Segir barnalögin andsnúin samvinnu foreldra varðandi forsjá barna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. apríl 2018 10:45 Börn að leik á leikskóla. Myndin tengist fréttinni ekki. vísir/eyþór Heimir Hilmarsson, félagsráðgjafi og formaður Félags um foreldrajafnrétti, segir að það þurfi að uppfæra lög um foreldrajafnrétti á Íslandi og að foreldrar hér á landi séu komnir áratugum á undan löggjöfinni. Heimir var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í dag og segir hann að ýmislegt hafi breyst til batnaðar síðan Félag um foreldrajafnrétti var stofnað árið 1997, eins og til dæmis tilkoma fæðingarorlofs fyrir feður árið 2000. „Ég tel að það hafi stuðlað að meira foreldrajafnrétti heldur en nokkuð annað sem hefur verið gert í íslenskri löggjöf á síðustu áratugum.“Mjög jöfn umönnun barna hér á landi Hann segir að með tilkomu feðraorlofs þá hafi feður sem bjuggu með mæðrum barna sinna, tekið meira þátt í uppeldinu. „Þetta hefur að mínu mati orðið til þess að þegar það kemur til skilnaðar að þá eru feður meira viljugir til þess að vera með börnunum sínum eftir skilnað. Ég tel að jöfn umgengni, jöfn umönnun barna eftir skilnað sé mest á Íslandi, að foreldrar séu að standa sig best á Íslandi af foreldrum í heiminum.“ Heimir telur að þetta sé fyrst og fremst vegna feðraorlofsins. „Þetta er að gerast þrátt fyrir það að barnalögin, lögin sem fjalla um ábyrgð foreldra og hvernig þessu er háttað eftir skilnað, eru beinlínis andsnúin samvinnu foreldra og hindra á margan hátt samvinnu foreldra miklu frekar en að styðja við hana.“Stöðugleiki sé ekki bundinn við lögheimili Hann segir að í barnalögum sé réttur lögheimilisforeldris algjör. „Umgengnisforeldrið er ávarpað svolítið eins og geimvera í barnalögum. Það er sérstaklega varað við umgengni við umgengnisforeldri í greinargerð með barnalögum. Það er aldrei varað við því að barn sé að fara í ókunnugt umhverfi hjá dagmóður eða afa og ömmu eða neitt slíkt, en það er sérstaklega varað við því að fara út af lögheimilinu með umgengnisforeldri. Það er eins og umhverfisforeldri sé einhver geimvera frá annarri plánetu.“ „Ef foreldra greinir á um umgengni tekur sýslumaður ákvörðun um umgengni samkvæmt þessari grein með úrskurði. Ákvörðun skal ávallt tekin eftir því sem barni er fyrir bestu. Sýslumaður lítur m.a. til tengsla barns við báða foreldra, aldurs barns, stöðugleika í lífi barns, búsetu foreldra og vilja barns að teknu tilliti til aldurs og þroska,“ segir meðal annars í 47.grein barnalaga. Heimir segir að orðalaginu hafi verið bætt við lögin árið 2013, þar sem talað er um að verið sé að stofna stöðugleika barns í ójafnvægi. „Stöðugleiki barns er einhvern vegin bundinn við lögheimili. Það er verið að rugla saman annars vegar lögfræðilega hugtakinu lögheimili og síðan sálfræðilegu hugtaki, sálrænn stöðugleiki barns.“Gert ráð fyrir að lögheimili verði hjá móður Heimir segir að sálrænn stöðugleiki byggi á því að barnið sé í öruggu umhverfi, með einhverjum sem það treystir, en ekki bundið að því að barnið sé á lögheimilinu sínu. Hann segir að þetta geri málin erfiðari fyrir feður í umgengnismálum. „Það gerir það eðlilega þegar löggjöfin segir beinlínis að umgengni við umgengnisforeldri sé á einhvern hátt varhugaverð, þá hefur það áhrif á framkvæmd laganna.“ Að hans mati hefur framkvæmd laganna verið á margan hátt skrítin. Heimir segir að í mörgum tilfellum sé gengið útfrá því að lögheimili barns muni verða hjá móður og faðirinn muni borga meðlag, þegar foreldrar mæta til sýslumanns vegna forræðismála eftir skilnað. „Þannig er þetta bara lagt upp fyrir foreldra þegar þeir mæta.