Íslenski boltinn

Grétar Guðjohnsen er búinn að vera 19. maður KR í 20 ár en er alltaf klár

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Grétar Guðjohnsen á æfingu í vesturbænum.
Grétar Guðjohnsen á æfingu í vesturbænum.
KR-liðið í Pepsi-deild karla er stútfullt af stjörnum en fæstir þekkja eflaust Grétar Guðjohnsen þrátt fyrir að hann sé búinn að vera hluti af leikmannahópnum í 20 ár.

Grétar á aðeins fimm leiki fyrir liðið á þessum tveimur áratugum og alla á vormótunum. Hann gefst samt ekki upp og er alltaf til taks sem 19. maður liðsins þó hann sé nánast aldrei í hóp.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, er ánægður með Grétar, eða þá aðallega hversu þolinmóður er hann er. Þrátt fyrir að Grétar sé búinn að taka af sér hálft annað kíló mættu þau þó vera fleiri, að mati Rúnars.

Grétar er allavega klár í slaginn fyrir Pepsi-deildina og vonast til að vera í byrjunarliðinu í fyrsta leik á móti Val að Hlíðarenda 27. apríl.

Tvö innslög um Grétar og þessa svakalegu sögu hans í KR má sjá í myndböndunum hér að neðan en um er að ræða skemmtilega sketsa sem Hjörvar Hafliðason og skemmtikrafturinn Hjálmar Örn eru að gera fyrir Ölgerðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×