Pepsi-spáin 2018: Meiri vonbrigði í Fossvoginum Óskar Ófeigur Jónsson og Tómas Þór Þórðarson skrifa 18. apríl 2018 10:00 Logi Ólafsson stýrir Víkingi eftir endurkomuna síðasta sumar. vísir/stefán Íþróttadeild Vísir og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 27. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar í 21. sinn í sögu félagsins á síðustu leiktíð. Íþróttadeild spáir Víkingi 10. sæti deildarinnar og þar með harðri fallbaráttu en á þeim slóðum hefur liðið verið undanfarin þrjú sumur eftir að ná óvænt í Evrópusæti árið 2014. Víkingsliðið stefndi niður um deild á síðasta ári fyrir þjálfarabreytinguna en nú gæti hæglega farið svo að Víkingar kveðji Pepsi-deildina á ný. Þeir sleppa þó rétt svo ef spá íþróttadeildar gengur upp. Víkingar eiga 110 ára afmæli í ár en gengið hefur upp og ofan á afmælisárum. Félagið var stórhuga á 100 ára afmæli sínu fyrir tíu árum sem það fagnaði í B-deildinni. Þá tókst ekki að komast upp og var í raun mikið vonbrigða sumar. Best gekk af afmælisári áður en sjónvarpið var tekið í gagnið en 2. sætið náðist á 30 og 40 ára afmælunum fyrir langa löngu. Þjálfari Víkings er Logi Ólafsson sem tók við þegar að Milo Milojevic stakk af í Kópavoginn snemma sumars. Reynsluboltinn Logi, sem gerði Víking síðast að Íslandsmeisturum árið 1991, gerði stórgott mót og bjargaði Víkingum frá falli. Logi er þrautreyndur og agaður þjálfari af gamla skólanum sem hefur komið að því að búa til nokkur sigursæl lið og þekkir bransann inn og út.Svona munum við eftir VíkingiÞrátt fyrir að vera í fallbaráttu nánast allt sumarið var einn allra besti leikmaður deildarinnar í liði Víkings; hollenski framherjinn Geoffrey Castillion. Þessi stóri og stæðilegi framherji var algjörlega magnaður og skoraði níu mörk þrátt fyrir að meiðast nokkuð illa og missa af stórum hluta sumarsins. Hann er farinn í FH og því verða Víkingar að finna enn einn markaskorarann en á síðustu tímabilum hafa þeir gert vel í að fá en þurft svo að horfa á eftir framherjum á borð við Óttar Magnús Karlsson, Gary Martin og nú Castillion. Liðið og leikmenngrafík/gvendurÞað eru ekkert svo stórar breytingar á byrjunarliði Víkings heldur er aðalmálið að lykilmenn eru farnir. Liðið er með leikmenn með reynslu í deildinni en sumir eru spurningamerki og óvíst hvort meiðslapésar eins og Sölvi Geir Ottesen og Davíð Örn Atlason haldist heilir. Ekki er mikið af markaskorurum.Þrír sem Víkingar treysta á:Sölvi Geir Ottesen: Víkingar fengu einn af landsliðsmönnum sínum í gegnum tíðina heim úr atvinnumennsku í vetur. Sölvi Geir yfirgaf Víking og hélt út sumarið 2004 og hefur spilað í Svíþjóð, Danmörku, Rússlandi, Kína og Taílandi á glæstum atvinnumannaferli. Sölvi hefur hæfileikana í að vera hreinlega einn besti leikmaður deildarinnar og hann þarf að vera upp á sitt allra besta ef liðið ætlar sér að ná einhverjum árangri.Alex Freyr Hilmarsson: Miðjumaðurinn öflugi hefur ekki bara verið besti leikmaður Víkings undanfarin misseri heldur einn besti leikmaður deildarinnar. Hann er allt í öllu í sóknarleik liðsins og mikils metinn hjá liðsfélögum sínum. Hann er ekki bara góður á boltann með mikla yfirsýn og leggur upp og skorar heldur er hann einnig mjög duglegur og vinnur fyrir liðið.Rick Ten Voorde: Algjörlega óskrifað blað en samt sem áður maður sem Víkingar verða að treysta á. Hollendingurinn hefur verið slakari en Castillion var á síðasta undirbúningstímabili en Castillion datt í gang strax í fyrsta leik í Pepsi-deildinni og það þarf Ten Voorde að gera líka. Markaðurinn grafík/gvendurÞað var auðvitað stórt fyrir Víkinga að fá Sölva Geir heim sem gæti gert miklu meira en helling fyrir liðið ef hann helst heill. Aðrir leikmenn eru hreinlega spurningamerki. Bakverðirnir Aron Már, Jörgen og Sindri Scheving eru óskrifað blað í efstu deild sem og hollenski framherjinn og senegalski markvörðurinn. Gunnlaugur Hlynur var ekkert sérstakur í döpru liði Ólafsvíkinga á síðustu leiktíð og verður væntanlega bekkjarmatur í sumar þrátt fyrir að byrja nánast alla leikina á undirbúningstímabilinu. Þá á Atli Hrafn Andrason einnig eftir að sanna sig í meistaraflokksbolta. Fyrir utan missinn á leikmönnum í tvö af bestu liðum deildarinnar er Róbert Örn Óskarsson mögulega hættur í fótbolta en hann verður allavega ekkert með Víkingum í sumar.Markaðseinkunn: C+Hvað segir sérfræðingurinn?„Víkingarnir eru stórt spurningamerki,“ segir Reynir Leósson, einn sérfræðinga Pepsi-markanna, um Víkingsliðið. „Logi kom inn með ferska vinda í fyrra en það fjaraði aðeins udnan því þegar að það leið á tímabilið hjá þeim.“ „Þeir voru nokkuð vel mannaðir en mér finnst hoggin full stór skörð í þeirra lið núna. Markvarðamálin eru upp í loft sem og varnarlínan og þá hefur Víkingum gengið illa að halda hreinu í vetur. Mér finnst of mikið af spurningamerkjum í kringum þetta lið til að spá því einhverju öðru en að daðra við neðri hlutann,“ segir Reynir Leósson. Spurt og svaraðgrafvík/gvendurÞað sem við vitum um Víking er ... að liðið hefur nú verið samfleytt fjórar leiktíðir uppi sem er meira en í langan tíma áður. Það er orðið vant fallbaráttu, sem er ekki gott en þó ákveðinn kostur í ljósi þess hvar liðinu er spáð. Það eru afburða leikmenn í Víkingsliðinu á borð við Sölva og Alex Frey og þá er nokkuð um uppalda stráka í byrjunarliðinu og í kringum hópinn þannig Víkingshjartað ætti nú að fleyta liðinu eitthvað upp á við á erfiðustu tímunum. Logi Ólafsson hefur séð þetta allt saman áður og er nú þegar búinn að bjarga liðinu einu sinni frá falli.Spurningamerkin eru ... markvarðamálin sérstaklega. Trausti Sigurbjörnsson spilaði nær allt undirbúningstímabilið en Senegali mun byrja mótið og hann verður svo mögulega leystur af eftir nokkra leiki með Dana sem fór með Víkingum í æfingaferð. Þetta er svakalega mikið rót á mikilvægri stöðu. Helst Sölvi Geir heill í 22 leiki en hann hefur lengi glímt við erfið bakmeiðsli. Hvað gerir svo nýi hollenski framherjinn?Binni bjartsýni og Siggi svartsýniBinni: Ég næ ekki alveg öllu þessu tali um spurningamerki. Við misstum miðvörð í Alan Lowing en fengum fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmann í Sölva Geir. Miðjan er alveg eins með einn besta leikmann deildarinnar að búa til hlutina og það er ein breyting á sóknarmanni. Castillion var auðvitað geggjaður en það þarf að gefa Rikka TV smá séns. Svo hefur Nikolaj Hansen verið frábær í vetur og gæti hæglega byrjað á undan Rick og skorað mörk. Róbert Örn var ekkert frábær í fyrra í markinu eftir stórkostlegt ár þar á undan. Senegalinn er allur að koma til og er geggjaður spyrnumaður. Breiddin er fín og svo erum við með kandídat í besta unga leikmann deildarinnar í Loga Tómassyni. Að spá okkur falli þrátt fyrir brösótt gengi í vetur er í besta falli grín.Siggi: Hefurðu séð Ten Voorde í vetur, Binni? Hann getur varla keypt sér færi, hvað þá mark. Hann er svona átta sinnum slakari en Castillion. Svo er slakur Róbert betri en þessi Mbaye í markinu. Þessi markvarðamál valda mér miklu hugarangri. Ofan á allt er Dofri Snorrason svo illa meiddur og verður kannski ekkert með í sumar. Það er einn allra mikilvægasti maður liðsins. Úrslitin í vetur hafa ekki verið slæm. Það hafa verið skelfileg. Tap fyrir tveimur Inkasso-liðum, þar á meðal Fram áður en erlendu leikmennirnir komu og svo labbaði Valur yfir okkur þrátt fyrir að vera manni færri. Þú ert alveg farinn í bjartsýninni en ég segi bara eins og Óli Þórðar: Við höfum ekki gert rassgat síðan að hann fór sama hversu vel liðið er mannað og miðað við veturinn erum ekki að fara að gera rassgat í sumar. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2018: Stutt stopp Suðurnesjamanna Íþróttadeild spáir nýliðum Keflavíkur neðsta sæti Pepsi-deildarinnar 2018 og þar með falli aftur niður í Inkasso-deildina. 16. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Komið að því að kveðja Eyjamenn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 11. sæti í Pepsi-deildinni í sumar. 17. apríl 2018 10:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Íþróttadeild Vísir og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 27. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar í 21. sinn í sögu félagsins á síðustu leiktíð. Íþróttadeild spáir Víkingi 10. sæti deildarinnar og þar með harðri fallbaráttu en á þeim slóðum hefur liðið verið undanfarin þrjú sumur eftir að ná óvænt í Evrópusæti árið 2014. Víkingsliðið stefndi niður um deild á síðasta ári fyrir þjálfarabreytinguna en nú gæti hæglega farið svo að Víkingar kveðji Pepsi-deildina á ný. Þeir sleppa þó rétt svo ef spá íþróttadeildar gengur upp. Víkingar eiga 110 ára afmæli í ár en gengið hefur upp og ofan á afmælisárum. Félagið var stórhuga á 100 ára afmæli sínu fyrir tíu árum sem það fagnaði í B-deildinni. Þá tókst ekki að komast upp og var í raun mikið vonbrigða sumar. Best gekk af afmælisári áður en sjónvarpið var tekið í gagnið en 2. sætið náðist á 30 og 40 ára afmælunum fyrir langa löngu. Þjálfari Víkings er Logi Ólafsson sem tók við þegar að Milo Milojevic stakk af í Kópavoginn snemma sumars. Reynsluboltinn Logi, sem gerði Víking síðast að Íslandsmeisturum árið 1991, gerði stórgott mót og bjargaði Víkingum frá falli. Logi er þrautreyndur og agaður þjálfari af gamla skólanum sem hefur komið að því að búa til nokkur sigursæl lið og þekkir bransann inn og út.Svona munum við eftir VíkingiÞrátt fyrir að vera í fallbaráttu nánast allt sumarið var einn allra besti leikmaður deildarinnar í liði Víkings; hollenski framherjinn Geoffrey Castillion. Þessi stóri og stæðilegi framherji var algjörlega magnaður og skoraði níu mörk þrátt fyrir að meiðast nokkuð illa og missa af stórum hluta sumarsins. Hann er farinn í FH og því verða Víkingar að finna enn einn markaskorarann en á síðustu tímabilum hafa þeir gert vel í að fá en þurft svo að horfa á eftir framherjum á borð við Óttar Magnús Karlsson, Gary Martin og nú Castillion. Liðið og leikmenngrafík/gvendurÞað eru ekkert svo stórar breytingar á byrjunarliði Víkings heldur er aðalmálið að lykilmenn eru farnir. Liðið er með leikmenn með reynslu í deildinni en sumir eru spurningamerki og óvíst hvort meiðslapésar eins og Sölvi Geir Ottesen og Davíð Örn Atlason haldist heilir. Ekki er mikið af markaskorurum.Þrír sem Víkingar treysta á:Sölvi Geir Ottesen: Víkingar fengu einn af landsliðsmönnum sínum í gegnum tíðina heim úr atvinnumennsku í vetur. Sölvi Geir yfirgaf Víking og hélt út sumarið 2004 og hefur spilað í Svíþjóð, Danmörku, Rússlandi, Kína og Taílandi á glæstum atvinnumannaferli. Sölvi hefur hæfileikana í að vera hreinlega einn besti leikmaður deildarinnar og hann þarf að vera upp á sitt allra besta ef liðið ætlar sér að ná einhverjum árangri.Alex Freyr Hilmarsson: Miðjumaðurinn öflugi hefur ekki bara verið besti leikmaður Víkings undanfarin misseri heldur einn besti leikmaður deildarinnar. Hann er allt í öllu í sóknarleik liðsins og mikils metinn hjá liðsfélögum sínum. Hann er ekki bara góður á boltann með mikla yfirsýn og leggur upp og skorar heldur er hann einnig mjög duglegur og vinnur fyrir liðið.Rick Ten Voorde: Algjörlega óskrifað blað en samt sem áður maður sem Víkingar verða að treysta á. Hollendingurinn hefur verið slakari en Castillion var á síðasta undirbúningstímabili en Castillion datt í gang strax í fyrsta leik í Pepsi-deildinni og það þarf Ten Voorde að gera líka. Markaðurinn grafík/gvendurÞað var auðvitað stórt fyrir Víkinga að fá Sölva Geir heim sem gæti gert miklu meira en helling fyrir liðið ef hann helst heill. Aðrir leikmenn eru hreinlega spurningamerki. Bakverðirnir Aron Már, Jörgen og Sindri Scheving eru óskrifað blað í efstu deild sem og hollenski framherjinn og senegalski markvörðurinn. Gunnlaugur Hlynur var ekkert sérstakur í döpru liði Ólafsvíkinga á síðustu leiktíð og verður væntanlega bekkjarmatur í sumar þrátt fyrir að byrja nánast alla leikina á undirbúningstímabilinu. Þá á Atli Hrafn Andrason einnig eftir að sanna sig í meistaraflokksbolta. Fyrir utan missinn á leikmönnum í tvö af bestu liðum deildarinnar er Róbert Örn Óskarsson mögulega hættur í fótbolta en hann verður allavega ekkert með Víkingum í sumar.Markaðseinkunn: C+Hvað segir sérfræðingurinn?„Víkingarnir eru stórt spurningamerki,“ segir Reynir Leósson, einn sérfræðinga Pepsi-markanna, um Víkingsliðið. „Logi kom inn með ferska vinda í fyrra en það fjaraði aðeins udnan því þegar að það leið á tímabilið hjá þeim.“ „Þeir voru nokkuð vel mannaðir en mér finnst hoggin full stór skörð í þeirra lið núna. Markvarðamálin eru upp í loft sem og varnarlínan og þá hefur Víkingum gengið illa að halda hreinu í vetur. Mér finnst of mikið af spurningamerkjum í kringum þetta lið til að spá því einhverju öðru en að daðra við neðri hlutann,“ segir Reynir Leósson. Spurt og svaraðgrafvík/gvendurÞað sem við vitum um Víking er ... að liðið hefur nú verið samfleytt fjórar leiktíðir uppi sem er meira en í langan tíma áður. Það er orðið vant fallbaráttu, sem er ekki gott en þó ákveðinn kostur í ljósi þess hvar liðinu er spáð. Það eru afburða leikmenn í Víkingsliðinu á borð við Sölva og Alex Frey og þá er nokkuð um uppalda stráka í byrjunarliðinu og í kringum hópinn þannig Víkingshjartað ætti nú að fleyta liðinu eitthvað upp á við á erfiðustu tímunum. Logi Ólafsson hefur séð þetta allt saman áður og er nú þegar búinn að bjarga liðinu einu sinni frá falli.Spurningamerkin eru ... markvarðamálin sérstaklega. Trausti Sigurbjörnsson spilaði nær allt undirbúningstímabilið en Senegali mun byrja mótið og hann verður svo mögulega leystur af eftir nokkra leiki með Dana sem fór með Víkingum í æfingaferð. Þetta er svakalega mikið rót á mikilvægri stöðu. Helst Sölvi Geir heill í 22 leiki en hann hefur lengi glímt við erfið bakmeiðsli. Hvað gerir svo nýi hollenski framherjinn?Binni bjartsýni og Siggi svartsýniBinni: Ég næ ekki alveg öllu þessu tali um spurningamerki. Við misstum miðvörð í Alan Lowing en fengum fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmann í Sölva Geir. Miðjan er alveg eins með einn besta leikmann deildarinnar að búa til hlutina og það er ein breyting á sóknarmanni. Castillion var auðvitað geggjaður en það þarf að gefa Rikka TV smá séns. Svo hefur Nikolaj Hansen verið frábær í vetur og gæti hæglega byrjað á undan Rick og skorað mörk. Róbert Örn var ekkert frábær í fyrra í markinu eftir stórkostlegt ár þar á undan. Senegalinn er allur að koma til og er geggjaður spyrnumaður. Breiddin er fín og svo erum við með kandídat í besta unga leikmann deildarinnar í Loga Tómassyni. Að spá okkur falli þrátt fyrir brösótt gengi í vetur er í besta falli grín.Siggi: Hefurðu séð Ten Voorde í vetur, Binni? Hann getur varla keypt sér færi, hvað þá mark. Hann er svona átta sinnum slakari en Castillion. Svo er slakur Róbert betri en þessi Mbaye í markinu. Þessi markvarðamál valda mér miklu hugarangri. Ofan á allt er Dofri Snorrason svo illa meiddur og verður kannski ekkert með í sumar. Það er einn allra mikilvægasti maður liðsins. Úrslitin í vetur hafa ekki verið slæm. Það hafa verið skelfileg. Tap fyrir tveimur Inkasso-liðum, þar á meðal Fram áður en erlendu leikmennirnir komu og svo labbaði Valur yfir okkur þrátt fyrir að vera manni færri. Þú ert alveg farinn í bjartsýninni en ég segi bara eins og Óli Þórðar: Við höfum ekki gert rassgat síðan að hann fór sama hversu vel liðið er mannað og miðað við veturinn erum ekki að fara að gera rassgat í sumar.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2018: Stutt stopp Suðurnesjamanna Íþróttadeild spáir nýliðum Keflavíkur neðsta sæti Pepsi-deildarinnar 2018 og þar með falli aftur niður í Inkasso-deildina. 16. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Komið að því að kveðja Eyjamenn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 11. sæti í Pepsi-deildinni í sumar. 17. apríl 2018 10:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Pepsi-spáin 2018: Stutt stopp Suðurnesjamanna Íþróttadeild spáir nýliðum Keflavíkur neðsta sæti Pepsi-deildarinnar 2018 og þar með falli aftur niður í Inkasso-deildina. 16. apríl 2018 10:00
Pepsi-spáin 2018: Komið að því að kveðja Eyjamenn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 11. sæti í Pepsi-deildinni í sumar. 17. apríl 2018 10:00