NBA: Stórleikur Harden reddaði ísköldum Houston mönnum í fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2018 07:30 James Harden fagnar körfu í nótt. Vísir/Getty James Harden og félagar í Houston Rockets eru komnir 1-0 í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en fyrsti leikurinn var allt annað en auðveldur. Oklahoma City Thunder komst líka í 1-0 þar sem Paul George átti stórleik.James Harden skoraði 44 stig, gaf 8 stoðsendingar og hitti úr 7 af 12 þriggja stiga skotum sínum þegar Houston Rockets vann nauman 104-101 sigur á Minnesota Timberwolves. Harden tók leikinn yfir í fjórða leikhlutanum og skoraði þá 13 stig þar af meðal annars tólf stig í röð. Harden verður nánast örugglega kosinn besti leikmaður tímabilsins og hann sýndi af hverju í þessum leik. Houston er vanalega með mjög góða nýtingu í þriggja stiga skotum og setti nýtt met í þriggja stiga körfum á tímabilinu en fyrir utan skotsýningu Harden þá hittu liðsfélagar hans aðeins úr 3 af 25 þriggja stiga skotum sínum. „Við vorum í vandræðum með að setja niður skotin okkar og náðum engum takti en James tók okkur á bakið,“ sagði Mike D'Antoni, þjálfari Houston. Minnesota Timberwolves var síðasta liðið inn í úrslitakeppnina og hafði ekki leikið í úrslitakeppninni í fjórtán ár en stóð vel í liði Houston og það þrátt fyrir að ungstirni Úlfanna, Karl-Anthony Towns, hafi átt dapran leik í frumraun sinni í úrslitakeppni. Karl-Anthony Towns skoraði aðeins 8 stig og klikkaði á 6 af 9 skotum sínum. Hann réði heldur lítið við Clint Capela hjá Houston sem var með 24 stig, 12 fráköst og 3 varin skot. Paul George átti frábæran leik með Oklahoma City Thunder þegar liðið vann 116-108 sigur á Utah Jazz og komst í 1-0 í einvígi liðanna. Paul George varð að stjörnu í úrslitakeppninni með Indiana Pacers og er greinilega maður stóra sviðsins. Hann skoraði 36 stig í leiknum og hitti úr 13 af 20 skotum sínum. George setti nýtt félagsmet með því að hitta úr 8 af 11 þriggja stiga skotum sínum. „Hvað, hafið þið ekki öll hitti úrslitakeppnis P (Playoff P) áður,“ sagði Paul George í léttum tón við blaðamenn eftir leikinn. Russell Westbrook var með 29 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar og þá skoraði Carmelo Anthony 15 stig. Nýliðinn Donovan Mitchell skoraði 27 stig og tók 10 fráköst fyrir Utah Jazz en meiddist líka á tá og gat ekki klárað leikinn. Hann verður samt orðinn góður fyrir næsta leik.Staðan í öllum einvígum í úrslitakeppni NBA 2018:- Austudeildin - Toronto Raptors - Washington Wizards 1-0 Boston Celtics - Milwaukee Bucks 1-0 Philadelphia 76ers - Miami Heat 1-0 Cleveland Cavaliers - Indiana Pacers 0-1- Vesturdeildin - Houston Rockets - Minnesota Timberwolves 1-0 Golden State Warriors - San Antonio Spurs 1-0 Portland Trail Blazers - New Orleans Pelicans 0-1 Oklahoma City Thunder - Utah Jazz 1-0 NBA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
James Harden og félagar í Houston Rockets eru komnir 1-0 í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en fyrsti leikurinn var allt annað en auðveldur. Oklahoma City Thunder komst líka í 1-0 þar sem Paul George átti stórleik.James Harden skoraði 44 stig, gaf 8 stoðsendingar og hitti úr 7 af 12 þriggja stiga skotum sínum þegar Houston Rockets vann nauman 104-101 sigur á Minnesota Timberwolves. Harden tók leikinn yfir í fjórða leikhlutanum og skoraði þá 13 stig þar af meðal annars tólf stig í röð. Harden verður nánast örugglega kosinn besti leikmaður tímabilsins og hann sýndi af hverju í þessum leik. Houston er vanalega með mjög góða nýtingu í þriggja stiga skotum og setti nýtt met í þriggja stiga körfum á tímabilinu en fyrir utan skotsýningu Harden þá hittu liðsfélagar hans aðeins úr 3 af 25 þriggja stiga skotum sínum. „Við vorum í vandræðum með að setja niður skotin okkar og náðum engum takti en James tók okkur á bakið,“ sagði Mike D'Antoni, þjálfari Houston. Minnesota Timberwolves var síðasta liðið inn í úrslitakeppnina og hafði ekki leikið í úrslitakeppninni í fjórtán ár en stóð vel í liði Houston og það þrátt fyrir að ungstirni Úlfanna, Karl-Anthony Towns, hafi átt dapran leik í frumraun sinni í úrslitakeppni. Karl-Anthony Towns skoraði aðeins 8 stig og klikkaði á 6 af 9 skotum sínum. Hann réði heldur lítið við Clint Capela hjá Houston sem var með 24 stig, 12 fráköst og 3 varin skot. Paul George átti frábæran leik með Oklahoma City Thunder þegar liðið vann 116-108 sigur á Utah Jazz og komst í 1-0 í einvígi liðanna. Paul George varð að stjörnu í úrslitakeppninni með Indiana Pacers og er greinilega maður stóra sviðsins. Hann skoraði 36 stig í leiknum og hitti úr 13 af 20 skotum sínum. George setti nýtt félagsmet með því að hitta úr 8 af 11 þriggja stiga skotum sínum. „Hvað, hafið þið ekki öll hitti úrslitakeppnis P (Playoff P) áður,“ sagði Paul George í léttum tón við blaðamenn eftir leikinn. Russell Westbrook var með 29 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar og þá skoraði Carmelo Anthony 15 stig. Nýliðinn Donovan Mitchell skoraði 27 stig og tók 10 fráköst fyrir Utah Jazz en meiddist líka á tá og gat ekki klárað leikinn. Hann verður samt orðinn góður fyrir næsta leik.Staðan í öllum einvígum í úrslitakeppni NBA 2018:- Austudeildin - Toronto Raptors - Washington Wizards 1-0 Boston Celtics - Milwaukee Bucks 1-0 Philadelphia 76ers - Miami Heat 1-0 Cleveland Cavaliers - Indiana Pacers 0-1- Vesturdeildin - Houston Rockets - Minnesota Timberwolves 1-0 Golden State Warriors - San Antonio Spurs 1-0 Portland Trail Blazers - New Orleans Pelicans 0-1 Oklahoma City Thunder - Utah Jazz 1-0
NBA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira