Blikar hafa nú fengið Oliver Sigurjónsson að láni frá Bodö/Glimt í Noregi og kynntu hann með dramatísku myndbandi á BlikarTV í dag.
Oliver Sigurjónsson fór frá Breiðabliki til Bodö/Glimt í lok júlí í fyrra en hefur verið óheppin með meiðsli eins og oft áður á ferlinum.
Nú fær hann tækifæri til að spila sig í gang með sínu gamla liði í Pepsi-deildinni í sumar.
Félagar hans fyrrverandi og verðandi tóku vel á móti sínum manni en Breiðablik er nú í æfingaferð í Monte Castillo á Spáni.
Móttökur liðsfélagana voru vissulega flottar en það fór fyrst að hitna í kolunum þegar mennirnir á BlikarTV fóru að mynda Oliver í sundlauginni.