Hertók þinghúsið í skugga vantrausts Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. apríl 2018 06:00 Mohamed Osman Jawari, forseti sómalíska þingsins. Vísir/AFP Hermenn, hliðhollir Mohamed Osman Jawari, forseta sómalíska þingsins, hertóku í gær sómalíska þinghúsið. Frá þessu greindi sómalíski fjölmiðillinn Shabelle í gær. „Hermennirnir hafa umkringt þinghúsið og hafa tekið völdin á þinginu,“ sagði í frétt Shabelle. Til stóð að fram færi atkvæðagreiðsla um vantraust á þingforsetann í gær. Eftir að hermenn hans höfðu hertekið þinghúsið mætti forsetinn sjálfur á svæðið, að því er Puntland Post greindi frá. „Forsetinn var í fylgd annars varaforseta, Mahad Awad. Fyrsti varaforseti, Abdiweli Mudey, var mættur á undan þeim. Þingmenn þurftu hins vegar að bíða í löngum röðum eftir að fá heimild til að fara inn í þinghúsið,“ sagði á síðu Puntland Post. Þingmennirnir sem andvígir eru Jawari yfirgáfu þingsal í kjölfar hertökunnar. Sögðu þeir við netmiðilinn Dhacdo að ómögulegt væri að halda þingfund við þetta ástand. Þá greindi Radio Kulmiye frá því að hermennirnir hafi ekki bara staðið vörð um þinghúsið heldur einnig ráðist endurtekið á blaðamenn sem fylgdust með gangi mála.Deilur um dagskrá Undanfarna daga hafði verið deilt harðlega um dagskrá þingsins. Vildu menn þingforseta frekar ræða fyrirhugaðan landamæramúr sem keníska ríkið ætlar sér að reisa á meðan andstæðingar þingforseta vildu halda áfram umræðum og svo greiða atkvæði um vantraust. Styr hefur staðið um Jawari. Hefur Hassan Ali Kheyre forsætisráðherra verið sagður hafa fyrirskipað þingmönnum að lýsa yfir vantrausti á Jawari. Þingforsetinn hefur verið sakaður um að reyna að spilla fyrir störfum ríkisstjórnarinnar. Þrýst hefur verið á Jawari að segja af sér vegna málsins. Hefur hann raunar áður staðið af sér vantraust. „Þau eru að krefjast þess að ég segi af mér. En ég ætla ekki að segja af mér. Ég vinn ekki fyrir þau,“ sagði Jawari á þriðjudaginn. Birtist í Fréttablaðinu Sómalía Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Hermenn, hliðhollir Mohamed Osman Jawari, forseta sómalíska þingsins, hertóku í gær sómalíska þinghúsið. Frá þessu greindi sómalíski fjölmiðillinn Shabelle í gær. „Hermennirnir hafa umkringt þinghúsið og hafa tekið völdin á þinginu,“ sagði í frétt Shabelle. Til stóð að fram færi atkvæðagreiðsla um vantraust á þingforsetann í gær. Eftir að hermenn hans höfðu hertekið þinghúsið mætti forsetinn sjálfur á svæðið, að því er Puntland Post greindi frá. „Forsetinn var í fylgd annars varaforseta, Mahad Awad. Fyrsti varaforseti, Abdiweli Mudey, var mættur á undan þeim. Þingmenn þurftu hins vegar að bíða í löngum röðum eftir að fá heimild til að fara inn í þinghúsið,“ sagði á síðu Puntland Post. Þingmennirnir sem andvígir eru Jawari yfirgáfu þingsal í kjölfar hertökunnar. Sögðu þeir við netmiðilinn Dhacdo að ómögulegt væri að halda þingfund við þetta ástand. Þá greindi Radio Kulmiye frá því að hermennirnir hafi ekki bara staðið vörð um þinghúsið heldur einnig ráðist endurtekið á blaðamenn sem fylgdust með gangi mála.Deilur um dagskrá Undanfarna daga hafði verið deilt harðlega um dagskrá þingsins. Vildu menn þingforseta frekar ræða fyrirhugaðan landamæramúr sem keníska ríkið ætlar sér að reisa á meðan andstæðingar þingforseta vildu halda áfram umræðum og svo greiða atkvæði um vantraust. Styr hefur staðið um Jawari. Hefur Hassan Ali Kheyre forsætisráðherra verið sagður hafa fyrirskipað þingmönnum að lýsa yfir vantrausti á Jawari. Þingforsetinn hefur verið sakaður um að reyna að spilla fyrir störfum ríkisstjórnarinnar. Þrýst hefur verið á Jawari að segja af sér vegna málsins. Hefur hann raunar áður staðið af sér vantraust. „Þau eru að krefjast þess að ég segi af mér. En ég ætla ekki að segja af mér. Ég vinn ekki fyrir þau,“ sagði Jawari á þriðjudaginn.
Birtist í Fréttablaðinu Sómalía Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira