Umfjöllun og viðtöl Fram - Valur 28-22 | Fram jafnaði úrslitaeinvígið Þór Símon Hafþórsson skrifar 19. apríl 2018 18:45 Steinunn Björnsdóttir og stöllur í Fram þurfa að svara fyrir sig í dag. vísir/vilhelm Fram og Valur mættust í öðrum leik liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Olís deild kvenna í handbolta. Valur var 1-0 yfir í einvíginu eftir sigur liðsins á Hlíðarenda á dögunum og þurfti því Fram nauðsynlega á sigri að halda til að jafna einvígið. Og Fram gerði einmitt það. Liðið vann öruggan 28-22 sigur í kvöld eftir frábæran endasprett. Leikurinn var hnífjafn fyrstu 55 mínútur leiksins en á síðustu fimm mínútunum var aldrei vafi um hver myndi bera sigur úr bítum. Valur byrjaði betur og komst í 1-3 en lið Frams var fljótt að svara og á 12. mínútu komst heimaliðið á endanum yfir, 7-6. Fram sleppti aldrei forystunni eftir þetta. Valur náði einungis að jafna leikinn hér og þar en Fram náði alltaf yfirhöndinni aftur strax í kjölfarið. Munurinn á liðunum var þó aldrei mikill en Valur var alltaf einungis 1-2 mörkum. Það var þó breyting þar á er lokamínútur leiksins hófust. Á 51. mínútu tókst Valur að jafna í 21-21 en á síðustu níu mínútunum tókst Valur einuningis að skora eitt mark á meðan Fram lék á alls oddi og endaði leikinn sem öruggir, 28-22, sigurvegarar.Afhverju vann Fram? Fram var staðráðið að vinna þennan leik og sýndu það svo sannarlega. Eftir smá bras á fyrstu mínútunum kom liðið sterkt til baka og sleppti aldrei takinu af forystunni eftir að það náði henni. Einbeitingin, baráttan og greddan var til fyrirmyndar hjá Fram í dag og uppskar sigur. Þetta einvígi gæti ekki byrjað betur.Hverjir stóðu upp úr? Karen Knútsdóttir var frábær og í raun leiddi liðið sitt til sigurs. Hún var ótrúlega góð í dag sem sýnir mikin karakter en hún átti erfitt uppdráttar í fyrsta leik liðanna svo vægt sé til orða tekið. Framliðið í heild sinni var flott en Karen var í allt öðrum klassa í dag.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Vals var flatur og óspennandi. Kristín Guðmundsdóttir átti einn af sínum verstu leikjum á ferlinum leyfi ég mér að fullyrða. 1 mark úr 9 skotum. Þarf ég að segja meira? Klaufamistök voru allt of algeng þar sem liðið missti boltann klaufalega hvað eftir annað. 17 tæknifeilar hjá liðinu og 12 tapaðir boltar gerði liðinu erfitt fyrir í dag. Það er margt sem þarf að skoða fyrir næsta leik liðanna á mánudaginn.Hvað gerist næst? Liðin mætast aftur á mánudaginn og þá á Hlíðarenda. Það verður spennandi að sjá hvaða lið tekur þriðja leikinn í einvíginu. En það er nóg eftir!Karen: Nutum þess að spila „Mér leið persónulega mjög illa eftir fyrsta leikinn,“ sagði Karen Knútsdóttir, maður leiksins í dag, en hún átti erfitt updráttar í fyrsta leik liðanna í einvíginu en svaraði því svo sannarlega í dag. „Það pirraði mig mjög að ég var ekki að njóta þess að spila. Ég var búin að bíða allan vetur eftir að komast í úrslitakeppnina og svo fannst mér leikurinn bara hundleiðinlegur. Þannig ég beið spennt eftir þessum leik og er ánægð,“ sagði Karen en hún skoraði 8 mörk í dag úr 12 skotum. En hvað skóp þennan sigur í dag fyrst og fremst? „Það var meiri barátta og liðsheild. Við vorum svolítið í fýlu í síðasta leik en í dag nutum við þess að spila.“Kristín: Fannst við betri Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, átti erfitt updráttar í dag sóknarlega en taldi þó að sóknarleikur liðsins hafi verið fínn framan af leik. „Mér fannst sóknarleikurinn í 45 mínútur bara allt í lagi. Við vorum ágætlega skynsamar og yfirvegaðar. Þegar það voru 10 mínútur eftir var jafnt og Anna hefði getað jafnað úr dauðafæri. Þetta hefði getað farið á báða vegu.“ Hún segir að leikurinn í dag hafi verið frábær hjá báðum liðum og einnig áhorfendum. „Fyrstu 50 mínúturnar var þetta bara frábær leikur hjá okkur og fyrir áhorfendur. Áhorfendurnir voru frábærir í dag og þetta er bara það sem koma skal í næstu þremur leikjum,“ en ef eitthvað er að marka stemmninguna í dag þá gefur þessi leikur vægast sagt góð fyrirheit fyrir framhaldið. Kristín átti erfitt updráttar og skoraði einungis eitt mark úr 9 skotum. „Maður reynir að finna hver er heitur og ef maður finnur engan þá verður maður að halda áfram að skjóta,“ sagði Katrín sem telur Val hafa verið betra liðið framan af leik. „Mér fannst við betri í 45 mínútur og þær áttu fá svör við vörninni okkar. Flest mörkin þeirra komu úr hraðupphlaupi eða einstaklingsframtaki.“ Næst mætast liðin á mánudagskvöldið á Hlíðarenda en þar má búast við hörkuleik. „Ef við höldum vörninni og fáum aðeins betri markvörslu þá erum við bara í góðum málum.“Stefán: Karen ekki eins og herforingi heldur drottning „Þetta eru jöfn lið og svona verður þetta bara. Það var augnablikið í stöðunni 22-21 þegar Guðrún varði frá Önnu og við skoruðum 23-21. Þá var þetta eiginlega komið,“ sagði kátur Stefán Arnarson, þjálfari Fram, eftir frábæran, 28-22, sigur liðins á Val í Safamýrinni í dag. Fram er því búið að jafna einvígið en staðan er núna, 1-1. Fram bætti leik sinn mikið frá því í tapinu í fyrradag. „Þær lásu okkur vel í fyrsta leiknum sem við náðum að laga og ég er ánægður með það. Bæði og sóknar- og varnarlega vorum við að bæta okkar leik.“ Karen Knútsdóttir var frábær í liði Fram en hún skoraði 8 mörk í dag og stjórnaði liðinu eins og herforingi. Eða hvað? „Ég er ekki sammála að hún stjórni leiknum eins og herforingi. Mér finnst hún stýra eins og drottning,“ sagði Arnar en Karen á allt hrós skilið eftir frammistöðu sína í dag. Næsti leikur fer fram á mánudaginn og segir Arnar spennandi að sjá hvernig fer. Hann er ekki alveg jafn viss í sinni sök og móðir hans. „Móðir mín, 77 ára, segir að Valur sé betra því þær eru með Kristínu og Önnu Úrsúlu og hún þekkir þær. En það verður gaman að sjá hvernig næsti leikur fer.“ Næsti leikur liðanna fer fram á Hlíðarenda á mánudaginn næsta og hefst leikurinn klukkan 19:30.Ágúst: Gerum slæm mistök „Við gerum mistök á slæmum tímapunkti. Förum illa með dauðafæri og látum stela boltanum tvívegis af okkur á lokametrunum. Það er hrikalega dýrt í svona jöfnum leik,“ sagði Ágúst Jóhannesson, þjálfari Vals, en liðið kastaði leiknum eilítið frá sér á lokamínútunum er Fram skoraði sex mörk í röð. Valur átti erfitt updráttar sóknarlega í dag og segir Ágúst að hann muni leggjast yfir hvað hægt sé að gera til að bæta úr því. „Við þurfum að ná betri skotum í gegn og svo var markmaðurinn þeirra, Guðrún, frábær þannig við þurfum að skoða þetta.“ Hann segir að einvígið sé enn galopið og telur líklegt að liðin komi til með að skiptast á sigrum. Næsti leikur fer fram á mánudaginn. „Það er 1-1 og næst erum við á heimavelli. Við gefumst ekkert upp. Það er á hreinu.“ Olís-deild kvenna
Fram og Valur mættust í öðrum leik liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Olís deild kvenna í handbolta. Valur var 1-0 yfir í einvíginu eftir sigur liðsins á Hlíðarenda á dögunum og þurfti því Fram nauðsynlega á sigri að halda til að jafna einvígið. Og Fram gerði einmitt það. Liðið vann öruggan 28-22 sigur í kvöld eftir frábæran endasprett. Leikurinn var hnífjafn fyrstu 55 mínútur leiksins en á síðustu fimm mínútunum var aldrei vafi um hver myndi bera sigur úr bítum. Valur byrjaði betur og komst í 1-3 en lið Frams var fljótt að svara og á 12. mínútu komst heimaliðið á endanum yfir, 7-6. Fram sleppti aldrei forystunni eftir þetta. Valur náði einungis að jafna leikinn hér og þar en Fram náði alltaf yfirhöndinni aftur strax í kjölfarið. Munurinn á liðunum var þó aldrei mikill en Valur var alltaf einungis 1-2 mörkum. Það var þó breyting þar á er lokamínútur leiksins hófust. Á 51. mínútu tókst Valur að jafna í 21-21 en á síðustu níu mínútunum tókst Valur einuningis að skora eitt mark á meðan Fram lék á alls oddi og endaði leikinn sem öruggir, 28-22, sigurvegarar.Afhverju vann Fram? Fram var staðráðið að vinna þennan leik og sýndu það svo sannarlega. Eftir smá bras á fyrstu mínútunum kom liðið sterkt til baka og sleppti aldrei takinu af forystunni eftir að það náði henni. Einbeitingin, baráttan og greddan var til fyrirmyndar hjá Fram í dag og uppskar sigur. Þetta einvígi gæti ekki byrjað betur.Hverjir stóðu upp úr? Karen Knútsdóttir var frábær og í raun leiddi liðið sitt til sigurs. Hún var ótrúlega góð í dag sem sýnir mikin karakter en hún átti erfitt uppdráttar í fyrsta leik liðanna svo vægt sé til orða tekið. Framliðið í heild sinni var flott en Karen var í allt öðrum klassa í dag.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Vals var flatur og óspennandi. Kristín Guðmundsdóttir átti einn af sínum verstu leikjum á ferlinum leyfi ég mér að fullyrða. 1 mark úr 9 skotum. Þarf ég að segja meira? Klaufamistök voru allt of algeng þar sem liðið missti boltann klaufalega hvað eftir annað. 17 tæknifeilar hjá liðinu og 12 tapaðir boltar gerði liðinu erfitt fyrir í dag. Það er margt sem þarf að skoða fyrir næsta leik liðanna á mánudaginn.Hvað gerist næst? Liðin mætast aftur á mánudaginn og þá á Hlíðarenda. Það verður spennandi að sjá hvaða lið tekur þriðja leikinn í einvíginu. En það er nóg eftir!Karen: Nutum þess að spila „Mér leið persónulega mjög illa eftir fyrsta leikinn,“ sagði Karen Knútsdóttir, maður leiksins í dag, en hún átti erfitt updráttar í fyrsta leik liðanna í einvíginu en svaraði því svo sannarlega í dag. „Það pirraði mig mjög að ég var ekki að njóta þess að spila. Ég var búin að bíða allan vetur eftir að komast í úrslitakeppnina og svo fannst mér leikurinn bara hundleiðinlegur. Þannig ég beið spennt eftir þessum leik og er ánægð,“ sagði Karen en hún skoraði 8 mörk í dag úr 12 skotum. En hvað skóp þennan sigur í dag fyrst og fremst? „Það var meiri barátta og liðsheild. Við vorum svolítið í fýlu í síðasta leik en í dag nutum við þess að spila.