Fulltrúar Efnavopnastofnunar vonast til að komast til Douma Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. apríl 2018 06:00 Víða um heim, þar á meðal á Filippseyjum, er hernaðaríhlutun vestrænna ríkja í Sýrlandi mótmælt. Vísir/Epa Sýrland Efnavopnastofnunin, sem vinnur að banni á efnavopnum, fær heimild til þess að skoða í dag svæðið nærri Douma í Sýrlandi þar sem grunur leikur á að efnavopnum hafi verið beitt fyrr í mánuðinum. Sérfræðingar Efnavopnastofnunarinnar komu til Damaskus, höfuðborgar Sýrlands, á laugardaginn, en hafa hingað til ekki haft heimild til þess að skoða umrætt svæði. Þau segja að rússnesk og sýrlensk stjórnvöld hafi bannað það vegna öryggissjónarmiða. Aðgerðasinnar úr röðum stjórnarandstöðunnar, læknasamtök og björgunarsveitamenn segja að fleiri en 40 manns hafi farist þegar flugvél varpaði tunnusprengju með eiturefnum á bæinn þegar uppreisnarmenn höfðu bæinn á valdi sínu. Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar segja að opinber gögn og upplýsingar frá leyniþjónustum þeirra bendi til að klór og hugsanlega taugagas hafi verið notað í árásunum. Flugherir þessara ríkja gerðu á laugardaginn loftárásir á þrjú skotmörk sem sögð eru tengjast efnavopnaframleiðslu Sýrlandsstjórnar. Stofnunin segir að rússnesk og sýrlensk stjórnvöld fullyrði að af öryggisástæðum sé ekki hægt að hleypa samtökunum inn á svæðið þar sem efnavopnaárásirnar eru sagðar hafa verið gerðar. Sýrlensk stjórnvöld hafi í staðinn boðið rannsakendum að taka viðtal við 22 manneskjur sem þau segja að hafi verið á staðnum þegar meint árás á að hafa verið gerð. Sýrlensk stjórnvöld hafi boðist til þess að flytja fólkið til Damaskus þannig að hægt sé að ræða við það.Í dag eru ellefu dagar frá því að árásin var gerð. Ef rannsakendur komast til Douma í dag er búist við að þeir safni jarðefni og öðrum sýnum til að bera kennsl á efni sem kunna að hafa verið notuð við árásina. Utanríkisráðuneyti Frakklands sagði í yfirlýsingu í gær að það væri mjög líklegt að verið væri að eyðileggja sönnunargögn á svæðinu. Utanríkisráðherra Rússa, Sergei Lavrov, harðneitar því að Rússar taki þátt í slíku athæfi. „Ég get fullyrt að Rússar hafa ekki spillt neinu á þessu svæði,“ sagði Lavrov við fréttastöðina BBC. Hann sagði að ásakanir um efnavopnaárásir væru byggðar á fullyrðingum fjölmiðla og fullyrðingum á samfélagsmiðlum. Árásin hefði verið sett á svið. Sýrlensk yfirvöld neita því að þau hafi nokkurn tímann notað efnavopn. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna og samtakanna hafa hins vegar lýst fjórum tilfellum þar sem efnavopnaárásir hafi verið gerðar í borgarastríðinu í Sýrlandi. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. 15. apríl 2018 19:56 Fá að rannsaka Douma Rannsakendur Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) munu fá aðgang að Douma í Sýrlandi í fyrramálið. 17. apríl 2018 05:05 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Sýrland Efnavopnastofnunin, sem vinnur að banni á efnavopnum, fær heimild til þess að skoða í dag svæðið nærri Douma í Sýrlandi þar sem grunur leikur á að efnavopnum hafi verið beitt fyrr í mánuðinum. Sérfræðingar Efnavopnastofnunarinnar komu til Damaskus, höfuðborgar Sýrlands, á laugardaginn, en hafa hingað til ekki haft heimild til þess að skoða umrætt svæði. Þau segja að rússnesk og sýrlensk stjórnvöld hafi bannað það vegna öryggissjónarmiða. Aðgerðasinnar úr röðum stjórnarandstöðunnar, læknasamtök og björgunarsveitamenn segja að fleiri en 40 manns hafi farist þegar flugvél varpaði tunnusprengju með eiturefnum á bæinn þegar uppreisnarmenn höfðu bæinn á valdi sínu. Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar segja að opinber gögn og upplýsingar frá leyniþjónustum þeirra bendi til að klór og hugsanlega taugagas hafi verið notað í árásunum. Flugherir þessara ríkja gerðu á laugardaginn loftárásir á þrjú skotmörk sem sögð eru tengjast efnavopnaframleiðslu Sýrlandsstjórnar. Stofnunin segir að rússnesk og sýrlensk stjórnvöld fullyrði að af öryggisástæðum sé ekki hægt að hleypa samtökunum inn á svæðið þar sem efnavopnaárásirnar eru sagðar hafa verið gerðar. Sýrlensk stjórnvöld hafi í staðinn boðið rannsakendum að taka viðtal við 22 manneskjur sem þau segja að hafi verið á staðnum þegar meint árás á að hafa verið gerð. Sýrlensk stjórnvöld hafi boðist til þess að flytja fólkið til Damaskus þannig að hægt sé að ræða við það.Í dag eru ellefu dagar frá því að árásin var gerð. Ef rannsakendur komast til Douma í dag er búist við að þeir safni jarðefni og öðrum sýnum til að bera kennsl á efni sem kunna að hafa verið notuð við árásina. Utanríkisráðuneyti Frakklands sagði í yfirlýsingu í gær að það væri mjög líklegt að verið væri að eyðileggja sönnunargögn á svæðinu. Utanríkisráðherra Rússa, Sergei Lavrov, harðneitar því að Rússar taki þátt í slíku athæfi. „Ég get fullyrt að Rússar hafa ekki spillt neinu á þessu svæði,“ sagði Lavrov við fréttastöðina BBC. Hann sagði að ásakanir um efnavopnaárásir væru byggðar á fullyrðingum fjölmiðla og fullyrðingum á samfélagsmiðlum. Árásin hefði verið sett á svið. Sýrlensk yfirvöld neita því að þau hafi nokkurn tímann notað efnavopn. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna og samtakanna hafa hins vegar lýst fjórum tilfellum þar sem efnavopnaárásir hafi verið gerðar í borgarastríðinu í Sýrlandi.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. 15. apríl 2018 19:56 Fá að rannsaka Douma Rannsakendur Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) munu fá aðgang að Douma í Sýrlandi í fyrramálið. 17. apríl 2018 05:05 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. 15. apríl 2018 19:56
Fá að rannsaka Douma Rannsakendur Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) munu fá aðgang að Douma í Sýrlandi í fyrramálið. 17. apríl 2018 05:05