Seldist upp á 12 mínútum Benedikt Bóas skrifar 4. apríl 2018 06:00 Vinsældir Skálmaldar eru miklar og eftirspurnin eftir að hljómsveitin og Sinfó tækju saman höndum aftur var mikil. En Bibbi segir að þessar 12 mínútur hafi komið sér í opna skjöldu. Sjálfur var hann staddur í Bakaríinu á Húsavík að borða hádegismat þegar miðasalan hófst og hann var ekki búinn þegar nánast allir miðar voru seldir. Lalli Sig „Við erum að reyna að komast að því hvort það sé hægt að fjölga tónleikum en það eru margir sem þurfa að vera á réttum stað á réttum tíma til að geta sagt já. En við erum að reyna,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, Bibbi í Skálmöld, en í gær seldist upp á tónleika hljómsveitarinnar ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands á nokkrum mínútum. Bibbi segir að mínúturnar hafi verið 12 en síðan hafi einhverjir miðar farið aftur út í kerfið og því hafi nokkrir heppnir náð í miða. Tónleikarnir fara fram í Eldborgarsal Hörpu 24. og 25. ágúst en hljómsveitirnar auk Karlakórs Reykjavíkur, Kammerkórsins Hymnodia og Barnakórs Kársnesskóla léku síðast saman á þrennum tónleikum árið 2013 sem slógu í gegn svo eftir var tekið. „Við í Skálmöld erum alltaf niðri á jörðinni og maður þorir aldrei að búast við neinu. Auðvitað vonaði maður að þetta myndi ganga upp, ef maður bókar tvenna tónleika í Eldborg þá ertu að setja 3.000 miða í sölu. En þetta var svolítið öfgafullt og ég er ofboðslega feginn að þetta seldist.“„Það er alltaf smá hnútur í maganum rétt áður, því að það er svo eymdarlegt í Eldborg með 100 manns í salnum, eins og það er nú gaman á Gauknum með 100 manns.“ „Við erum fegnir og montnir enda er þetta glæsilegt,“ segir hann. Hljómsveitarstjóri verður Bernharður Wilkinson sem sló í gegn árið 2013 þegar hann stýrði þessu ógnarverkefni eins og höfðingi. Bibbi segir að Bernharður hafi verið meira en lítið til þegar kallið kom. „Ég veit að hann fagnaði mikið þegar við báðum hann um að stýra þessu aftur. Hann var svo risastór partur af þessu síðast og faðmaði þetta að sér. Hann talaði tungumál allra og stóð í miðjunni og stjórnaði. Um leið og þetta ferli fór af stað, að koma þessu heim og saman aftur, þá var eiginlega skilyrði að hann gerði þetta aftur.“ Síðan 2013 hafa Skálmeldingar gefið út tvær plötur og því þarf að útsetja nýju lögin upp á nýtt. Haraldur V. Sveinbjörnsson mun gera það líkt og fyrir síðustu tónleika. „Við erum ekkert að fara af stað með einhverja nýja hugmynd. Halli er að útsetja fleiri lög og við hugsum lagavalið alveg upp á nýtt. Trúlega hverfur helmingurinn af lögunum sem við spiluðum 2013 til að koma nýjum lögum fyrir. Við erum að verða búnir að ræða lagavalið og það er ekki auðvelt. Það er lúxusvandamál. Það þurfti að setjast niður og rökræða því menn voru ekki sammála,“ segir Bibbi. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fleiri fréttir Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Sjá meira
„Við erum að reyna að komast að því hvort það sé hægt að fjölga tónleikum en það eru margir sem þurfa að vera á réttum stað á réttum tíma til að geta sagt já. En við erum að reyna,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, Bibbi í Skálmöld, en í gær seldist upp á tónleika hljómsveitarinnar ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands á nokkrum mínútum. Bibbi segir að mínúturnar hafi verið 12 en síðan hafi einhverjir miðar farið aftur út í kerfið og því hafi nokkrir heppnir náð í miða. Tónleikarnir fara fram í Eldborgarsal Hörpu 24. og 25. ágúst en hljómsveitirnar auk Karlakórs Reykjavíkur, Kammerkórsins Hymnodia og Barnakórs Kársnesskóla léku síðast saman á þrennum tónleikum árið 2013 sem slógu í gegn svo eftir var tekið. „Við í Skálmöld erum alltaf niðri á jörðinni og maður þorir aldrei að búast við neinu. Auðvitað vonaði maður að þetta myndi ganga upp, ef maður bókar tvenna tónleika í Eldborg þá ertu að setja 3.000 miða í sölu. En þetta var svolítið öfgafullt og ég er ofboðslega feginn að þetta seldist.“„Það er alltaf smá hnútur í maganum rétt áður, því að það er svo eymdarlegt í Eldborg með 100 manns í salnum, eins og það er nú gaman á Gauknum með 100 manns.“ „Við erum fegnir og montnir enda er þetta glæsilegt,“ segir hann. Hljómsveitarstjóri verður Bernharður Wilkinson sem sló í gegn árið 2013 þegar hann stýrði þessu ógnarverkefni eins og höfðingi. Bibbi segir að Bernharður hafi verið meira en lítið til þegar kallið kom. „Ég veit að hann fagnaði mikið þegar við báðum hann um að stýra þessu aftur. Hann var svo risastór partur af þessu síðast og faðmaði þetta að sér. Hann talaði tungumál allra og stóð í miðjunni og stjórnaði. Um leið og þetta ferli fór af stað, að koma þessu heim og saman aftur, þá var eiginlega skilyrði að hann gerði þetta aftur.“ Síðan 2013 hafa Skálmeldingar gefið út tvær plötur og því þarf að útsetja nýju lögin upp á nýtt. Haraldur V. Sveinbjörnsson mun gera það líkt og fyrir síðustu tónleika. „Við erum ekkert að fara af stað með einhverja nýja hugmynd. Halli er að útsetja fleiri lög og við hugsum lagavalið alveg upp á nýtt. Trúlega hverfur helmingurinn af lögunum sem við spiluðum 2013 til að koma nýjum lögum fyrir. Við erum að verða búnir að ræða lagavalið og það er ekki auðvelt. Það er lúxusvandamál. Það þurfti að setjast niður og rökræða því menn voru ekki sammála,“ segir Bibbi.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fleiri fréttir Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Sjá meira