga
Sólrún María Ólafsdóttir skrifar

Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði?
Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar

Þegar rykið hefur sest
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Búum til réttlátt lífeyriskerfi
Hrafn Magnússon skrifar

Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur…
Stefán Pálsson skrifar

Hin raunverulega byggðastefna
Jón Þór Kristjánsson skrifar

Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi
Ó. Ingi Tómasson skrifar

Rúmir 30 milljarðar í fangelsi
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Sérstök staða orkusveitarfélaga!
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna
Elín Íris Fanndal skrifar

Drögum úr fordómum í garð Breiðholts
Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar

Er almenningur rusl?
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Líffræðilega ómögulegt
Björn Ólafsson skrifar

Veiðigjaldið stendur undir kostnaði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Minn gamli góði flokkur
Hólmgeir Baldursson skrifar

Hve lengi tekur sjórinn við?
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Orkan okkar, börnin og barnabörnin
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar

Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns?
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands?
Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar

Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna
Ragna Sigurðardóttir skrifar