“Kristín: Fannst við betri Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, átti erfitt updráttar í dag sóknarlega en taldi þó að sóknarleikur liðsins hafi verið fínn framan af leik. „Mér fannst sóknarleikurinn í 45 mínútur bara allt í lagi. Við vorum ágætlega skynsamar og yfirvegaðar. Þegar það voru 10 mínútur eftir var jafnt og Anna hefði getað jafnað úr dauðafæri. Þetta hefði getað farið á báða vegu.“ Hún segir að leikurinn í dag hafi verið frábær hjá báðum liðum og einnig áhorfendum. „Fyrstu 50 mínúturnar var þetta bara frábær leikur hjá okkur og fyrir áhorfendur. Áhorfendurnir voru frábærir í dag og þetta er bara það sem koma skal í næstu þremur leikjum,“ en ef eitthvað er að marka stemmninguna í dag þá gefur þessi leikur vægast sagt góð fyrirheit fyrir framhaldið. Kristín átti erfitt updráttar og skoraði einungis eitt mark úr 9 skotum. „Maður reynir að finna hver er heitur og ef maður finnur engan þá verður maður að halda áfram að skjóta,“ sagði Katrín sem telur Val hafa verið betra liðið framan af leik. „Mér fannst við betri í 45 mínútur og þær áttu fá svör við vörninni okkar. Flest mörkin þeirra komu úr hraðupphlaupi eða einstaklingsframtaki.“ Næst mætast liðin á mánudagskvöldið á Hlíðarenda en þar má búast við hörkuleik. „Ef við höldum vörninni og fáum aðeins betri markvörslu þá erum við bara í góðum málum.“Stefán: Karen ekki eins og herforingi heldur drottning „Þetta eru jöfn lið og svona verður þetta bara. Það var augnablikið í stöðunni 22-21 þegar Guðrún varði frá Önnu og við skoruðum 23-21. Þá var þetta eiginlega komið,“ sagði kátur Stefán Arnarson, þjálfari Fram, eftir frábæran, 28-22, sigur liðins á Val í Safamýrinni í dag. Fram er því búið að jafna einvígið en staðan er núna, 1-1. Fram bætti leik sinn mikið frá því í tapinu í fyrradag. „Þær lásu okkur vel í fyrsta leiknum sem við náðum að laga og ég er ánægður með það. Bæði og sóknar- og varnarlega vorum við að bæta okkar leik.“ Karen Knútsdóttir var frábær í liði Fram en hún skoraði 8 mörk í dag og stjórnaði liðinu eins og herforingi. Eða hvað? „Ég er ekki sammála að hún stjórni leiknum eins og herforingi. Mér finnst hún stýra eins og drottning,“ sagði Arnar en Karen á allt hrós skilið eftir frammistöðu sína í dag. Næsti leikur fer fram á mánudaginn og segir Arnar spennandi að sjá hvernig fer. Hann er ekki alveg jafn viss í sinni sök og móðir hans. „Móðir mín, 77 ára, segir að Valur sé betra því þær eru með Kristínu og Önnu Úrsúlu og hún þekkir þær. En það verður gaman að sjá hvernig næsti leikur fer.“ Næsti leikur liðanna fer fram á Hlíðarenda á mánudaginn næsta og hefst leikurinn klukkan 19:30.Ágúst: Gerum slæm mistök „Við gerum mistök á slæmum tímapunkti. Förum illa með dauðafæri og látum stela boltanum tvívegis af okkur á lokametrunum. Það er hrikalega dýrt í svona jöfnum leik,“ sagði Ágúst Jóhannesson, þjálfari Vals, en liðið kastaði leiknum eilítið frá sér á lokamínútunum er Fram skoraði sex mörk í röð. Valur átti erfitt updráttar sóknarlega í dag og segir Ágúst að hann muni leggjast yfir hvað hægt sé að gera til að bæta úr því. „Við þurfum að ná betri skotum í gegn og svo var markmaðurinn þeirra, Guðrún, frábær þannig við þurfum að skoða þetta.“ Hann segir að einvígið sé enn galopið og telur líklegt að liðin komi til með að skiptast á sigrum. Næsti leikur fer fram á mánudaginn. „Það er 1-1 og næst erum við á heimavelli. Við gefumst ekkert upp. Það er á hreinu.“
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti