Metaukning í sölu öryggiskerfa fyrir heimili Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. apríl 2018 20:00 Metaukning hefur verið í sölu á öryggiskerfum fyrir heimili á fyrstu mánuðum þessa árs. Talsmenn öryggisfyrirtækja segja að aukninguna megi einkum rekja til innbrotahrinu á höfuðborgarsvæðinu, vitundarvakningar og nýrrar tækni í öryggisbúnaði. Talsvert hefur verið um innbrot á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu en það hafa fyrirtæki sem selja öryggiskerfi orðið vör við í sinni starfsemi. Auður Lilja Davíðsdóttir, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Öryggismiðstöðinni, segir fyrirtækið vart hafa undan við að setja upp öryggiskerfi á heimilum, svo mikil sé eftirspurnin. „Eftirspurnin er að aukast og við höfum sett upp mun fleiri kerfi áheldur en að við höfum gert á sama tíma [í fyrra] það sem af er þessu ári. Þetta eru held ég 150 innbrot sem er búið að tilkynna hér á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári og ég held að þetta sé metfjöldi síðustu fimm árin,“ segir Auður Lilja. Hún segir innbrotahrinuna þó líklega ekki vera einu skýringuna þótt eflaust vegi hún þungt. „Ef það er brotist inn þá auðvitað er það að snerta marga, það er að snerta fjölskyldumeðlimi, það er að snerta nágrannana, það eru vinnufélagarnir og svo framvegis. Og fólk er meira að huga að því að fá sér kerfi áður en það er brotist inn.“ Þá hafi ný tækni í öryggisbúnaði einnig notið aukinna vinsælda. Hjörtur Freyr Vigfússon, markaðsstjóri Securitas, tekur í svipaðan streng en hann segir eftirspurn eftir þjónustunni hafi aukist verulega frá því í fyrra. „Ég held að það sé óhætt að segja að þetta sé svona næstum því tvöföldun, á símtölum og svo heimsóknum okkar þar sem við erum að skoða heimili og aðstoða fólk, þetta er sirka tvöföldun miðað við sama tíma í fyrra,“ segir Hjörtur Freyr. Ýmsir þættir kunni að skýra þessa aukningu en eitt standi þó upp úr að sögn Hjartar. „Ég held að það sé nú fyrst og fremst þessi innbrotafaraldur og umræða um innbrot sem er að valda þessum aukna áhuga.“ Tengdar fréttir Lögreglan biður fólk að láta vita um grunsamlegar mannaferðir Segja betra að hringja einu sinni of oft í lögregluna en einu sinni of sjaldan. 28. mars 2018 17:20 Lögregla auglýsir tugi haldlagðra muna á Pinterest Fyrir skemmstu lagði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hald á töluvert magn muna, sem talið er að tengist innbrotum sem framin hafa verið nýverið. 30. mars 2018 11:28 Nágrannar og kirfilega lokaðir gluggar lykilatriði þegar farið er í frí Margir hyggja eflaust á ferðalag yfir páskana. Þá er gott að gera ráðstafanir vegna innbrotsþjófa sem hugsa sér gott til glóðarinnar og býr lögregla yfir góðum ráðum í þeim efnum. 28. mars 2018 16:38 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Metaukning hefur verið í sölu á öryggiskerfum fyrir heimili á fyrstu mánuðum þessa árs. Talsmenn öryggisfyrirtækja segja að aukninguna megi einkum rekja til innbrotahrinu á höfuðborgarsvæðinu, vitundarvakningar og nýrrar tækni í öryggisbúnaði. Talsvert hefur verið um innbrot á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu en það hafa fyrirtæki sem selja öryggiskerfi orðið vör við í sinni starfsemi. Auður Lilja Davíðsdóttir, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Öryggismiðstöðinni, segir fyrirtækið vart hafa undan við að setja upp öryggiskerfi á heimilum, svo mikil sé eftirspurnin. „Eftirspurnin er að aukast og við höfum sett upp mun fleiri kerfi áheldur en að við höfum gert á sama tíma [í fyrra] það sem af er þessu ári. Þetta eru held ég 150 innbrot sem er búið að tilkynna hér á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári og ég held að þetta sé metfjöldi síðustu fimm árin,“ segir Auður Lilja. Hún segir innbrotahrinuna þó líklega ekki vera einu skýringuna þótt eflaust vegi hún þungt. „Ef það er brotist inn þá auðvitað er það að snerta marga, það er að snerta fjölskyldumeðlimi, það er að snerta nágrannana, það eru vinnufélagarnir og svo framvegis. Og fólk er meira að huga að því að fá sér kerfi áður en það er brotist inn.“ Þá hafi ný tækni í öryggisbúnaði einnig notið aukinna vinsælda. Hjörtur Freyr Vigfússon, markaðsstjóri Securitas, tekur í svipaðan streng en hann segir eftirspurn eftir þjónustunni hafi aukist verulega frá því í fyrra. „Ég held að það sé óhætt að segja að þetta sé svona næstum því tvöföldun, á símtölum og svo heimsóknum okkar þar sem við erum að skoða heimili og aðstoða fólk, þetta er sirka tvöföldun miðað við sama tíma í fyrra,“ segir Hjörtur Freyr. Ýmsir þættir kunni að skýra þessa aukningu en eitt standi þó upp úr að sögn Hjartar. „Ég held að það sé nú fyrst og fremst þessi innbrotafaraldur og umræða um innbrot sem er að valda þessum aukna áhuga.“
Tengdar fréttir Lögreglan biður fólk að láta vita um grunsamlegar mannaferðir Segja betra að hringja einu sinni of oft í lögregluna en einu sinni of sjaldan. 28. mars 2018 17:20 Lögregla auglýsir tugi haldlagðra muna á Pinterest Fyrir skemmstu lagði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hald á töluvert magn muna, sem talið er að tengist innbrotum sem framin hafa verið nýverið. 30. mars 2018 11:28 Nágrannar og kirfilega lokaðir gluggar lykilatriði þegar farið er í frí Margir hyggja eflaust á ferðalag yfir páskana. Þá er gott að gera ráðstafanir vegna innbrotsþjófa sem hugsa sér gott til glóðarinnar og býr lögregla yfir góðum ráðum í þeim efnum. 28. mars 2018 16:38 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Lögreglan biður fólk að láta vita um grunsamlegar mannaferðir Segja betra að hringja einu sinni of oft í lögregluna en einu sinni of sjaldan. 28. mars 2018 17:20
Lögregla auglýsir tugi haldlagðra muna á Pinterest Fyrir skemmstu lagði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hald á töluvert magn muna, sem talið er að tengist innbrotum sem framin hafa verið nýverið. 30. mars 2018 11:28
Nágrannar og kirfilega lokaðir gluggar lykilatriði þegar farið er í frí Margir hyggja eflaust á ferðalag yfir páskana. Þá er gott að gera ráðstafanir vegna innbrotsþjófa sem hugsa sér gott til glóðarinnar og býr lögregla yfir góðum ráðum í þeim efnum. 28. mars 2018 16:38