Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. apríl 2018 06:00 Vladímír Pútín, forseti Rússlands, fer fram á heilbrigða skynsemi í Skrípal-málinu. Vísir/EPA Viðtal Sky News við Gary Aitkenhead, framkvæmdastjóra rannsóknarstofu breska hersins í Porton Down, hefur kynt undir deilu Rússa og Breta um efnavopnaárás marsmánaðar á fyrrverandi rússneska gagnnjósnarann Sergei Skrípal og Júlíu dóttur hans. Sagði Aitkenhead í viðtalinu að ekki hafi tekist að staðfesta að Novichok-eitrið, sem notað var í tilræðinu, hafi komið frá Rússlandi. Hins vegar væri ljóst að einungis ríki hafi getað framleitt eitrið. Rússar hafa alla tíð haldið fram sakleysi sínu í málinu. Stukku þeir því á þessi ummæli Aitkenheads og fóru mikinn. Rússneska sendiráðið í Bretlandi sagði púsluspil Breta detta í sundur, Dmítrí Peskov, talsmaður forseta, sagði þau sýna að „tryllingslegar ásakanir“ Breta væru ósannar og Rússar kölluðu eftir fundi hjá Stofnuninni um bann við efnavopnum.Sjá einnig: Geta ekki staðfest uppruna taugaeitursins Rússar eru þó ekki þeir einu sem gripu ummæli Aitkenheads á lofti. Diane Abbott, skuggaráðherra innanríkismála og þingmaður Verkamannaflokksins, sakaði Boris Johnson utanríkisráðherra um að afvegaleiða almenning í málinu. Á fundinum kom einna helst fram að stofnunin byggist við því að rannsókn lyki innan viku. Aðspurður hvort hann byggist við afsökunarbeiðni í gær sagði Vladímír Pútín forseti að hann byggist raunar ekki við neinu. „Ég býst samt við því að heilbrigð skynsemi verði ofan á,“ sagði forsetinn. Fyrir fundinn buðust Rússar til þess að rannsaka málið í samstarfi við Breta. „Tilboð Rússa um sameiginlega rannsókn er fáránlegt,“ sagði í tísti frá bresku sendinefndinni. Birtist í Fréttablaðinu Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Geta ekki staðfest uppruna taugaeitursins Yfirvöld Bretlands segja frekari upplýsingar benda til þess að Rússar hafi gert Sripal-árásina, sem framkvæmd var í Bretlandi. 3. apríl 2018 19:10 Tillaga Rússa um sameiginlega rannsókn sögð „öfugsnúin“ Bretar segja að fórnarlamb árásar eigi ekki að þurfa að þola að sá sem stóð líklega að henni taki þátt í rannsókn. 4. apríl 2018 16:35 Sakar Vesturlönd um barnaskap og blekkingar í máli Sergei Skripal Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakar vesturlönd um barnaskap og blekkingarleiki í máli Sergei Skripal. 2. apríl 2018 21:34 Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Sjá meira
Viðtal Sky News við Gary Aitkenhead, framkvæmdastjóra rannsóknarstofu breska hersins í Porton Down, hefur kynt undir deilu Rússa og Breta um efnavopnaárás marsmánaðar á fyrrverandi rússneska gagnnjósnarann Sergei Skrípal og Júlíu dóttur hans. Sagði Aitkenhead í viðtalinu að ekki hafi tekist að staðfesta að Novichok-eitrið, sem notað var í tilræðinu, hafi komið frá Rússlandi. Hins vegar væri ljóst að einungis ríki hafi getað framleitt eitrið. Rússar hafa alla tíð haldið fram sakleysi sínu í málinu. Stukku þeir því á þessi ummæli Aitkenheads og fóru mikinn. Rússneska sendiráðið í Bretlandi sagði púsluspil Breta detta í sundur, Dmítrí Peskov, talsmaður forseta, sagði þau sýna að „tryllingslegar ásakanir“ Breta væru ósannar og Rússar kölluðu eftir fundi hjá Stofnuninni um bann við efnavopnum.Sjá einnig: Geta ekki staðfest uppruna taugaeitursins Rússar eru þó ekki þeir einu sem gripu ummæli Aitkenheads á lofti. Diane Abbott, skuggaráðherra innanríkismála og þingmaður Verkamannaflokksins, sakaði Boris Johnson utanríkisráðherra um að afvegaleiða almenning í málinu. Á fundinum kom einna helst fram að stofnunin byggist við því að rannsókn lyki innan viku. Aðspurður hvort hann byggist við afsökunarbeiðni í gær sagði Vladímír Pútín forseti að hann byggist raunar ekki við neinu. „Ég býst samt við því að heilbrigð skynsemi verði ofan á,“ sagði forsetinn. Fyrir fundinn buðust Rússar til þess að rannsaka málið í samstarfi við Breta. „Tilboð Rússa um sameiginlega rannsókn er fáránlegt,“ sagði í tísti frá bresku sendinefndinni.
Birtist í Fréttablaðinu Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Geta ekki staðfest uppruna taugaeitursins Yfirvöld Bretlands segja frekari upplýsingar benda til þess að Rússar hafi gert Sripal-árásina, sem framkvæmd var í Bretlandi. 3. apríl 2018 19:10 Tillaga Rússa um sameiginlega rannsókn sögð „öfugsnúin“ Bretar segja að fórnarlamb árásar eigi ekki að þurfa að þola að sá sem stóð líklega að henni taki þátt í rannsókn. 4. apríl 2018 16:35 Sakar Vesturlönd um barnaskap og blekkingar í máli Sergei Skripal Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakar vesturlönd um barnaskap og blekkingarleiki í máli Sergei Skripal. 2. apríl 2018 21:34 Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Sjá meira
Geta ekki staðfest uppruna taugaeitursins Yfirvöld Bretlands segja frekari upplýsingar benda til þess að Rússar hafi gert Sripal-árásina, sem framkvæmd var í Bretlandi. 3. apríl 2018 19:10
Tillaga Rússa um sameiginlega rannsókn sögð „öfugsnúin“ Bretar segja að fórnarlamb árásar eigi ekki að þurfa að þola að sá sem stóð líklega að henni taki þátt í rannsókn. 4. apríl 2018 16:35
Sakar Vesturlönd um barnaskap og blekkingar í máli Sergei Skripal Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakar vesturlönd um barnaskap og blekkingarleiki í máli Sergei Skripal. 2. apríl 2018 21:34