Belgísk fyrirtæki sökuð um að flytja bönnuð efni til Sýrlands Samúel Karl Ólason skrifar 18. apríl 2018 14:45 Réttarhöld vegna málsins hefjast í Antwerp þann 15. maí. Vísir/GEtty Yfirvöld Belgíu hafa sakað þrjú fyrirtæki um að hafa flutt efni, sem mögulega væri hægt að nota til efnavopnaframleiðslu, til Sýrlands í trássi við viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins gegn stjórnvöldum Sýrlands. Eitt efnið sem um ræðir, isopropanol, er meðal annars notað við framleiðslu saríngass. Rannsakendur Efnavopnastofnunarinnar, OPCW, komust að þeirri niðurstöðu í fyrra að ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hefði beitt saríngasi gegn íbúum Khan Sheikhoun fyrir rúmu ári síðan. Allt að hundrað manns dóu í árásinni og komst OPCW að þeirri niðurstöðu að isopropanol hefði verið notað við framleiðslu sarínsins. Viðskiptin eiga að hafa átt sér stað á árunum 2014 til 2016. Samkvæmt belgíska tímaritinu Knack, munu réttarhöld vegna málsins hefjast þann 15. maí.Blaðamenn Knack segja umrædd fyrirtæki hafa flutt 96 tonn af isopropanol af 95 prósenta eða hærri hreinleika til Sýrlands á áðurnefndu tímabili. Eftir að ríkisstjórn Assad gerði mannskæða efnavopnaárás í Ghouta árið 2013, þar sem meðal annars var notast við sarín, gerði ríkisstjórnin samkomulag með aðkomu Rússa um að eyða öllum sínum efnavopnum og efnum sem nauðsynleg eru til framleiðslu efnavopna. Þá vara 133 tonnum af isopropanol eytt.Upplýsingar Knack, sem byggja á gagnagrunni Sameinuðu þjóðanna, benda til að rúmlega þúsund tonn af isopropanol hafi verið flutt til Sýrlands frá 2014. Mest frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Líbanon. Belgía var eina ESB-ríkið sem flutti seldi efnið til Sýrlands. Talsmaður tollyfirvalda Belgíu sagði blaðamönnum Knack að fyrirtækin þrjú hefðu ekki haft leyfi fyrir þessum flutningum. Forsvarsmenn fyrirtækjanna segjast ekki hafa vitað af því að þörf hefði verið á sérstökum leyfum vegna útflutningsins, þar sem þeir hefðu selt efnið til Sýrlands í rúman áratug. Sýrland Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Yfirvöld Belgíu hafa sakað þrjú fyrirtæki um að hafa flutt efni, sem mögulega væri hægt að nota til efnavopnaframleiðslu, til Sýrlands í trássi við viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins gegn stjórnvöldum Sýrlands. Eitt efnið sem um ræðir, isopropanol, er meðal annars notað við framleiðslu saríngass. Rannsakendur Efnavopnastofnunarinnar, OPCW, komust að þeirri niðurstöðu í fyrra að ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hefði beitt saríngasi gegn íbúum Khan Sheikhoun fyrir rúmu ári síðan. Allt að hundrað manns dóu í árásinni og komst OPCW að þeirri niðurstöðu að isopropanol hefði verið notað við framleiðslu sarínsins. Viðskiptin eiga að hafa átt sér stað á árunum 2014 til 2016. Samkvæmt belgíska tímaritinu Knack, munu réttarhöld vegna málsins hefjast þann 15. maí.Blaðamenn Knack segja umrædd fyrirtæki hafa flutt 96 tonn af isopropanol af 95 prósenta eða hærri hreinleika til Sýrlands á áðurnefndu tímabili. Eftir að ríkisstjórn Assad gerði mannskæða efnavopnaárás í Ghouta árið 2013, þar sem meðal annars var notast við sarín, gerði ríkisstjórnin samkomulag með aðkomu Rússa um að eyða öllum sínum efnavopnum og efnum sem nauðsynleg eru til framleiðslu efnavopna. Þá vara 133 tonnum af isopropanol eytt.Upplýsingar Knack, sem byggja á gagnagrunni Sameinuðu þjóðanna, benda til að rúmlega þúsund tonn af isopropanol hafi verið flutt til Sýrlands frá 2014. Mest frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Líbanon. Belgía var eina ESB-ríkið sem flutti seldi efnið til Sýrlands. Talsmaður tollyfirvalda Belgíu sagði blaðamönnum Knack að fyrirtækin þrjú hefðu ekki haft leyfi fyrir þessum flutningum. Forsvarsmenn fyrirtækjanna segjast ekki hafa vitað af því að þörf hefði verið á sérstökum leyfum vegna útflutningsins, þar sem þeir hefðu selt efnið til Sýrlands í rúman áratug.
Sýrland Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira