Filippus undir skurðarhnífinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. apríl 2018 05:48 Filippus fagnar 97 ára afmæli í sumar. Vísir/Getty Filippus prins, hertoginn af Edinborg, og eiginmaður Elísabetar II Bretadrottningar, mun fara í mjaðmaaðgerð á sjúkrahúsi í Lundúnum síðar í dag. Í tilkynningu frá Buckingham-höll kemur fram að prinsinn hafi verið fluttur á spítala Játvarðs VII í Marylebone, síðdegis í gær, þar sem hann hefur dvalið í aðdraganda aðgerðarinnar. Breskir fjölmiðlar segjast ekkert geta fullyrt nákvæmlega um heilsu Filippusar en hann hætti öllum opinberum erindagjörðum í maí á síðasta ári. Þó er talið að fjarvera hans á páskaathöfn sem fram fór í Windsor um helgina kunni að skýrast af mjaðmavandræðunum.Sjá einnig: Filippus prins hættir öllum opinberum erindagjörðumÞá var hann jafnframt fjarverandi við tvær aðrar uppákomur í Windsor kastala, þann 22. mars og svo aftur viku síðar. Hvort mjaðmaheilsa prinsins skýri þetta allt skal þó ósagt látið en Buckingham-höll hefur heitið því að upplýsa almenning þegar konungsfjölskyldan telur það við hæfi. Það skyldi þó engan undra að Filippus vilji vera í toppstandi næstu vikurnar enda dagskrá prinsins nokkuð þétt. Vilhjálmur prins, barnabarn Filippusar, og eiginkona hans Katrín eiga von á sínu þriðja barni í apríl og Harry, sem einnig er barnabarn Filippusar, gengur að eiga Meghan Markle við hátíðlega athöfn í maí. Þá mun Fillipus jafnframt fagna 97 ára afmæli í sumar. Elísabet Bretadrottning virðist þó enn vera við hestaheilsu, 92 ára gömul.Filippus heimsótti Ísland árið 1964 og í spilaranum hér fyrir neðan má sjá skemmtliegt myndband frá heimsókninni. Kóngafólk Tengdar fréttir Elísabet og Filippus fagna platínubrúðkaupi Engin þjóðhöfðingi Bretlands hefur fagnað sjötíu ára brúðkaupsafmæli. 20. nóvember 2017 09:48 Filippus prins fer loks á eftirlaun í vikunni Hertoginn af Edinborg mun sinna sínum síðustu opinberu erindagjörðum síðar í vikunni. 31. júlí 2017 11:51 Filippus prins hættir öllum opinberum erindagjörðum Filippus er 95 ára gamall 4. maí 2017 09:08 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Filippus prins, hertoginn af Edinborg, og eiginmaður Elísabetar II Bretadrottningar, mun fara í mjaðmaaðgerð á sjúkrahúsi í Lundúnum síðar í dag. Í tilkynningu frá Buckingham-höll kemur fram að prinsinn hafi verið fluttur á spítala Játvarðs VII í Marylebone, síðdegis í gær, þar sem hann hefur dvalið í aðdraganda aðgerðarinnar. Breskir fjölmiðlar segjast ekkert geta fullyrt nákvæmlega um heilsu Filippusar en hann hætti öllum opinberum erindagjörðum í maí á síðasta ári. Þó er talið að fjarvera hans á páskaathöfn sem fram fór í Windsor um helgina kunni að skýrast af mjaðmavandræðunum.Sjá einnig: Filippus prins hættir öllum opinberum erindagjörðumÞá var hann jafnframt fjarverandi við tvær aðrar uppákomur í Windsor kastala, þann 22. mars og svo aftur viku síðar. Hvort mjaðmaheilsa prinsins skýri þetta allt skal þó ósagt látið en Buckingham-höll hefur heitið því að upplýsa almenning þegar konungsfjölskyldan telur það við hæfi. Það skyldi þó engan undra að Filippus vilji vera í toppstandi næstu vikurnar enda dagskrá prinsins nokkuð þétt. Vilhjálmur prins, barnabarn Filippusar, og eiginkona hans Katrín eiga von á sínu þriðja barni í apríl og Harry, sem einnig er barnabarn Filippusar, gengur að eiga Meghan Markle við hátíðlega athöfn í maí. Þá mun Fillipus jafnframt fagna 97 ára afmæli í sumar. Elísabet Bretadrottning virðist þó enn vera við hestaheilsu, 92 ára gömul.Filippus heimsótti Ísland árið 1964 og í spilaranum hér fyrir neðan má sjá skemmtliegt myndband frá heimsókninni.
Kóngafólk Tengdar fréttir Elísabet og Filippus fagna platínubrúðkaupi Engin þjóðhöfðingi Bretlands hefur fagnað sjötíu ára brúðkaupsafmæli. 20. nóvember 2017 09:48 Filippus prins fer loks á eftirlaun í vikunni Hertoginn af Edinborg mun sinna sínum síðustu opinberu erindagjörðum síðar í vikunni. 31. júlí 2017 11:51 Filippus prins hættir öllum opinberum erindagjörðum Filippus er 95 ára gamall 4. maí 2017 09:08 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Elísabet og Filippus fagna platínubrúðkaupi Engin þjóðhöfðingi Bretlands hefur fagnað sjötíu ára brúðkaupsafmæli. 20. nóvember 2017 09:48
Filippus prins fer loks á eftirlaun í vikunni Hertoginn af Edinborg mun sinna sínum síðustu opinberu erindagjörðum síðar í vikunni. 31. júlí 2017 11:51