Íslenski boltinn

Sjáðu Hödda Magg sýna enn einn stjörnuleikinn í nýju Pepsimarka auglýsingunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hörður Magnússon og sérfræðingar hans í Pepsimörkunum eru að gera allt klárt fyrir tímabilið en núna eru aðeins níu dagar í fyrsta leik og spennan farin að magnast hjá íslenskum fótboltáhugamönnum.

Stöð 2 Sport mun sína 70 leiki í beinni útsendingu í sumar og Pepsi-mörkin fjallar um allar umferðir á ítarlegan hátt.

Hörður fer á kostum í nýrri auglýsingu fyrir Pepsi-mörkin og þar falla margir flottir frasar sem verða örugglega á milli tannanna á fólki í byrjun móts.

Hörður sýnir þarna enn einn stjörnuleikinn og er algjörlega að missa sig í spenningi fyrir sumrinu.

Við erum að tala um setningar eins og ...

„Valsmenn þola ekki flugvelli. Þeir ætla að keyra eða sigla í alla leiki sumarsins.“

„Borgin hans Dags. Hann vill setja gervigras á allt líka göturnar. Hann sefur í gervigrasi.“

„Óli Kristjáns, nýi þjálfari FH-inga. Hann veit allt um fótbolta. Þeir ætla að spila einum færri í allt sumar. Geggjaðir“

Það má sjá auglýsinguna í spilaranum hér fyrir ofan.



Við minnum líka á nýju síðu Pepsimarkanna á fésbókinni sem má nálgast hér. Þar verður ýmislegt um að vera í sumar og þar á meðal verður litið á bak við tjöldin hjá félögunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×