Enski boltinn

Aron með þrennu í stórsigri Start

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aron í landsleik.
Aron í landsleik. vísir/afp
Aron Sigurðarson skoraði þrennu í stórsigri Start á Vigör í norsku bikarkeppninni í fótbolta í dag.

Start fór með 8-1 sigur og er því komið örruglega áfram í 2. umferð keppninnar. Aron gerði eins og áður segir þrjú mörk í leiknum.

Fyrsta mark Arons kom á 33. mínútu. Það var aðeins mínútu eftir að Lars-Jörgen Salvesen hafði komið Start í 3-0.

Annað mark Arons og fimmta mark Start kom á fertugustu mínútu og hann fullkomnaði svo þrennuna á 63. mínútu.

Leikurinn fór úr öskunni í eldinn fyrir Vigör á 72. mínútu þegar Aron Abrahamsen var sendur út af á 72. mínútu og Lars-Jörgen Salvesen bætti áttunda marki Start við úr vítaspyrnu.

Heimamenn náðu sér þó í sárabótamark á 88. mínútu en það var allt of lítið og allt of seint, leiknum lauk með 8-1 stórsigri Start.

Guðmundur Andri Tryggvason var í byrjunarliði Start en Kristján Flóki Finnnbogason sat á bekknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×