“Alveg glórulaust Lögheimili barns skiptir gríðarlega miklu máli, þrátt fyrir að foreldrar á Íslandi séu flestir með sameiginlega forsjá og fara báðir foreldrar þá með ábyrgð á barninu. Heimir gagnrýnir harðlega að aðeins lögheimilisforeldri megi fara með barn til læknis, sem hafi verið bætt við lögin árið 2013. „Hvernig getur foreldri borið ábyrgð á barni ef það hefur ekki heimild til að fara með barnið til læknis?“ Heimir segir að þetta sé alveg glórulaust og „á Íslandi er það þannig að í 95 prósent tilfella eru það feður sem eru í þessari stöðu.“ Hann segir að það valdi togstreitu þegar foreldrar eru settir í þá stöðu að allt valdið er sett öðru megin og hinn aðilinn sé eins og aðskotahlutur.„Það er þekkt alls staðar í heiminum að valdamisræmi veldur togstreitu og það veldur ofbeldi.“Heimir segir að foreldrar hér á landi séu að standa sig vel þegar kemur að sameiginlegri forsjá en þó sé ákveðið hlutfall að gera þetta illa og misnota sér aðstæður sínar sem lögheimilisforeldri.AðsentÁkveðið hlutfall gerir þetta illa Lögheimilisforeldrið, foreldrið með mestu völdin, hafi því mikið að segja um það hvernig samskiptin eru, hvort þau eru góð eða slæm. Heimir segir að því miður séu mörg dæmi um að foreldrar séu að misnota sér aðstæður sínar. „Ég tel að foreldrar á Íslandi séu komnir áratugum á undan löggjöfinni og ég tel að íslenskir foreldrar séu að gera þetta best í heimi. En engu að síður þá er ákveðið hlutfall að gera þetta illa.“ Heimir segir að lögin árið 2013 hafi verið mikil afturför fyrir foreldrajafnrétti. Stjórnvöld hér á landi séu með skýra stefnu um sameiginlega ábyrgð foreldra, en með þessari viðbót hafi ekki allir foreldrar heimild til að bregðast við.Vilja að báðir foreldrar hafi heimild til að taka ábyrgð Heimir er sjálfur lögheimilisforeldri sinna barna og býr með annarri barnsmóður sinni. Hann segir samskiptin við hina barnsmóðurina vera mjög góð. Rætt var um að reynt hafi verið sverta mannorð hans í lokuðum Facebook hópum vegna baráttu hans fyrir jöfnum rétt foreldra. „Einhvern tímann segi ég að forsjá barns eigi að fara til eftirlifandi foreldris ef að forsjárforeldrið deyr og þá koma getgátur um það hvort að ég sé að halda þessu fram af því að ég hafi hugsanlega drepið barnsmóður mína.“ Umræða hafi svo sprottið upp frá þessu í ákveðnum Facebook hóp. Heimir segir að þetta sé ekki rétt og að báðar barnsmæður hans séu á lífi. „Svoleiðis gerir fólk ekki nema að það hafi ekki málefnaleg rök. Ef þú ert með málefnaleg rök þá notar þú þau fyrst.“ Heimir segir að nú sé umræða í innanríkisráðuneytinu um jafnt búsetuform barna og hugsanlega breytingar á meðlagskerfinu, sem félagið hafi vissulega skoðanir á. „Við teljum okkur vera með mjög hógværar kröfur, bara að það sé komið fram við foreldra eins og fólk og að foreldrar hafi heimi heimild til að taka ábyrgð á börnunum sínum.“ Heimild til að taka afgerandi ákvarðanir Í 28. grein barnalaga segir: „Þegar foreldrar fara sameiginlega með forsjá barns skulu þeir taka sameiginlega allar meiri háttar ákvarðanir sem varða barn. Ef foreldrar búa ekki saman hefur það foreldri sem barn á lögheimili hjá heimild til þess að taka afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barnsins, svo sem um hvar barnið skuli eiga lögheimili innan lands, um val á leikskóla, grunnskóla og daggæslu, venjulega eða nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og reglubundið tómstundastarf. Foreldrar sem fara saman með forsjá barns skulu þó ávallt leitast við að hafa samráð áður en þessum málefnum barns er ráðið til lykta.“ Í frumvarpinu um lagabreytinguna kemur meðal annars fram: „Ef foreldrar búa ekki saman er mörkuð sú stefna að það foreldri sem barn á lögheimili hjá hafi heimild til að taka það sem kallaðar eru afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barns. Nauðsynlegt þykir að afmarka frekar en gert er í núgildandi lögum hvenær annað foreldra getur ráðið ákveðnum málefnum barns til lykta. Um þetta vísast frekar til almennra athugasemda. Hér verður að leggja til grundvallar þarfir barnsins fyrir öryggi, stöðugleika, þroskavænleg skilyrði og samfellu í umönnun. Tekið er af skarið um að undir afgerandi ákvarðanir um daglegt líf falli m.a. ákvarðanir um hvar barn skuli eiga lögheimili innanlands og um val á leikskóla, grunnskóla og daggæslu. Einnig fellur þarna undir venjuleg eða nauðsynleg heilbrigðisþjónusta. Með orðinu venjuleg er átt við minni háttar heilbrigðisþjónustu, svo sem reglubundið ungbarnaeftirlit, læknisaðstoð vegna minni háttar kvilla og reglubundna tannlæknaþjónustu. Með nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu er átt við þá þjónustu sem heilbrigðisstarfsmenn mæla með en undir hana geta fallið hvers konar rannsóknir og greining en einnig meðferð, lyfjagjöf og aðgerðir. “Fréttin hefur verið uppfærð.Viðtalið við Heimi má heyra hér að neðan: Alþingi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Vonir bundnar við lagabreytingu um skipta búsetu barna Þannig myndi meðlagsskylda falla niður og barnabætur deilast jafnt á foreldra. 28. maí 2016 19:17 Áfram í farbanni grunuð um barnsrán Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að brasilísk kona skuli áfram sæta farbanni þar sem hún er grunuð um að brjóta gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. 2. janúar 2018 18:06 Málþóf í tálmunarfrumvarpi Efasemdir eru í stjórnarliðinu um frumvarp sem heimilar fangelsisvist foreldra sem tálma umgengni. Litlar líkur eru á að það fái afgreiðslu þingsins. Fyrsti flutningsmaður segir stjórnarandstöðuna stunda málþóf. 11. maí 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Heimir Hilmarsson, félagsráðgjafi og formaður Félags um foreldrajafnrétti, segir að það þurfi að uppfæra lög um foreldrajafnrétti á Íslandi og að foreldrar hér á landi séu komnir áratugum á undan löggjöfinni. Heimir var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í dag og segir hann að ýmislegt hafi breyst til batnaðar síðan Félag um foreldrajafnrétti var stofnað árið 1997, eins og til dæmis tilkoma fæðingarorlofs fyrir feður árið 2000. „Ég tel að það hafi stuðlað að meira foreldrajafnrétti heldur en nokkuð annað sem hefur verið gert í íslenskri löggjöf á síðustu áratugum.“Mjög jöfn umönnun barna hér á landi Hann segir að með tilkomu feðraorlofs þá hafi feður sem bjuggu með mæðrum barna sinna, tekið meira þátt í uppeldinu. „Þetta hefur að mínu mati orðið til þess að þegar það kemur til skilnaðar að þá eru feður meira viljugir til þess að vera með börnunum sínum eftir skilnað. Ég tel að jöfn umgengni, jöfn umönnun barna eftir skilnað sé mest á Íslandi, að foreldrar séu að standa sig best á Íslandi af foreldrum í heiminum.“ Heimir telur að þetta sé fyrst og fremst vegna feðraorlofsins. „Þetta er að gerast þrátt fyrir það að barnalögin, lögin sem fjalla um ábyrgð foreldra og hvernig þessu er háttað eftir skilnað, eru beinlínis andsnúin samvinnu foreldra og hindra á margan hátt samvinnu foreldra miklu frekar en að styðja við hana.“Stöðugleiki sé ekki bundinn við lögheimili Hann segir að í barnalögum sé réttur lögheimilisforeldris algjör. „Umgengnisforeldrið er ávarpað svolítið eins og geimvera í barnalögum. Það er sérstaklega varað við umgengni við umgengnisforeldri í greinargerð með barnalögum. Það er aldrei varað við því að barn sé að fara í ókunnugt umhverfi hjá dagmóður eða afa og ömmu eða neitt slíkt, en það er sérstaklega varað við því að fara út af lögheimilinu með umgengnisforeldri. Það er eins og umhverfisforeldri sé einhver geimvera frá annarri plánetu.