Enn þjarmað að Facebook Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. apríl 2018 06:00 Eru gömul myndbönd frá þér enn á vefþjónum Facebook? Vísir/GETTY Facebook baðst í gær afsökunar á því að hafa geymt myndbönd sem notendur höfðu sett inn og síðan valið að eyða. New York Magazine fjallaði fyrst um málið fyrir helgi í kjölfar þess að Facebook-notandi hlóð niður Facebook-skjalasafni sínu og sá þar myndbönd sem hann hafði fyrir löngu valið að eyða. Upplýsingafulltrúi Facebook sagði í samtali við TechCrunch í gær að galli ylli vandanum. „Við komumst að því að galli kæmi í veg fyrir að myndböndum yrði eytt. Við erum nú að eyða myndböndunum og biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið.“ Auðvelt er að komast að því hvað Facebook veit um notanda. Hægt er að fara í stillingar og þar smella á „Hlaða niður afriti af Facebook-gögnum þínum“. Eftir nokkrar mínútur fær notandi tilkynningu og er þá hægt að hlaða skjalasafninu niður.Vilja ekki græða á persónuupplýsingum Meðhöndlun Facebook á persónuupplýsingum hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarið. Allt frá því að upp komst um umfang starfsemi greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica. Nýtti fyrirtækið persónuupplýsingar Facebook-notenda til þess að hafa óeðlileg áhrif á lýðræðisferlið í fjölda ríkja. Umfjöllunin vakti hörð viðbrögð Tims Cook, forstjóra Apple. Í viðtali við MSNBC, sem brot var sýnt úr í síðustu viku, sagði forstjórinn að Apple hefði vel getað halað inn milljarða á því að græða á persónuupplýsingum. „Við völdum að gera það ekki. Við ætlum ekki að stunda viðskipti með persónulegar upplýsingar. Friðhelgi einkalífsins telst að okkar mati til mannréttinda.“ Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, svaraði þessu á annan í páskum. Sagði hann það ósatt að Facebook væri sama um notendur sína. „Það er mikilvægt að við þjáumst ekki af Stokkhólmsheilkenninu og leyfum fyrirtækjum, sem gera sitt besta til þess að rukka sem mest, ekki að sannfæra ykkur um að þessum fyrirtækjum sé meira annt um ykkur. Það er fáránlegt.“ Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tengdar fréttir Facebook kynnir breytingar á gagnavernd Facebook kynnti í dag ýmsar nýjunar á samfélagsmiðlinum sem eiga að auðvelda notendum hans að sjá og ná í gögn sem miðillinn hefur um þá. 28. mars 2018 12:15 Zuckerberg mislíkar minnisblað varaforseta Forstjóri Facebook segist ósammála umdeildu minnisblaði eins varaforseta fyrirtækisins. Þar var því haldið fram að tilgangurinn helgaði meðalið. Vafasamir viðskiptahættir væru í lagi svo lengi sem þeir stuðluðu að vexti Facebook. 31. mars 2018 09:45 Að hætta á Facebook getur dregið úr streitu Stutt pása frá samskiptamiðlinum Facebook getur haft jákvæð áhrif á myndun streituhormóna. 3. apríl 2018 06:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Facebook baðst í gær afsökunar á því að hafa geymt myndbönd sem notendur höfðu sett inn og síðan valið að eyða. New York Magazine fjallaði fyrst um málið fyrir helgi í kjölfar þess að Facebook-notandi hlóð niður Facebook-skjalasafni sínu og sá þar myndbönd sem hann hafði fyrir löngu valið að eyða. Upplýsingafulltrúi Facebook sagði í samtali við TechCrunch í gær að galli ylli vandanum. „Við komumst að því að galli kæmi í veg fyrir að myndböndum yrði eytt. Við erum nú að eyða myndböndunum og biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið.“ Auðvelt er að komast að því hvað Facebook veit um notanda. Hægt er að fara í stillingar og þar smella á „Hlaða niður afriti af Facebook-gögnum þínum“. Eftir nokkrar mínútur fær notandi tilkynningu og er þá hægt að hlaða skjalasafninu niður.Vilja ekki græða á persónuupplýsingum Meðhöndlun Facebook á persónuupplýsingum hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarið. Allt frá því að upp komst um umfang starfsemi greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica. Nýtti fyrirtækið persónuupplýsingar Facebook-notenda til þess að hafa óeðlileg áhrif á lýðræðisferlið í fjölda ríkja. Umfjöllunin vakti hörð viðbrögð Tims Cook, forstjóra Apple. Í viðtali við MSNBC, sem brot var sýnt úr í síðustu viku, sagði forstjórinn að Apple hefði vel getað halað inn milljarða á því að græða á persónuupplýsingum. „Við völdum að gera það ekki. Við ætlum ekki að stunda viðskipti með persónulegar upplýsingar. Friðhelgi einkalífsins telst að okkar mati til mannréttinda.“ Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, svaraði þessu á annan í páskum. Sagði hann það ósatt að Facebook væri sama um notendur sína. „Það er mikilvægt að við þjáumst ekki af Stokkhólmsheilkenninu og leyfum fyrirtækjum, sem gera sitt besta til þess að rukka sem mest, ekki að sannfæra ykkur um að þessum fyrirtækjum sé meira annt um ykkur. Það er fáránlegt.“
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tengdar fréttir Facebook kynnir breytingar á gagnavernd Facebook kynnti í dag ýmsar nýjunar á samfélagsmiðlinum sem eiga að auðvelda notendum hans að sjá og ná í gögn sem miðillinn hefur um þá. 28. mars 2018 12:15 Zuckerberg mislíkar minnisblað varaforseta Forstjóri Facebook segist ósammála umdeildu minnisblaði eins varaforseta fyrirtækisins. Þar var því haldið fram að tilgangurinn helgaði meðalið. Vafasamir viðskiptahættir væru í lagi svo lengi sem þeir stuðluðu að vexti Facebook. 31. mars 2018 09:45 Að hætta á Facebook getur dregið úr streitu Stutt pása frá samskiptamiðlinum Facebook getur haft jákvæð áhrif á myndun streituhormóna. 3. apríl 2018 06:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Facebook kynnir breytingar á gagnavernd Facebook kynnti í dag ýmsar nýjunar á samfélagsmiðlinum sem eiga að auðvelda notendum hans að sjá og ná í gögn sem miðillinn hefur um þá. 28. mars 2018 12:15
Zuckerberg mislíkar minnisblað varaforseta Forstjóri Facebook segist ósammála umdeildu minnisblaði eins varaforseta fyrirtækisins. Þar var því haldið fram að tilgangurinn helgaði meðalið. Vafasamir viðskiptahættir væru í lagi svo lengi sem þeir stuðluðu að vexti Facebook. 31. mars 2018 09:45
Að hætta á Facebook getur dregið úr streitu Stutt pása frá samskiptamiðlinum Facebook getur haft jákvæð áhrif á myndun streituhormóna. 3. apríl 2018 06:00