Vinsæll íþróttakennari en bara meðaljón þegar kemur að ræktinni Guðný Hrönn skrifar 3. apríl 2018 06:00 Sigurður Þorri Gunnarsson, betur þekktur sem Siggi Gunnars, hefur svo sannarlega slegið í gegn sem spinningkennari. VÍSIR/ANDRI MARINÓ Sigurður Þorri Gunnarsson, eða Siggi Gunnars eins og hann er alltaf kallaður, hefur síðan í haust kennt spinning í World Class. Það væri kannski ekki frásögur færandi nema vegna þess að tímarnir hans hafa náð svakalegum vinsældum og tugir eru á biðlista eftir að komast að í tíma. Spurður út í þetta, hvers vegna tímarnir hans séu svona vinsælir, segir Siggi: „Ég hef ekki hugmynd! Ég var búinn að vera að kenna í þrjár eða fjórar vikur þegar mætingin fór að stigmagnast og eftir svona tvo mánuði þá var þetta orðið þannig að 125 mættu í hvern tíma og um 100, jafnvel 200 manns, voru skráðir á biðlista hverju sinni.“ Siggi kennir á mánudags- og miðvikudagskvöldum klukkan 20.00. Hann viðurkennir að hann hafi ekki haft mikla trú í fyrstu á að fólk myndi nenna í spinning svona seint. „Ég hafði nú ekki mikla trú á að fólk hefði áhuga á að mæta í spinning á þessum tíma. En ég ákvað samt að fara af stað að búa til líkamsræktartíma sem ég gæti sjálfur hugsað mér að mæta í, eitthvað sjúklega skemmtilegt. Og úr varð þetta æði. Ég varð eiginlega orðlaus,“ segir hann hlæjandi. Siggi leggur mikið upp úr því að grínast og hafa gaman í tímunum og hann reiknar með að það sé eitthvað sem fólk sé hrifið af. „Mér finnst þetta ógeðslega gaman sjálfum og ég nýt mín í botn og kannski er það bara að smitast út. Svo er ég er ekki beint þessi týpíska ræktartýpa og ég held að fólk tengi líka við það. Ég er bara meðaljón þegar kemur að ræktinni. En þetta er frábær hreyfing fyrir alla, eitthvað sem allir geta gert.“Vill að fólk sleppi feimninni „Þetta snýst ekki bara um að þjálfa líkamann heldur líka sálina, andlegu hliðina. Ég vil að fólk geti mætt í tímana mína og gleymt sér algjörlega og haft gaman. Í myrkrinu og diskóljósunum. Fólk á það til að vera feimið þegar það mætir í líkamsrækt en mitt takmark er að fá fólk til að sleppa feimninni,“ segir Siggi sem starfar einnig sem dagskrár- og tónlistarstjóri á útvarpsstöðinni K100. „Ég er á skrifstofunni allan daginn. Vinnudagurinn er stundum frá 08.00 til 22.00, en það er ógeðslega gaman. Ég elska það sem ég geri,“ útskýrir Siggi sem þykir gott að fá útrás á spinninghjólinu. „Ég iða alltaf í skinninu þegar ég er að fara að kenna. Þetta hefur svo góð áhrif á mann.“ Að lokum, spurður út í af hverju spinning sé íþróttin sem hann kýs að stunda og kenna, segist hann hafa heillast algjörlega af spinning þegar hann prófaði að kenna. „Þegar ég prófaði að kenna spinning þá fann ég að þetta var málið, þetta er frábær líkamsrækt þar sem hægt er að blanda góðri tónlist saman við hreyfingu. Og svo eru það spinninglærin, ég er alltaf að tala um þau í tímanum mínum, það er ekkert fallegra en góð spinninglæri,“ segir hann og hlær Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira
Sigurður Þorri Gunnarsson, eða Siggi Gunnars eins og hann er alltaf kallaður, hefur síðan í haust kennt spinning í World Class. Það væri kannski ekki frásögur færandi nema vegna þess að tímarnir hans hafa náð svakalegum vinsældum og tugir eru á biðlista eftir að komast að í tíma. Spurður út í þetta, hvers vegna tímarnir hans séu svona vinsælir, segir Siggi: „Ég hef ekki hugmynd! Ég var búinn að vera að kenna í þrjár eða fjórar vikur þegar mætingin fór að stigmagnast og eftir svona tvo mánuði þá var þetta orðið þannig að 125 mættu í hvern tíma og um 100, jafnvel 200 manns, voru skráðir á biðlista hverju sinni.“ Siggi kennir á mánudags- og miðvikudagskvöldum klukkan 20.00. Hann viðurkennir að hann hafi ekki haft mikla trú í fyrstu á að fólk myndi nenna í spinning svona seint. „Ég hafði nú ekki mikla trú á að fólk hefði áhuga á að mæta í spinning á þessum tíma. En ég ákvað samt að fara af stað að búa til líkamsræktartíma sem ég gæti sjálfur hugsað mér að mæta í, eitthvað sjúklega skemmtilegt. Og úr varð þetta æði. Ég varð eiginlega orðlaus,“ segir hann hlæjandi. Siggi leggur mikið upp úr því að grínast og hafa gaman í tímunum og hann reiknar með að það sé eitthvað sem fólk sé hrifið af. „Mér finnst þetta ógeðslega gaman sjálfum og ég nýt mín í botn og kannski er það bara að smitast út. Svo er ég er ekki beint þessi týpíska ræktartýpa og ég held að fólk tengi líka við það. Ég er bara meðaljón þegar kemur að ræktinni. En þetta er frábær hreyfing fyrir alla, eitthvað sem allir geta gert.“Vill að fólk sleppi feimninni „Þetta snýst ekki bara um að þjálfa líkamann heldur líka sálina, andlegu hliðina. Ég vil að fólk geti mætt í tímana mína og gleymt sér algjörlega og haft gaman. Í myrkrinu og diskóljósunum. Fólk á það til að vera feimið þegar það mætir í líkamsrækt en mitt takmark er að fá fólk til að sleppa feimninni,“ segir Siggi sem starfar einnig sem dagskrár- og tónlistarstjóri á útvarpsstöðinni K100. „Ég er á skrifstofunni allan daginn. Vinnudagurinn er stundum frá 08.00 til 22.00, en það er ógeðslega gaman. Ég elska það sem ég geri,“ útskýrir Siggi sem þykir gott að fá útrás á spinninghjólinu. „Ég iða alltaf í skinninu þegar ég er að fara að kenna. Þetta hefur svo góð áhrif á mann.“ Að lokum, spurður út í af hverju spinning sé íþróttin sem hann kýs að stunda og kenna, segist hann hafa heillast algjörlega af spinning þegar hann prófaði að kenna. „Þegar ég prófaði að kenna spinning þá fann ég að þetta var málið, þetta er frábær líkamsrækt þar sem hægt er að blanda góðri tónlist saman við hreyfingu. Og svo eru það spinninglærin, ég er alltaf að tala um þau í tímanum mínum, það er ekkert fallegra en góð spinninglæri,“ segir hann og hlær
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira