Sjókvíaeldi verður að hluta niðurgreitt af ríkissjóði Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. apríl 2018 19:00 Útgjöld ríkissjóðs til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis munu aukast um meira en hundruð milljónir króna samkvæmt nýju frumvarpi um fiskeldi og munu nema 260 milljónum króna á árinu 2020. Sjóðurinn á að greiða fyrir rannsóknir og mat á burðarþoli fyrir laxeldi og því verður atvinnugreinin að hluta niðurgreidd af ríkinu. Í nýju lagafrumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráhherra um fiskeldi eru lagðar til breytingar sem kalla á auknar rannsóknir og útgáfu burðarþolsmats vegna sjókvíaeldis með tilheyrandi kostnaði. Þannig á Hafrannsóknastofnun eftir að meta burðarþol tiltekinna hafsvæða og fjarða. Auk þess þarf stofnunin að vakta lífrænt álag á svæðum sem búið er að burðarþolsmeta. Þá mun falla til kostnaður vegna endurskoðunar á áhættumati vegna erfðablöndunar og kostnaður vegna aukinna rannsókna þegar hafsvæðum er skipt upp í eldissvæði. Gert er ráð fyrir að þessi nýju verkefni verði fjármögnuð af Umhverfissjóði sjókvíaeldis og er áætlað að sjóðurinn þurfi 200 milljónir króna á ári til ráðstöfunar í þessi verkefni og önnur sem honum eru ætluð samkvæmt lögum. Í fjárlögum 2018 er framlag ríkissjóðs til sjóðsins 110 milljónir króna og er því aukningin 90 milljónir króna á ári, að því er fram kemur í frumvarpinu. Á árinu 2020 hækkar framlagið í 260 milljónir króna miðað við útgjaldaaukningu sem tilgreind er í frumvarpinu en þar segir: „Árleg útgjaldaaukning, að meðtalinni 90 m.kr. aukningu á fjárþörf Umhverfissjóðs sjókvíaeldis, er því talin verða 150 m.kr. frá og með árinu 2020.“Var fjármagnaður af fiskeldisfyrirtækjunum Umhverfissjóðurinn hefur verið fjármagnaður af fyrirtækjum í sjókvíaeldi frá árinu 2008 þegar hann var settur á laggirnar en markmið og tilgangur sjóðsins er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis. Útgjöld ríkisins í sjóðinn aukast vegna þessara nýju verkefna í frumvarpinu. „Hugsunin í frumvarpinu er sú að það verði lagt á annars vegar gjald vegna eldissvæða og hins vegar auðlindagjöld. Uppsetningin á þessum kostnaði sem til fellur er á þann veg að gjaldtakan verður látin renna í Umhverfissjóð sjókvíaeldis sem standi síðan undir fjármögnun á burðarþolsrannsóknum og áhættumati. Við erum hins vegar á þessu ári að leggja sérstaklega til rúmlega níutíu milljónir króna til þessara mála og það er kannski eðlilegt á meðan það er verið að byggja upp atvinnugreinina að fyrsta fjármögnun komi úr ríkissjóði,“ segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Auðlindagjöldin á sjókvíaeldi hafa ekki verið ákveðin og verður lagt fram frumvarp um nánari útfærslu þeirra í haust. Þetta þýðir að á meðan þessi nýju verkefni, sem Umhverfissjóður á að greiða fyrir, hafa ekki verið fjármögnuð með gjöldum mun framlag ríkissjóðs standa undir þeim.Er ekki ríkissjóður með þessu að niðurgreiða þessa atvinnugrein? „Í ár má kannski segja að svo sé. Á meðan við erum að skjóta styrkari stoðum undir rannsóknir þá má kannski segja að á fyrstu skrefum þess sé það kannski hlutverk ríkisins að ganga úr skugga um hvaða grunnur er undir þá starfsemi sem ríkissjóður ætlar síðan að taka gjald af,“ segir Kristján Þór. Fiskeldi Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Útgjöld ríkissjóðs til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis munu aukast um meira en hundruð milljónir króna samkvæmt nýju frumvarpi um fiskeldi og munu nema 260 milljónum króna á árinu 2020. Sjóðurinn á að greiða fyrir rannsóknir og mat á burðarþoli fyrir laxeldi og því verður atvinnugreinin að hluta niðurgreidd af ríkinu. Í nýju lagafrumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráhherra um fiskeldi eru lagðar til breytingar sem kalla á auknar rannsóknir og útgáfu burðarþolsmats vegna sjókvíaeldis með tilheyrandi kostnaði. Þannig á Hafrannsóknastofnun eftir að meta burðarþol tiltekinna hafsvæða og fjarða. Auk þess þarf stofnunin að vakta lífrænt álag á svæðum sem búið er að burðarþolsmeta. Þá mun falla til kostnaður vegna endurskoðunar á áhættumati vegna erfðablöndunar og kostnaður vegna aukinna rannsókna þegar hafsvæðum er skipt upp í eldissvæði. Gert er ráð fyrir að þessi nýju verkefni verði fjármögnuð af Umhverfissjóði sjókvíaeldis og er áætlað að sjóðurinn þurfi 200 milljónir króna á ári til ráðstöfunar í þessi verkefni og önnur sem honum eru ætluð samkvæmt lögum. Í fjárlögum 2018 er framlag ríkissjóðs til sjóðsins 110 milljónir króna og er því aukningin 90 milljónir króna á ári, að því er fram kemur í frumvarpinu. Á árinu 2020 hækkar framlagið í 260 milljónir króna miðað við útgjaldaaukningu sem tilgreind er í frumvarpinu en þar segir: „Árleg útgjaldaaukning, að meðtalinni 90 m.kr. aukningu á fjárþörf Umhverfissjóðs sjókvíaeldis, er því talin verða 150 m.kr. frá og með árinu 2020.“Var fjármagnaður af fiskeldisfyrirtækjunum Umhverfissjóðurinn hefur verið fjármagnaður af fyrirtækjum í sjókvíaeldi frá árinu 2008 þegar hann var settur á laggirnar en markmið og tilgangur sjóðsins er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis. Útgjöld ríkisins í sjóðinn aukast vegna þessara nýju verkefna í frumvarpinu. „Hugsunin í frumvarpinu er sú að það verði lagt á annars vegar gjald vegna eldissvæða og hins vegar auðlindagjöld. Uppsetningin á þessum kostnaði sem til fellur er á þann veg að gjaldtakan verður látin renna í Umhverfissjóð sjókvíaeldis sem standi síðan undir fjármögnun á burðarþolsrannsóknum og áhættumati. Við erum hins vegar á þessu ári að leggja sérstaklega til rúmlega níutíu milljónir króna til þessara mála og það er kannski eðlilegt á meðan það er verið að byggja upp atvinnugreinina að fyrsta fjármögnun komi úr ríkissjóði,“ segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Auðlindagjöldin á sjókvíaeldi hafa ekki verið ákveðin og verður lagt fram frumvarp um nánari útfærslu þeirra í haust. Þetta þýðir að á meðan þessi nýju verkefni, sem Umhverfissjóður á að greiða fyrir, hafa ekki verið fjármögnuð með gjöldum mun framlag ríkissjóðs standa undir þeim.Er ekki ríkissjóður með þessu að niðurgreiða þessa atvinnugrein? „Í ár má kannski segja að svo sé. Á meðan við erum að skjóta styrkari stoðum undir rannsóknir þá má kannski segja að á fyrstu skrefum þess sé það kannski hlutverk ríkisins að ganga úr skugga um hvaða grunnur er undir þá starfsemi sem ríkissjóður ætlar síðan að taka gjald af,“ segir Kristján Þór.
Fiskeldi Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira