Íslandsmótið í knattspyrnu er að hefjast á ný eftir sjö mánaða frí og það eru örugglega ekki allir alveg með það á hreinu hvort þeir eigi eftir að taka út leikbann eða ekki.
Knattspyrnusamband Íslands hefur nú tekið saman lista til upplýsinga fyrir félögin um þá leikmenn í meistaraflokki sem eiga eftir að taka út leikbönn vegna leikja fyrir keppnistímabilið 2018.
KSÍ segir frá þessu á heimasíðu sinni og vekur sérstakli athygli á því að gefnir eru út tveir listar, annars vegar fyrir Íslandsmót og Meistarakeppni KSÍ og hinsvegar fyrir bikarkeppni KSÍ.
Það er gert samkvæmt reglugerðarbreytingu frá mars 2015 um að áminningar og brottvísanir skulu meðhöndlaðar sérstaklega í Íslandsmóti annars vegar og bikarkeppni KSÍ hins vegar.
Pepsi-deildarleikmaðurinn Guðmann Þórisson hjá KA byrjar deildina í tveggja leikja banni og má því ekki spila með Akureyrarliðinu fyrr en í þriðju umferð Pepsi-deildarinnar.
Á listunum eru leikmenn skráðir í þau félög sem þeir fengu leikbann með. Frá þeim tíma kunna þessir leikmenn að hafa skipt um félag og KSÍ ítrekar það að það sé mjög mikilvægt að öll félög kynni sér listann bæði hvað varðar stöðu leikmanna frá 2017 og einnig stöðu leikmanna sem gengið hafa til liðs við félagið.
Sjá meira hér:Agabréf KSÍ 2018
Óúttekin leikbönn í Íslandsmóti og Meistarakeppni KSÍ:
3 leikir
Ómar Logi Þorbjörnsson, Skallagrímur
2 leikir
Bjartur Aðalbjörnsson, Einherji
Guðmann Þórisson, KA
1 leikur
Alvaro Herdero Lopez, Ísbjörninn
Aron Grétar Jafetsson, KFG
Deividas Leskys, StálÚlfur
Dilyan Nikolaev Kolev, Einherji
Friðrik Þórir Hjaltason, Vestri
Guðjón Viðarsson Scheving, KFG
Guðmundur Steinarsson, þjálfari
Hallur Hallsson, þjálfari
Heiðrún Björk Þráinsdóttir, Hvíti Riddarinn
Hjörleifur Þórðarson, Vængir Júpíters
Kristín Líf Sigurðardóttir, Hvíti Riddarinn
Kristján Nói Benjamínsson, Úlfarnir
Jesus Guerrero Suarez, Leiknir F.
Magnús Haukur Harðarson, þjálfari
Rakel Sjöfn Stefánsdóttir, Hamrarnir
