Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 25-22 | Valskonur byrja af krafti Stefán Árni Pálsson skrifar 17. apríl 2018 21:30 Steinunn Björnsdóttir sækir að marki Vals Vísir/Vilhelm Valur er komið 1-0 yfir í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn er liðið lagði Fram í fyrsta leik, 25-22, í Valsheimilinu í kvöld. Staðan í hálfleik var 13-12 fyrir Val og náðu þær fínum tökum á leiknum í þeim síðari. Deildarmeistararnir ætla greinilega að selja sig dýrt í einvíginu en fyrir það var Fram talið mun sigurstranglegra liðið. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir skoraði sex mörk fyrir Val í kvöld en Ragnheiður Júlíusdóttir var með átta fyrir Fram.Af hverju vann Valur ? Þær voru einfaldlega grimmari frá fyrstu mínútu. Það sást í byrjun leiks þegar Valur komst í 9-3 og slógu Framara alveg út af laginu. Valsmenn spiluðu ofboðslega skynsaman sóknarleik og var Lina Rypdal frábær fyrir aftan sterka vörn. Valsmenn ætla sannarlega að selja sig dýrt í þessu einvígi. Einbeitingin var meiri og stöðuleiki í þeirra leik. Framarar voru of mikið upp og niður.Hverjir stóðu upp úr? Lina Melvik Rypdal var geggjuð í marki Vals og varði flotta bolta. Hún varði oft á tíðum gríðarlega mikilvæga bolta sem dró kraftinn úr leikmönnum Fram. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var frábær í lið Vals. Hún skoraði fullt af mörkum og dró vagninn varnarlega. Með hana í ham getur Valur hæglega unnið titilinn í ár. Markaskorið hjá Valsmönnum dreifðist vel og komu margir leikmenn að sóknarlega. Hvað gekk illa? Framarar fundu einhvern veginn aldrei taktinn í þessum leik. Hvorki sóknarlega, né varnarlega. Það gekk voðalega lítið upp hjá Fram og voru þær einnig óheppnar á köflum. Það er margt sem þarf að skoða hjá Fram fyrir næsta leik. Hvað er framundan? Leikur tvö fer fram í Safamýrinni á fimmtudaginn og hefst hann klukkan 16:00. Framarar verða hreinlega að vinna þann leik.Kristín Guðmundsdóttirvísir/vilhelmÁgúst: Ánægðastur með liðsheildina „Ég er ánægður með sigurinn og fannst við betri aðilinn svona stærstan hluta af leiknum,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals eftir sigurinn. „Maðurinn gat aldrei verið rólegur, Framararnir eru auðvitað með frábært lið. Ég átti alveg von á því að þetta yrði sveiflukenndur leikur sem varð raunin.“ Ágúst segir að það sé mikill karakter í þessu liði. „Við getum vel lagað nokkra hluti fyrir næsta leik. Ég var aðallega ánægðastur með liðsheildina hér í kvöld en sóknarlega verðum við að bæta fyrir næsta leik.“vísir/vilhelmStefán: Áttum ekkert skilið úr þessum leik „Við lögðum upp ýmsa hluti og vorum ekki að fara efir því,“ segir Stefán Arnarson, þjálfari Fram, eftir tapið. „Heilt yfir var Valur betra liðið og vann sanngjarnan sigur í kvöld. Þetta gekk bara ekki upp hjá okkur.“ Stefán segir að Fram hafi samt sem áður fengið fullt af færum í kvöld. „Við erum bara ekki að nýta þau. Ég held að við höfum klúðrað 28 skotum í þessum leik sem er bara alveg alls ekki nægilega gott.“ Hann segir að liðið hafi ekkert átt skilið út úr leiknum. „Svona er úrslitakeppnin stundum og Valsmenn gerðu þetta vel í kvöld. Ég veit vel að við getum spilað mun betur og við þurfum að gera það sem lið.“vísir/vilhelmAnna: Vörn og markvarsla lykillinn „Það kom smá tímapunktur þegar þær hefðu getað tekið yfirhöndina í leiknum en við leyfðum þeim það ekki. Þá hélt vörnin og markvarslan okkur inn í þessu,“ segir Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, eftir sigurinn. „Á móti Fram er lykilatriði að reyna að róa leikinn. Við erum að spila mikið sjö á móti sex síðustu vikur og það hefur verið að ganga vel.“ Anna segir að varnarleikurinn í kvöld hafi verið frábær. „Við ætluðum bara að halda áfram frá Hauka-leiknum og þegar Lina (Rypdal) er með okkur er erfitt að ráða við liðið. Ég sjálf er kannski ekki í besta forminu en þetta gekk sem betur fer vel í vörninni í kvöld.“ Hún segist ekkert hafa hlustað á þær raddir að einvígið yrði bara formsatriði fyrir Fram. „Þetta er ekkert alltaf spurning um handboltagetu í svona einvígum og stundum snýst þetta meira um andlegu hliðina. Við vitum vel að þær eiga eftir að mæta alveg dýrvitlausar í næsta leik.“ Olís-deild kvenna
Valur er komið 1-0 yfir í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn er liðið lagði Fram í fyrsta leik, 25-22, í Valsheimilinu í kvöld. Staðan í hálfleik var 13-12 fyrir Val og náðu þær fínum tökum á leiknum í þeim síðari. Deildarmeistararnir ætla greinilega að selja sig dýrt í einvíginu en fyrir það var Fram talið mun sigurstranglegra liðið. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir skoraði sex mörk fyrir Val í kvöld en Ragnheiður Júlíusdóttir var með átta fyrir Fram.Af hverju vann Valur ? Þær voru einfaldlega grimmari frá fyrstu mínútu. Það sást í byrjun leiks þegar Valur komst í 9-3 og slógu Framara alveg út af laginu. Valsmenn spiluðu ofboðslega skynsaman sóknarleik og var Lina Rypdal frábær fyrir aftan sterka vörn. Valsmenn ætla sannarlega að selja sig dýrt í þessu einvígi. Einbeitingin var meiri og stöðuleiki í þeirra leik. Framarar voru of mikið upp og niður.Hverjir stóðu upp úr? Lina Melvik Rypdal var geggjuð í marki Vals og varði flotta bolta. Hún varði oft á tíðum gríðarlega mikilvæga bolta sem dró kraftinn úr leikmönnum Fram. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var frábær í lið Vals. Hún skoraði fullt af mörkum og dró vagninn varnarlega. Með hana í ham getur Valur hæglega unnið titilinn í ár. Markaskorið hjá Valsmönnum dreifðist vel og komu margir leikmenn að sóknarlega. Hvað gekk illa? Framarar fundu einhvern veginn aldrei taktinn í þessum leik. Hvorki sóknarlega, né varnarlega. Það gekk voðalega lítið upp hjá Fram og voru þær einnig óheppnar á köflum. Það er margt sem þarf að skoða hjá Fram fyrir næsta leik. Hvað er framundan? Leikur tvö fer fram í Safamýrinni á fimmtudaginn og hefst hann klukkan 16:00. Framarar verða hreinlega að vinna þann leik.Kristín Guðmundsdóttirvísir/vilhelmÁgúst: Ánægðastur með liðsheildina „Ég er ánægður með sigurinn og fannst við betri aðilinn svona stærstan hluta af leiknum,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals eftir sigurinn. „Maðurinn gat aldrei verið rólegur, Framararnir eru auðvitað með frábært lið. Ég átti alveg von á því að þetta yrði sveiflukenndur leikur sem varð raunin.“ Ágúst segir að það sé mikill karakter í þessu liði. „Við getum vel lagað nokkra hluti fyrir næsta leik. Ég var aðallega ánægðastur með liðsheildina hér í kvöld en sóknarlega verðum við að bæta fyrir næsta leik.“vísir/vilhelmStefán: Áttum ekkert skilið úr þessum leik „Við lögðum upp ýmsa hluti og vorum ekki að fara efir því,“ segir Stefán Arnarson, þjálfari Fram, eftir tapið. „Heilt yfir var Valur betra liðið og vann sanngjarnan sigur í kvöld. Þetta gekk bara ekki upp hjá okkur.“ Stefán segir að Fram hafi samt sem áður fengið fullt af færum í kvöld. „Við erum bara ekki að nýta þau. Ég held að við höfum klúðrað 28 skotum í þessum leik sem er bara alveg alls ekki nægilega gott.“ Hann segir að liðið hafi ekkert átt skilið út úr leiknum. „Svona er úrslitakeppnin stundum og Valsmenn gerðu þetta vel í kvöld. Ég veit vel að við getum spilað mun betur og við þurfum að gera það sem lið.“vísir/vilhelmAnna: Vörn og markvarsla lykillinn „Það kom smá tímapunktur þegar þær hefðu getað tekið yfirhöndina í leiknum en við leyfðum þeim það ekki. Þá hélt vörnin og markvarslan okkur inn í þessu,“ segir Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, eftir sigurinn. „Á móti Fram er lykilatriði að reyna að róa leikinn. Við erum að spila mikið sjö á móti sex síðustu vikur og það hefur verið að ganga vel.“ Anna segir að varnarleikurinn í kvöld hafi verið frábær. „Við ætluðum bara að halda áfram frá Hauka-leiknum og þegar Lina (Rypdal) er með okkur er erfitt að ráða við liðið. Ég sjálf er kannski ekki í besta forminu en þetta gekk sem betur fer vel í vörninni í kvöld.“ Hún segist ekkert hafa hlustað á þær raddir að einvígið yrði bara formsatriði fyrir Fram. „Þetta er ekkert alltaf spurning um handboltagetu í svona einvígum og stundum snýst þetta meira um andlegu hliðina. Við vitum vel að þær eiga eftir að mæta alveg dýrvitlausar í næsta leik.“
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti