Gagnlegar ábendingar gegn spillingu eftir hrunið Heimir Már Pétursson skrifar 18. apríl 2018 14:10 Ábendingar í skýrslu GRECO, samtaka ríkja gegn spillingu, koma formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis ekki á óvart. Ef farið sé eftir ábendingunum geti þær styrkt stjórnkerfið allt sem ekki sé vanþörf á, enda eigi enn eftir að ljúka endurbótum á því frá efnahagshruninu. GRECO skilaði fimmtu skýrslu sinni um mat á mögulegri spillingu í íslenska stjórnkerfinu í síðustu viku. Meðal annars er hvatt til að unnin verði stefna til að bæta heilindi og varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds, siðareglur fyrir æðstu handhafa framkvæmdarvalds verði samræmdar, komið verði á fót skilvirkum ferlum til að efla vitund æðstu handhafa framkvæmdarvalds um opinber heilindi settar verði reglur um samskipti æðstu handhafa framkvæmdarvalds við hagsmunaaðila og aðra aðila.Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.Vísir/antonStjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fundaði um skýrsluna í morgun og fékk til sín embættismenn úr forsætisráðuneytinu til að fara yfir ábendingar í skýrslunni, sem Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segir fjölmargar. „Bæði hvað varðar æðstu handhafa framkvæmdavaldsins og lögreglu. Við ætlum aðeins að fara yfir þetta til að byrja með og heyra hvaða úrræði og hvaða aðgerðir þau ætla að fara í,“ segir Helga Vala. Í skýrslunni er meðal annars bent á að ekki sé eðlilegt að samband sé á milli frama innan lögreglunnar og sýslumannsembætta og veru fólks í stjórnmálaflokkum. „Það er bara verið að tala um að þetta verði allt að vera faglegt. Það verði að vera hafið yfir allan vafa að það sé verið að ráða á faglegum forsendum. En ekki einhverjum innanhúss klíkuskap, eða utanhúss,“ segir formaðurinn. Helga Vala segir alltaf gott að fá ábendingar frá algerlega hlutlausum aðilum sem auki líkurnar á að Íslendingar taki sig á í þessum efnum og vonandi gerist það. „Ég get ekki sagt að innihald skýrslunnar komi mér mjög á óvart. Ef ég á að vera hreinskilin sem sú sem stóð fyrir utan þetta þar til fyrir mjög stuttu og stend auðvitað enn utan við framkvæmdavaldið,“ segir Helga Vala. Efnahagshrunið fyrir tíu árum hafi leitt í ljós mikla veikleika í íslenska stjórnkerfinu og skýrsla sem þessi geti hjálpað til við að bæta allt íslenska stjórnkerfið. „Og ég held að það sé ekki vanþörf á. Þótt að það sé næstum áratugur frá hruni er það ekki sérstaklega langur tími til að endurreisa heilt kerfi. Endurreisa góð og gegn vinnubrögð, eða byggja upp, búa til. Af því að við fengum auðvitað áfellisdóm eftir hrunið með skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Við erum ekki enn alveg búin að læra. Hún er orðin pínu rykfallin. Við þurfum kannski að fara að taka hana upp aftur og rýna í hana. En þetta var ágætis áminning,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Alþingi Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Ábendingar í skýrslu GRECO, samtaka ríkja gegn spillingu, koma formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis ekki á óvart. Ef farið sé eftir ábendingunum geti þær styrkt stjórnkerfið allt sem ekki sé vanþörf á, enda eigi enn eftir að ljúka endurbótum á því frá efnahagshruninu. GRECO skilaði fimmtu skýrslu sinni um mat á mögulegri spillingu í íslenska stjórnkerfinu í síðustu viku. Meðal annars er hvatt til að unnin verði stefna til að bæta heilindi og varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds, siðareglur fyrir æðstu handhafa framkvæmdarvalds verði samræmdar, komið verði á fót skilvirkum ferlum til að efla vitund æðstu handhafa framkvæmdarvalds um opinber heilindi settar verði reglur um samskipti æðstu handhafa framkvæmdarvalds við hagsmunaaðila og aðra aðila.Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.Vísir/antonStjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fundaði um skýrsluna í morgun og fékk til sín embættismenn úr forsætisráðuneytinu til að fara yfir ábendingar í skýrslunni, sem Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segir fjölmargar. „Bæði hvað varðar æðstu handhafa framkvæmdavaldsins og lögreglu. Við ætlum aðeins að fara yfir þetta til að byrja með og heyra hvaða úrræði og hvaða aðgerðir þau ætla að fara í,“ segir Helga Vala. Í skýrslunni er meðal annars bent á að ekki sé eðlilegt að samband sé á milli frama innan lögreglunnar og sýslumannsembætta og veru fólks í stjórnmálaflokkum. „Það er bara verið að tala um að þetta verði allt að vera faglegt. Það verði að vera hafið yfir allan vafa að það sé verið að ráða á faglegum forsendum. En ekki einhverjum innanhúss klíkuskap, eða utanhúss,“ segir formaðurinn. Helga Vala segir alltaf gott að fá ábendingar frá algerlega hlutlausum aðilum sem auki líkurnar á að Íslendingar taki sig á í þessum efnum og vonandi gerist það. „Ég get ekki sagt að innihald skýrslunnar komi mér mjög á óvart. Ef ég á að vera hreinskilin sem sú sem stóð fyrir utan þetta þar til fyrir mjög stuttu og stend auðvitað enn utan við framkvæmdavaldið,“ segir Helga Vala. Efnahagshrunið fyrir tíu árum hafi leitt í ljós mikla veikleika í íslenska stjórnkerfinu og skýrsla sem þessi geti hjálpað til við að bæta allt íslenska stjórnkerfið. „Og ég held að það sé ekki vanþörf á. Þótt að það sé næstum áratugur frá hruni er það ekki sérstaklega langur tími til að endurreisa heilt kerfi. Endurreisa góð og gegn vinnubrögð, eða byggja upp, búa til. Af því að við fengum auðvitað áfellisdóm eftir hrunið með skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Við erum ekki enn alveg búin að læra. Hún er orðin pínu rykfallin. Við þurfum kannski að fara að taka hana upp aftur og rýna í hana. En þetta var ágætis áminning,“ segir Helga Vala Helgadóttir.
Alþingi Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira