Lífið

Elon Musk segir Tesla á hvínandi kúpunni

Kjartan Kjartansson skrifar
Líklega er hægt að slá því föstu að myndin af Musk sé sviðsett.
Líklega er hægt að slá því föstu að myndin af Musk sé sviðsett. Elon Musk/Twitter
Rafbílaframleiðandinn Tesla er gjaldþrota. Svo gríðarlega gjaldþrota að fólk trúir því ekki. Þetta segir Elon Musk, eigandi fyrirtækisins, á Twitter. Nær allar líkur eru þó á að um aprílgabb sé að ræða.

Í þremur tístum lýsir Musk því hvernig Tesla sé farið á hausinn þrátt fyrir miklar tilraunir til að afla fjár. Þær tilraunir hafi meðal annars falist í viðamikilli páskaeggjasölu á elleftu stundu fyrir gjaldþrotið.

Með þessari vafasömu yfirlýsingu fylgir mynd af Musk sjálfan þar sem hann liggur, að því er virðist rænulaus, upp við Tesla Model 3-bifreið.

„Elon fannst meðvitundarlaus upp við Tesla Model 3 umkringdur „Teslaquilla“-flöskum, för eftir þornuð tár sáust enn á kinnum hans,“ stóð meðal annars með myndinni.

Aprílgabbið kemur á tíma þegar Tesla er undir töluverðum þrýstingi. Hlutabréfaverð í fyrirtækinu hefur fallið að undanförnu, meðal annars vegna erfiðleika þess við að framleiða nógu hratt og standa skil á pöntunum.

Þá hafa spurningar vaknað um sjálfstýribúnað í Tesla-bílum eftir banaslys í Kaliforníu 23. mars. Í ljós hefur komið að sjálfstýringin var í gangi þegar Tesla-jepplingur skall á vegartálma úr steinsteypu. Eldur kviknaði í bílnum og ökumaðurinn lést.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.