“ „Ef foreldra greinir á um umgengni tekur sýslumaður ákvörðun um umgengni samkvæmt þessari grein með úrskurði. Ákvörðun skal ávallt tekin eftir því sem barni er fyrir bestu. Sýslumaður lítur m.a. til tengsla barns við báða foreldra, aldurs barns, stöðugleika í lífi barns, búsetu foreldra og vilja barns að teknu tilliti til aldurs og þroska,“ segir meðal annars í 47.grein barnalaga. Heimir segir að orðalaginu hafi verið bætt við lögin árið 2013, þar sem talað er um að verið sé að stofna stöðugleika barns í ójafnvægi. „Stöðugleiki barns er einhvern vegin bundinn við lögheimili. Það er verið að rugla saman annars vegar lögfræðilega hugtakinu lögheimili og síðan sálfræðilegu hugtaki, sálrænn stöðugleiki barns.“Gert ráð fyrir að lögheimili verði hjá móður Heimir segir að sálrænn stöðugleiki byggi á því að barnið sé í öruggu umhverfi, með einhverjum sem það treystir, en ekki bundið að því að barnið sé á lögheimilinu sínu. Hann segir að þetta geri málin erfiðari fyrir feður í umgengnismálum. „Það gerir það eðlilega þegar löggjöfin segir beinlínis að umgengni við umgengnisforeldri sé á einhvern hátt varhugaverð, þá hefur það áhrif á framkvæmd laganna.“ Að hans mati hefur framkvæmd laganna verið á margan hátt skrítin. Heimir segir að í mörgum tilfellum sé gengið útfrá því að lögheimili barns muni verða hjá móður og faðirinn muni borga meðlag, þegar foreldrar mæta til sýslumanns vegna forræðismála eftir skilnað. „Þannig er þetta bara lagt upp fyrir foreldra þegar þeir mæta.“Alveg glórulaust Lögheimili barns skiptir gríðarlega miklu máli, þrátt fyrir að foreldrar á Íslandi séu flestir með sameiginlega forsjá og fara báðir foreldrar þá með ábyrgð á barninu. Heimir gagnrýnir harðlega að aðeins lögheimilisforeldri megi fara með barn til læknis, sem hafi verið bætt við lögin árið 2013. „Hvernig getur foreldri borið ábyrgð á barni ef það hefur ekki heimild til að fara með barnið til læknis?“ Heimir segir að þetta sé alveg glórulaust og „á Íslandi er það þannig að í 95 prósent tilfella eru það feður sem eru í þessari stöðu.“ Hann segir að það valdi togstreitu þegar foreldrar eru settir í þá stöðu að allt valdið er sett öðru megin og hinn aðilinn sé eins og aðskotahlutur.„Það er þekkt alls staðar í heiminum að valdamisræmi veldur togstreitu og það veldur ofbeldi.“Heimir segir að foreldrar hér á landi séu að standa sig vel þegar kemur að sameiginlegri forsjá en þó sé ákveðið hlutfall að gera þetta illa og misnota sér aðstæður sínar sem lögheimilisforeldri.AðsentÁkveðið hlutfall gerir þetta illa Lögheimilisforeldrið, foreldrið með mestu völdin, hafi því mikið að segja um það hvernig samskiptin eru, hvort þau eru góð eða slæm. Heimir segir að því miður séu mörg dæmi um að foreldrar séu að misnota sér aðstæður sínar. „Ég tel að foreldrar á Íslandi séu komnir áratugum á undan löggjöfinni og ég tel að íslenskir foreldrar séu að gera þetta best í heimi. En engu að síður þá er ákveðið hlutfall að gera þetta illa.“ Heimir segir að lögin árið 2013 hafi verið mikil afturför fyrir foreldrajafnrétti. Stjórnvöld hér á landi séu með skýra stefnu um sameiginlega ábyrgð foreldra, en með þessari viðbót hafi ekki allir foreldrar heimild til að bregðast við.Vilja að báðir foreldrar hafi heimild til að taka ábyrgð Heimir er sjálfur lögheimilisforeldri sinna barna og býr með annarri barnsmóður sinni. Hann segir samskiptin við hina barnsmóðurina vera mjög góð. Rætt var um að reynt hafi verið sverta mannorð hans í lokuðum Facebook hópum vegna baráttu hans fyrir jöfnum rétt foreldra. „Einhvern tímann segi ég að forsjá barns eigi að fara til eftirlifandi foreldris ef að forsjárforeldrið deyr og þá koma getgátur um það hvort að ég sé að halda þessu fram af því að ég hafi hugsanlega drepið barnsmóður mína.“ Umræða hafi svo sprottið upp frá þessu í ákveðnum Facebook hóp. Heimir segir að þetta sé ekki rétt og að báðar barnsmæður hans séu á lífi. „Svoleiðis gerir fólk ekki nema að það hafi ekki málefnaleg rök. Ef þú ert með málefnaleg rök þá notar þú þau fyrst.“ Heimir segir að nú sé umræða í innanríkisráðuneytinu um jafnt búsetuform barna og hugsanlega breytingar á meðlagskerfinu, sem félagið hafi vissulega skoðanir á. „Við teljum okkur vera með mjög hógværar kröfur, bara að það sé komið fram við foreldra eins og fólk og að foreldrar hafi heimi heimild til að taka ábyrgð á börnunum sínum.“ Heimild til að taka afgerandi ákvarðanir Í 28. grein barnalaga segir: „Þegar foreldrar fara sameiginlega með forsjá barns skulu þeir taka sameiginlega allar meiri háttar ákvarðanir sem varða barn. Ef foreldrar búa ekki saman hefur það foreldri sem barn á lögheimili hjá heimild til þess að taka afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barnsins, svo sem um hvar barnið skuli eiga lögheimili innan lands, um val á leikskóla, grunnskóla og daggæslu, venjulega eða nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og reglubundið tómstundastarf. Foreldrar sem fara saman með forsjá barns skulu þó ávallt leitast við að hafa samráð áður en þessum málefnum barns er ráðið til lykta.“ Í frumvarpinu um lagabreytinguna kemur meðal annars fram: „Ef foreldrar búa ekki saman er mörkuð sú stefna að það foreldri sem barn á lögheimili hjá hafi heimild til að taka það sem kallaðar eru afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barns. Nauðsynlegt þykir að afmarka frekar en gert er í núgildandi lögum hvenær annað foreldra getur ráðið ákveðnum málefnum barns til lykta. Um þetta vísast frekar til almennra athugasemda. Hér verður að leggja til grundvallar þarfir barnsins fyrir öryggi, stöðugleika, þroskavænleg skilyrði og samfellu í umönnun. Tekið er af skarið um að undir afgerandi ákvarðanir um daglegt líf falli m.a. ákvarðanir um hvar barn skuli eiga lögheimili innanlands og um val á leikskóla, grunnskóla og daggæslu. Einnig fellur þarna undir venjuleg eða nauðsynleg heilbrigðisþjónusta. Með orðinu venjuleg er átt við minni háttar heilbrigðisþjónustu, svo sem reglubundið ungbarnaeftirlit, læknisaðstoð vegna minni háttar kvilla og reglubundna tannlæknaþjónustu. Með nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu er átt við þá þjónustu sem heilbrigðisstarfsmenn mæla með en undir hana geta fallið hvers konar rannsóknir og greining en einnig meðferð, lyfjagjöf og aðgerðir. “Fréttin hefur verið uppfærð.Viðtalið við Heimi má heyra hér að neðan:
Alþingi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Vonir bundnar við lagabreytingu um skipta búsetu barna Þannig myndi meðlagsskylda falla niður og barnabætur deilast jafnt á foreldra. 28. maí 2016 19:17 Áfram í farbanni grunuð um barnsrán Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að brasilísk kona skuli áfram sæta farbanni þar sem hún er grunuð um að brjóta gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. 2. janúar 2018 18:06 Málþóf í tálmunarfrumvarpi Efasemdir eru í stjórnarliðinu um frumvarp sem heimilar fangelsisvist foreldra sem tálma umgengni. Litlar líkur eru á að það fái afgreiðslu þingsins. Fyrsti flutningsmaður segir stjórnarandstöðuna stunda málþóf. 11. maí 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Vonir bundnar við lagabreytingu um skipta búsetu barna Þannig myndi meðlagsskylda falla niður og barnabætur deilast jafnt á foreldra. 28. maí 2016 19:17
Áfram í farbanni grunuð um barnsrán Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að brasilísk kona skuli áfram sæta farbanni þar sem hún er grunuð um að brjóta gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. 2. janúar 2018 18:06
Málþóf í tálmunarfrumvarpi Efasemdir eru í stjórnarliðinu um frumvarp sem heimilar fangelsisvist foreldra sem tálma umgengni. Litlar líkur eru á að það fái afgreiðslu þingsins. Fyrsti flutningsmaður segir stjórnarandstöðuna stunda málþóf. 11. maí 2017 07:00