Frábært færi í brekkunum um páskana Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. apríl 2018 13:02 Ætla mætti að flestir þeir sem ekki héldu erlendis um páskana hafi farið á skíði. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hefur sett svip sinn á Ísafjörð um helgina og man Hlynur Kristinsson, forstöðumaður Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar, ekki eftir betri aðsókn. „Stærsti dagurinn var í gær hingað til og það voru svona hátt í 1.700 manns hérna í gær þannig það er bara sprengja fyrir okkur. Þetta er stærsti dagurinn á þessu ári og allavega stærsti dagurinn síðan ég byrjaði hérna fyrir fimm árum síðan,“ segir Hlynur í samtali við fréttastofu. Hann segir skíðafærið frábært í dag. „Það er bara frost og heiðskírt og sól þannig þetta er eiginlega bara eins og við viljum hafa það.“ Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, segir þetta stærstu helgi ársins í fjallinu „Þetta hefur verið svona milli tvö og þrjú þúsund manns á hverjum degi. Svo er náttúrulega það sem öllu máli skiptir að þetta hefur gengið slysalaust fyrir sig,“ segir Guðmundur Karl. Hann segir veðrið hafa leikið við gesti um helgina og er útlit fyrir áframhaldandi blíðviðri í dag. „Bara frábært færi og varla ský á lofti og fólk er strax farið að streyma hérna og miðað við síðustu tvo daga þá verður þetta stærsti dagurinn.“Allt betra en að hanga heima Þetta hafa einnig verið með stærstu dögum ársins í Bláfjöllum að sögn Einars Bjarnasonar, rekstrarstjóri Bláfjalla. „Ég myndi giska að við hefðum verið með svona þrjú til fjögur þúsund manns hérna flesta dagana á síðustu dögum. Dagurinn í gær er líklega einn af stærstu dögum ársins hjá okkur." Einhver snjókoma hefur verið í Bláfjöllum í morgun en bjartara er í Skálafelli. Einar segir færið ágætt. „Þetta lítur bara ágætlega vel út og það er ekkert að þessu veðri. Það er nú allt betra en að hanga bara heima.“ Skíðasvæði Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Ætla mætti að flestir þeir sem ekki héldu erlendis um páskana hafi farið á skíði. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hefur sett svip sinn á Ísafjörð um helgina og man Hlynur Kristinsson, forstöðumaður Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar, ekki eftir betri aðsókn. „Stærsti dagurinn var í gær hingað til og það voru svona hátt í 1.700 manns hérna í gær þannig það er bara sprengja fyrir okkur. Þetta er stærsti dagurinn á þessu ári og allavega stærsti dagurinn síðan ég byrjaði hérna fyrir fimm árum síðan,“ segir Hlynur í samtali við fréttastofu. Hann segir skíðafærið frábært í dag. „Það er bara frost og heiðskírt og sól þannig þetta er eiginlega bara eins og við viljum hafa það.“ Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, segir þetta stærstu helgi ársins í fjallinu „Þetta hefur verið svona milli tvö og þrjú þúsund manns á hverjum degi. Svo er náttúrulega það sem öllu máli skiptir að þetta hefur gengið slysalaust fyrir sig,“ segir Guðmundur Karl. Hann segir veðrið hafa leikið við gesti um helgina og er útlit fyrir áframhaldandi blíðviðri í dag. „Bara frábært færi og varla ský á lofti og fólk er strax farið að streyma hérna og miðað við síðustu tvo daga þá verður þetta stærsti dagurinn.“Allt betra en að hanga heima Þetta hafa einnig verið með stærstu dögum ársins í Bláfjöllum að sögn Einars Bjarnasonar, rekstrarstjóri Bláfjalla. „Ég myndi giska að við hefðum verið með svona þrjú til fjögur þúsund manns hérna flesta dagana á síðustu dögum. Dagurinn í gær er líklega einn af stærstu dögum ársins hjá okkur." Einhver snjókoma hefur verið í Bláfjöllum í morgun en bjartara er í Skálafelli. Einar segir færið ágætt. „Þetta lítur bara ágætlega vel út og það er ekkert að þessu veðri. Það er nú allt betra en að hanga bara heima.“
Skíðasvæði Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira