Erlent

Skotum hleypt af við höfuðstöðvar Youtube

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan var með mikinn viðbúnað við höfuðstöðvar YouTube.
Lögreglan var með mikinn viðbúnað við höfuðstöðvar YouTube. Vísir/AFP
Kona hóf skothríð í og við höfuðstöðvar YouTube í San Bruno í Kaliforníu nú í kvöld. Fjórir urðu fyrir skotum en þar af er einn 36 ára maður í alvarlegu ástandi og 32 ára kona er einnig í alvarlegu ástandi. Lögreglan hefur staðfest að konan er dáin og talið er að hún hafi verið ein að verki. Lögreglan segir útlit fyrir að hún hafi framið sjálfsmorð. Um 1.700 manns vinna í byggingunni og var leitað á starfsmönnum þegar þau voru færð út.

Ed Barberini, lögreglustjóri, sagði enn verið að leita í byggingunni en hann taldi að konan hefði verið ein að verki, eins og áður hefur komið fram. Málið sé þó enn í rannsókn og ekkert liggur fyrir um ástæðu árásarinnar og hvort að hún hafi mögulega verið starfsmaður YouTube.

Fregnir höfðu borist af öðrum árásarmanni en Barberini sagði það ekki rétt, miðað við þær upplýsingar sem lægju fyrir. Sjúkrahús á svæðinu höfðu gefið út að fleiri hefðu leitað til þeirra en svo virðist sem að einhverjir hafi slasast á flótta.

Uppfært 21:40

Lögreglan í San Bruno
Starfsmaður YouTube
Kona sem vinnur í næstu byggingu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×